Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Blaðsíða 14

Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið APRÍL 2023 Samstarfshópur um forvarnir Veiðikortið.is Veiðikortið í símann! 8.900 kr. 37 vatnasvæði vefverslun.veidikortid.is Friður og fjölmenning var yfirskrift þáttar sem framleiddur var af Fríkirkjunni í Reykjavík og síðan sýndur á Stöð 2 og Vísi. Í þættinum báðu gestir frá ólíkum trúfélögum fyrir friði og tónlistarkonan Una Torfadóttir kom fram ásamt tónlistarfólki Fríkirkjunnar. Fríkirkjan hefur alla tíð haft sérstöðu. Þegar hún var stofnuð fyrir rúmum 120 árum varð hún sem nýtt lýðræðisafl í samfélaginu og hefur alla tíð verið íslensk grasrótar hreyfing. Fríkirkjan var stofnuð af íslenskri alþýðu en ekki af goðum eða höfðingjum erlends eða inn lendu ríkisvaldi. Fjölskyldur iðnaðarmanna voru í fararbroddi við stofnun Fríkirkjunnar en aðrar starfsstéttir einkum sjómenn og bændur utan af landi sem voru þá að flytja til bæjarins lögðu hönd á plóg. Fríkirkjan hefur frá upphafi verið helguð mannréttindabaráttu þar sem víðari sýn, kvenréttindi og almennt umburðarlyndi voru höfð að leiðarljósi. Þegar Frí kirkjan var stofnuð höfðu konur ekki kosninga­ rétt og takmarkaða möguleika til menntunar. Séra Ólafur Ólafsson annar prestur Fríkirkjunnar var framfarasinnaður jafn réttismaður. Hann var á sínum tíma einn fremsti baráttumaður fyrir frelsi og almennum mannréttindum kvenna. Verkefnin í anda stofnenda Fríkirkjunnar eru enn næg. Í dag er fjölmenning stóra verkefni 21. aldar og friður byggir á gagnkvæmri virðingu á milli menningarheima og trúarbragða. Fríkirkjan vill leggja lóir á vogarskálarnar í þá átt og það var erindi hennar í fyrr greindum þætti. Í þættinum fluttu prestar kirkjunnar þeir Hjörtur Magni Jóhannsson og Sigurvin Lárus Jónsson hugleiðingar um efnið. Erlendir aðilar frá hinum ýmsu trúfélögum komu einnig fram. Þau voru María Solop – kona frá Úkraínu sem flúði heimili sitt fyrir ári síðan þegar átökin brutust út og flutti bæn á Úkraínsku. Muhammed Emin Kizilkaya sem er múslimi flutti bæn fyrir friði bæði á íslensku og arabísku. Shilpa Khatri Babbar er hindúi frá Indlandi en hann er gestafyrirlesari við HÍ (Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur). Hann flutti bæn á Hindí. Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði Ásatrúarfélagsins og Hjördís Kristinsdóttir svæðis foringi og flokksleiðtogi Hjálp ræðishersins í Reykjavík töluðu einnig fyrir hönd sinna safnaða. Friður og fjölmenning í Fríkirkjunni Sigurvin Lárus Jónsson og Hjörtur Magni Jóhannsson prestar Fríkirkjunnar. pingpong.is - Síðumúla 35 (að aftanverðu) - S: 568 3920 / 897 1715 San Jose Verð: 66.700 kr. Tucson Verð: 36.300 kr. Körfuboltastandar AUGLÝSINGASÍMI: 511 1188

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.