Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Síða 58

Veiðimaðurinn - 01.06.2019, Síða 58
58 Veiðimaðurinn 59 Hugarróin býr við heiðarvötnin — Ingimundur Bergsson Stokkar þú vatnaveiðinni ofar en lax­ veiðinni? „Sama hvert ég fer í veiði þá gleymi ég mér og nýt hverrar stundar. Þetta er ólíkur veiðiskapur en það er miklu meira frelsi í vatnaveiðinni, og það kann ég að meta. Ég hef samt aldrei farið til að veiða með stöng og þótt það leiðinlegt.“ Spenntur fyrir sumrinu Sumarið lítur vel út segir Ingimundur. Til viðbótar við Laxá í Mývatnssveit er Langá á dagskránni. Það er á sem er honum kær og þar kom maríulaxinn á land á sínum tíma. En sá hópur sem hefur farið saman í Langána undanfarin ár hefur ákveðið að breyta til og veiða í Soginu – nánar tiltekið í Bílds­ felli þar sem var afar góð veiði í fyrrasumar. „Ég er mjög spenntur fyrir Bíldsfellinu eftir áralanga fjarveru. Þar er bara fluguveiði og öllu sleppt. Ég er að sækja í stóra fiska, og þeir finnast þarna svo sannarlega. Þetta eru eiginlega Nesveiðar suðursins,“ segir Ingimundur og bætir við að Stangveiðifélagið vinnur að því að friða svæðið eins og mögulegt er. Hætt er að selja í vorveiði í Bíldsfelli til að minnka álagið á seiðabúskapinn auk þess sem öllum laxi skal sleppt og eingöngu veitt á flugu. „Við vonum að Sogið öðlist fyrri frægð. Þetta er eitt glæsilegasta veiðivatn lands­ ins og sárt að sjá vinnu við uppbyggingu á efri svæðum árinnar þegar netaveiðin er ennþá þarna fyrir neðan í ánni. Þetta tekur tíma og ég bind vonir við þetta frábæra svæði, eins og sást í fyrrasumar. Þá marg­ földuðust aflatölur þrátt fyrir að svæðið væri illa selt. Góð veiði í fyrra hefur skilað sér í miklu betri sölu leyfa en í fyrra.“ Eins og í lífi allra ungra manna þá kemur það tímabil að börnin krefjast athygli og tíma. Ingimundur segir að nú séu börnin að sleppa takinu og orðin sjálfstæðari. „Stefnan er að gefa veiðinni meiri tíma, en þó það sé öfugsnúið þá minnkar veiðin í réttu hlutfalli við hversu maður sekkur dýpra í veiðibransann. Það að vinna við áhugamálið skili sér í minni veiðiskap ekki meiri. Það er alltaf mest að gera hér þegar veiðin stendur sem hæst – og þess vegna svolítið erfitt að finna tíma. Það væri eiginlega betra að vinna við að markaðs­ setja skíðamennsku og hafa sumarið fyrir sig í veiði,“ segir Ingi­ mundur glottandi. Brosir gegn sólinni og regninu Ingimundur segist eiga auðvelt með að taka það rólega í veiði – það er ekkert sérstakt keppkefli að klára hvern einasta veiðidag upp á mínútu. Hann segist aldrei verða stressaður eða æstur og lítið mál að segja degi lokið þó enn lifi klukkutími af leyfilegum veiðitíma. „Þetta hefur breyst með árunum. Þegar ég var yngri var meiri gredda í gangi og það var aldrei komið nóg. Núna brosir maður bara og tekur á móti sólinni og regninu. Þó ég gleymi aldrei drekanum á Grundarhorninu sem velti sér yfir fluguna og hjartað á mér fór að ganga öðruvísi en því var ætlað. Slík augnablik er dýrmæt. Ég er hins vegar enginn laxahvíslari og á ennþá eftir að ná 20 punda fiski á land.“ Þessi eiginleiki sem reynslan hefur gefið Ingimundi tengist þó einum eftirminni­ legasta laxi sem hann hefur á ævinni veitt. Þá var hann staddur í Hítará; korter eftir af veiðitímanum þegar niður í hús var komið. „Vaktin var búin að ganga erfiðlega og ég var hættur. Kokkurinn í Hítará tók það ekki í mál og sagði mér að taka eitt rennsli á Breiðinni. Ég var með fimmu og hitchaði staðinn. Þá tók tíu punda fiskur sem var Þegar ég var yngri var meiri gredda í gangi og það var aldrei komið nóg. Núna brosir maður bara og tekur á móti sólinni og regninu. Fallegur lax á Nessvæðinu í Aðaldalnum. „Við vonum að Sogið öðlist fyrri frægð. Þetta er eitt glæsilegasta veiðivatn landsins og sárt að sjá vinnu við uppbyggingu á efri svæðum árinnar þegar netaveiðin er ennþá þarna fyrir neðan í ánni.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.