Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Blaðsíða 5

Fréttir - Eyjafréttir - 15.04.2021, Blaðsíða 5
15. apríl 2021 | | 5 Frá því að eldsumbrotin hófust á Reykjanesi hefur mikið mætt á björgunarsveitar fólki við að aðstoða þar, einkum við að tryggja að svæðið sé öruggt og að enginn þeirra þúsunda sem lagt hafa leið sína þangað verði fyrir slysum af völdum gossins. Björgunarsveitir alls staðar af á landinu hafa tekið þátt í þessari vinnu og hefur Björgunarfélag Vestmannaeyja ekki látið sitt eftir liggja við ræddum við Írisi Eir Jónsdóttur meðlim í sveitinn sem hefur farið tvær ferðir að gosstöðvunum. Íris segir að nokkur hópur meðlima hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Í fyrsta hópnum voru sex einstaklingar, og þá var tekið tvær vaktir í beit, mættum á vakt klukkan 10 um morguninn á fimmtudegi og henni lauk um tvö aðfaranótt föstudags. Svo mættum við aftur á stutta vakt frá 14 - 18 á föstudeginum. Í hóp númer tvö fóru fimm einstaklingar þau mættu á vakt á miðnætti aðfaranótt fimmtudags og voru til hádegis. Í þriðja hópnum fórum við átta af stað en tveir þurftu frá að hverfa vegna smá bilunar í öðrum bílnum sem við fórum á. Fórum við sex á svæðið og tókum vaktina frá 11 til 20 um kvöldið.“ Hún segir hlutverk þeirra vera mismunandi hverju sinni. „Við erum að sinna rýmingu þegar það gerist, lokunarpóstum, gæslu á gönguleið, gasmælingar og svo höfum við sent viðbragðshóp sem sér um veika og slasaða á svæðinu. Íris segist aldrei hafa tekið þátt í viðlíka verkefni en þetta hafi í senn verið skemmtilegt og krefjandi. „Það er algengt að sveitir alls staðar á landinu mæti og aðstoði í stærri verkefnum sem björgunarsveitir sinna eins og til dæmis leitum og náttúruhamförum en þarna er maður að sinna verkefni með fólki af öllu landinu sem er bara virkilega gaman.“ Á lakkskóm í gallabuxum Hún segir verkefnið hafa verið fróðlegt og þau hafi lent í ýmsu í þessum leiðöngrum. „Það sem hefur komið mér persónulega á óvart er hversu mikið af fólki leggur leið sína að gosinu og kannski ekki alveg með puttann á púlsinum hvernig leiðin er og hversu torfær hún getur verið.“ Hún segir einn ákveðin göngu maður komi strax upp í hugann. „Það var einn ágætur göngumaður sem mætti í lakkskóm, galla- buxum og þunnum jakka, þegar við mættum viðkomandi var hann komin hálfa gönguleiðina og var nú aldeilis ekki á því að snúa við og koma aftur betur búin. Það væri nú gaman að vita hvernig gekk hjá þessum einstaklingi restina af leiðinni og þegar upp var komið.“ Íris segir þennan einstakling því miður ekkert einsdæmi. „Já svona fyrst um sinn fannst mér því miður töluvert um það að fólk kæmi vanbúið. Lakkskór, náttföt og hvítir strigaskór eru kannski ekki alveg staðalbúnaðurinn í svona gönguferð en svona upp til hópa virðist fólk vera vel útbúið. Þetta er ganga upp fjall á Íslandi í mars/ apríl og allra veðra von, það getur verið gasmengun þannig ungabörn og dýr eru kannski ekki alveg kandídatarnir í þennan leiðangur. Alltaf svartir sauðir inn á milli Hafið þið þurft að hafa mikil afskipti af fólki eða aðstoðað marga? „Verkefnin eru misjöfn eins og þau eru mörg en flest þeirra eru nú alltaf í tengslum við fólk og passa að enginn fari sér að voða. Til þess erum við nú þarna. Í tvö skipti af þremur sem við höfum verið á svæðinu hefur þurft að rýma svæðið og því fylgir eðlilega töluverð afskipti og aðstoð við að koma fólki niður gönguleiðina.“ Birst hafa frásagnir í fjölmiðlum síðustu vikur af slæmu viðmóti göngufólks við afskipti viðbragðs aðila Íris segir fólk upp til hópa hafa verið til fyrirmyndar. „Almennt er viðmótið bara ótrúlega gott, fólk kurteist og þakklát en að sjálfsögðu eru alltaf svartir sauðir inn à milli en þeir eru nú blessunarlega fáir.“ Covid setur strik í reikninginn Blaðamanni lék nokkur forvitna á því að spyrja hvernig aðbúnaði fyrir sveitirnar væri háttað á svæðinu. „Það er vel að þessu staðið hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og slysa- varnardeildinni Þórkötlu, allir að reyna sitt besta. Covid setur svolítið strik í reikninginn hvað varðar samneyti við aðrar sveitir og fólk almennt en aðstaðan sem er á svæðinu er með besta mögulega móti. Við fórum líka vel útbúin í þetta verkefni hvað varðar mat og búnað. Virkjað hefur verið sam- komulag milli ríkisins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar sem felur í sér að björgunarsveitir fái greitt fyrir aðstoð sína við gosstöðvarnar. Í tölvupósti sem var sendur á allar stjórnir björg- unarsveita þann 26. mars, voru björgunarsveitir hvattar til að skrá sig í gæsluverkefnið, það kom einnig fram að gæslan hafi verið heimamönnum erfið. Íris sagðist ekki þekkja það nákvæmlega hvernig þessum málum væri háttað. „Ég reikna nú með því að það verði einhver góð lending á því máli þegar að því kemur.“ Íris vildi að lokum koma þessum skilaboðum á framfæri til þeirra sem hyggja á göngu að gosstöðvunum. „Það er algjörlega nauðsynlegt að klæða sig vel, vera í góðum skóm og með brodda ef þannig ber undir. Taka með sér nesti og drykki. Fylgjast vel með veðurspá og hlýða tilmælum viðbragðsaðila á svæðinu.“ Gaman að sinna verkefni með fólki af öllu landinu Meðlimir úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja í gæslu á gosstöðvum Guðbjörg Hrönn, Tryggvi Steinn, Íris Eir og Marcin Ljósmynd: Halldór Sveinsson. Gönguleiðin getur verið krefjandi. Íris Eir í gæslu við gosstöðvarnar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.