Alþýðublaðið - 22.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.01.1920, Blaðsíða 2
2 Auglýsing'ar. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. fransal Viihjálms. Khöfn 20. jan. í kröfu Bandamanna, um fram- sal Vilhjálms fyrv. keisara, er vísað til hinnar siðferðislegu á- byrgðar er hann hafi á því að alþjóðalög hafi verið brotin, en ekki minst á það hvern þátt hann hafi átt í því að stríðið hófst. Holland er því kurteislega en á- kveðið beðið um að framselja hann svo hann verði settur fyrir dómstól Bandamanna. frá frikknm. Nýir FáðherraF. Khöfn 20. jan. Frá París er símað að Millerand só orðinn forsætis- og utanríkis- ráðherra. Fjármálaráðherra hag- fræðingurinn Marsal og hermála- ráðherra Andre Lefevre. lundar bjargar 100 hds Um miðjan desember síðastl., var ákafur stormur í meira en viku í norðurhluta Atlantzhafsins. Á höfninni í New-York voru 100 skip tept með 20 þúsund farþega og 750 þúsund smálestir af vör- um, og fram með ströndum Norð- ur-Ameríku var ógrynnin öll af rekaldi. Við New-Foundland strandaði farþegaskip og vildi það farþegun- um, sem voru 100 talsins, til lífs, að hundur synti í land með taug bundna í hálsband sitt, var síðan gildari kaðall dreginn á land og ALfÝÐUBLAÐIÐ fólkið flutt af skipsflakinu með tiifærum. — Svo mikil fannkyngi með 20 stiga frosti, hefir fylgt storminum í New-Foundlandi, að fjöldi eimlesta hefir fent i kaf, og orðið hefir að grafa farþegana úr fönn. : X-eleg* stofnun. Nú leggja menn um heim alian mikla átierzlu á það, ab allar menta- og uppeldisstofnanir séu í sem beztu lagi, því undir þeim er öll framtíð hverrar þjóðar komin. Vitrari menn eru farnir að sjá það, að því lengur sem uppeldis- og mentamál eru vanrækt, því lengur helzt vesaldómur og alls- konar ósómi. Hér er talsvert öðru máli að gegna. Þessi mál eru í mestu óreiÖu, kennarastéttin er lítilsvirt og svelt, og skólar því aumir mjög. í kennarastöðurnar eru oft valdir alls óhæfir menn, þar eð aðrir fást ekki í þær. í ýmsum skólum hefir því um lang- an aldur ríkt allskonar óhæfa, sem sumpart má kenna lögum, sem hér eru við líði, en alstaðar um heim úr sögunni, og sumpart kennurum. Sá skóli, sem mesta eftirtekt hefir vakið í þessu efni, er hinn almenni mentaskóli. Oft hafa heyrst háværar raddir um það, að þar færi fram margt það, er rannsóknarefni væri fyrir hið opinbera, en almenningur hefir gefið því lítinn gaum, því skóli þessi hefir verið álitinn Bríki í rík- inu“, sem öllum væri fyrir beztu að sæi um sig sjálfur. fetta hefir orðið til mikils tjóns allri þjóð- inni, eins og skiljanlegt er, þar sem flestir embættismenn ríkisins verða að dvelja 3—6 ár 1 honum. Mér finst því tími til kominn, að eitthvað sé farið að athuga ástand skólans og stjórn hans nánara, og kærur þær, sem bornar eru á hana, séu ekki lengur hundsaðar. Stjórn hans, sem nú mun aðal- lega vera í höndum eins kennara, sem þó ekki er rektor, er svo ill, að fram úr öllu hófi keyrir. Ein- staka piltar, sem ekki hafa geð í sér til að krjúpa eftir kennaranáð, eru næstum því ofsóttir, þar sem þeir standa alveg varnarlausir fyrir. Dæmin þekkja allir, sem einhvern tíma hafa verið í skóla eða fylgsfe með í málum hans. En þó er ekki úr vegi að benda á nokkur þeirra, sem einkum snerta einn kennar- ann, sem hvað minstar vinsældir hefir hjá piltum, hr. Sigurð Thor- oddsen adjunkt. Hann hefir oft látið sér sæma, að misþyrma piltum með barsmíðum, innan kenslustunda og utan. Haustið 1914 réðst hann bókstaflega á einn pilt, sem að dómi bekkjar- sveina hafði ekkert af sér gert,. og lamdi hann með þykkum bók- um í höfuðiö, svo honum lá við yfirliði. Næsta ár kom hið sama íyrir, nema þá notaði hann birki- lurk, til að svala ilsku sinni með. Piltur sá, sem fyrir þessu varð, var mesti gáfu- og stillingamaður. En svo ragur var rektor skólans, hr. G. T. Zoega, sem annars er að flestra dómi mesti sæmdar- maður, að hann lét hr. Sig. Thor- oddsen teyma sig svo langt, að pilturinn neyddist til að segja sig úr skóla. Ekki er þetta eins dæmi, því sama kennara hefir ávalt verið viðbrugðið fyrir ókurteisi gagnvart nemendum. Einhver myndi nú vilja halda því fram, að þetta sýndi góðan aga. En fjarri fer því, að svo sé.. Þeir kennarar, sem þessu beita, munu álment mjög illa þokkaðir af piltum, og jafnvel hataðir. Og hvernig má nokkuð gott af slíku leiða? Ekki eru hinir háttvirtu kennarar alt af mjög hörundssárir fyrir brotum á lögum skólans, og get eg nefnt þar dæmi, sem voru ærin rannsóknareíni fyrir stjórnar- völdin, ef þau á annað borð vilja láta sig skifta nokkru hag skól- ans. í reglugerð hans er svo á- kveðið, að drykkjuskapur pilta sé burtvikningarsök. Mér er kunnugt um það, að þessi grein hefir sjaldan verið notuð, heldur hafa kennarar sjálfir ýtt undir brot gegn henni. Vorið 1912 og 1913 var mér kunnugt um það, að áfengi var selt á útiskemtunum skólans (á Kleppi og í Viðey), og kennarar gerðu ekkert til að hindra það. Voru sumir drukknir sjálfir, og því lítt færir um það. Á dans- leikjum skólans hafa þeir ráfað um drukknir og gefið piltum for- dæmi, sem þeir eflaust hafa hag- að sér eftir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.