Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2023 www.borgarblod.is Melaskóli sendi þrjár sveitir á Íslandsmót barna­ skóla sveita í skák sem fór fram nýlega. Árangurinn var glæsilegur því allar sveitirnar unnu í sínum styrkleikaflokki. A-sveit Melaskóla varð Íslandsmeistari, þá sveit skipuðu Funi Jónsson, Hugi Vilmundur Arnarsson, Kári Nikulásson og Dagur Ari Magnússon. B-sveit Mela- skóla varð sigurvegari B-sveita, þá sveit skipuðu Nam Quoc Nguyen, Hafþór Vignisson, Breki Ragnarsson og Þröstur Ragnarson. C-sveit Melaskóla var sigurvegari C-sveita, þá sveit skipuðu Sigurður Torfi Magnús son, Rakshat Murali Krishna, Frímann Galdur Ólafsson og Vilhjálmur Ari Kristjánsson. Nam Nguyen í B-sveitinni fékk borðaverðlaun fyrir góðan árang ur á 1. borði. Kári Nikulásson í A-sveitinni fékk borðaverðalaun fyrir góðan árangur á 3. borði. Vignir Hafþórsson sá um halda vel utan um skáksveitirnar og Oddgeir Ágúst Ottesen hjá skákdeild KR sá um að þjálfa flesta meðlimi þeirra. Glæsilegur árangur Melaskóla Ánægðir keppendur Melaskóla með verðlaunabikara. Risa feluleikur í Vesturbæjarskóla Nemendur Vesturbæjarskóla skelltu sér í einn risa stóran feluleik á gögunum þar sem börnin fengu að fela sig út um allan skóla og kennararnir þurftu að leita að þeim. Þetta var hugmynd frá nemanda í skólanum sem kom upp úr hugmyndakassanum sem efnt var til. Ákveðið var að prófa hugmyndinni og gekk það mjög vel vel. Allir skemmtu sér og bros mátti sjá á hverju andliti þar sem örnin fundu sér hina ýmsu felustaði. Á þemadögum í Grandaskóla var unnið með sjálf­ styrkingu og forvarnir gegn ofbeldi. Nemendur fengu fræðslu miðað við sinn aldur að hluta til og voru þá í sínum bekk eða hóp. Síðan var brotið upp og blandað þvert á aldur í öðrum verkefnum. Verkefnin voru mismunandi þar á meðal að gera sjálfsmynd, gogg, klípusögu og hreyfing. Kennarar skólans fengu nýlega fræðslu um forvarnir þar sem sjónum var einkum beint að kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi. Rætt var um viðbrögð ef slíkt kemur upp og einnig var farið yfir viðbragðsáætlun Grandaskóla. Nemendur nálguðust viðfangsefni þemadaganna með ýmsum hætti eins og sjá má. Sjálfstyrking á þema- dögum í Grandaskóla Eins og sjá má skorti ekki hugmyndir um felustaði. - á Íslandsmóti barnaskólasveita í skák Þemadagar og páskaundir búningur í Landakotsskóla Nemendur Landakotsskóla létu sitt ekki eftir liggja á þemadögum sem haldnir voru í skólanum fyrir páska. Nemendur unnu að fjölbreyttum verkefnum og má sjá afrakstur þeirrar vinnu á göngum og veggjum skólans. Páskarnir voru inn í myndinni og bjuggu nemendur til páskaunga eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.