Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Page 16

Fréttir - Eyjafréttir - 09.05.2022, Page 16
16 | | 9. júní 2022 „Að klára grunnskóla er eitt af tímamótum í lífi hvers og eins og það þýðir að nú er nýr kafli að taka við, nýtt tímabil þar sem tækifæri gefast til að takast á við ný og verðug verkefni sem eiga vonandi eftir að færa ykkur gæfu í framtíðinni,“ sagði Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri þegar hún sleit Grunnskólanum á fimmtudaginn. Skólaslitin voru í Höllinni og fjölmenni fagnaði krökkunum á þessum tímamótum. Árgangur 2006 er ekki stór, 48 nemendur í tveimur bekkjum en Anna Rós sagði að það hefði ekki spillt fyrir. Hópurinn væri skemmtilegur og þau hafi staðið sig vel í námi og leik. „Hér er ungt fólk sem ég er viss um að við eigum eftir að sjá mikið af í framtíðinni. Við ætlum að leyfa nokkrum af þessu hæfileikaríka fólki að sýna sig hér í dag,“ sagði Anna Rós sem í lokin ræddi fram- tíð nemenda. „Það skiptir ekki endilega máli hvaða skóla þið veljið að fara í, heldur er þetta í ykkar höndum, hvar hæfileikar ykkar og áhuga- svið liggja og hvað maður er tilbúinn að leggja á sig til að ná settu markmiði. Ef ég á að gefa ykkur skilaboð út í framtíðina þá myndi ég segja ykkur að vera trú sjálfum ykkur og þorið að vera þið sjálf. Eltið ykkar eigin drauma og munið að það er í lagi að gera mistök svo framarlega sem þið lærið af þeim.“ Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri: Krakkar sem má vænta mikils af Tíundi bekkur, RR – Kennari Ragnheiður Reynisdóttir. Tíundi bekkur, GJ – kennari Guðríður Jónsdóttir. Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir útskrifast með A í öllum bóklegum greinum auk textílmenntar. Jason Stefánsson skaraði fram úr í íslensku og ensku.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.