Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Side 43

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Side 43
42 Veiðimaðurinn 43 Veiðiskapur byggist á galdri – Gylfi Pálsson trúi ég, samkvæmt eðlisávísun og það tileinkaði ég mér á bökkum Laxár. Sogið kenndi mér líka margt, enda er það erfitt vatn. Leið mín lá líka í Fnjóská, sem er eins og gefur að skilja ekki auðveld frekar en Sogið. Fnjóská er mikið fljót og ótrúlega straumhörð. Ég hef vaðið þar á þremur stöðum – á brotunum neðan við Þvergarðs- breiðu og Biskupsbreiðu og svo niðri hjá vatnsmælinum við Árbugsárós. Ég hét mér því í hvert skipti að gera slíkt aldrei aftur. En ég er óttalegur sullari og konan mín segir að ég sé aldrei ánægður nema blautur á olnbogunum,“ segir Gylfi hlæjandi en lætur fylgja varnaðarorð. Menn skyldu bera virðingu fyrir miklum ám, eins og í Soginu þar sem afar varhugavert er að vaða ef þeir þekkja ekki ána þeim mun betur. Gylfi hefur í því sambandi lagt sitt af mörkum, en hann og Eggert Skúlason gerðu sér ferð í Sogið á sínum tíma og tóku upp stutt kennslumyndband um hvernig bregðast skal við ef menn missa fótanna í straumhörðu vatni. Þessa mynd þekkja fjölmargir veiðimenn en það vita kannski færri að myndin hefur gert sitt gagn – svo ekki verði kveðið fastar að orði. „Ég var þá að vinna hjá Fróða sem gaf út Veiðimanninn og einn samstarfsmaður minn hafði verið hætt kominn á Ásgarðs- breiðunni. Ég hringdi í Eggert og sagði honum að við skyldum sýna mönnum hvernig þeir ættu að bregðast við ef þeir misstu fótanna í djúpu og straumhörðu vatni. Myndbandið var síðan sýnt á Stöð 2 og var síðar sett á You Tube. Það skondna var að ég bað Eggert að taka myndir á myndavélina mína af þessu ferli, ætlaði að birta þær með frétt í Veiðimanninum. En Eggert var svo sannfærður um að ég sykki að hann steingleymdi að taka myndirnar. Sannfæringin var ekki meiri. Þetta sumar hringdu í mig ellefu manns til að segja mér að myndbandið hefði líklega bjargað þeim frá því að illa færi. Þetta sögðu þeir en erfitt fyrir mig að meta hversu mikil hættan var. Þeir urðu alla vega hræddir og mátu aðstæður þannig að veruleg hætta hefði steðjað að þeim,“ segir Gylfi og bætir við að Sogið sé engu að síður í miklu upp- áhaldi hjá sér. Hann hefur einnig veitt í Vopnafjarðaránum og í Borgarfirði; ekki síst í Straumunum og við Svarthöfða. Þá er ónefnd Stóra – Laxá í Hreppum, hvar Gylfi veiddi oft. „Mér þykir mjög vænt Enn þann dag í dag eru menn að kroppa af löghelgi þeirra – fylla upp í voginn fyrir nýju byggingarlandi og hafa sett upp smábátahöfn. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Gylfi búinn að setja í fallegan lax í Elliðaánum. Mynd/ Pétur H. Ólafsson. Lax í hendi sem og svo oft áður. Mynd/Pétur H. Ólafsson
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.