Vesturbæjarblaðið - apr. 2023, Blaðsíða 9
9VesturbæjarblaðiðAPRÍL 2023
Þann 10. maí nk. verða 83 ár
liðin frá því að þrjú bresk herskip
1940 komu til Reykjavíkur og
lögðust að br ygg ju. Bresku
hermennirnir gengu á land og
gáfu út tilkynningu um að þeir
væri komnir til að verja landið
gegn innrás Þjóðverja og báðu um
vinsamlegar móttökur.
Fjöldi Reykjavíkurbúa fór niður
að höfn til að fylgjast með þessum
nýju gestum. Mörgum mun hafa
létt þegar ljóst var að um breska
hermenn væri að ræða en ekki
þýska enda heimsstyrjöld í fullum
gangi. Lítið var um mótmæli. Land
inn virtist nokkuð ánægður með
þessa sendingu þótt sumir væru
óhressir með hversu nær göngular
sumar íslensku stelpnanna voru
við hermennina. Í Alþýðublaðinu
var varað við þessari hættu og
hvatt til þess að lögreglan fengi
aukið vald til þess að bregðast við
henni. Magnús Erlendsson fyrrum
framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
á Seltjarnarnesi man þessa þessa
atburði vel enda er hann á 93.
Magnús er Reykvíkingur að ætt
og uppruna. Fæddur á Njálsgötu
10 klukkan tíu árdegis þann 10
maí 1930. Hann sagði í viðtali við
Nesfréttir fyrir skömmu 10. maí 1944
vera merkisdag fyrir margra hluta
sakir. Þar vísaði hann meðal annars
til þess að Bretar gengu hér á land
og hersettu landið 10 maí 1944.
Magnús tengist Bretlandi. Hann
sótti þangað nám sem ungur maður
á þeim tíma sem fátíðara var en í
dag að menn færu til náms erlendis.
Hann fékk áhuga á Winston
Churchill, stjórnmála manninum
sem stýrði Bretlandi á tíma annarrar
heimsstyrjaldarinnar sem jafnan
hefur verið kölluð hin síðari og er
enn þann dag í dag einn þekktasti
stjórnmálamaður heimsveldisins
breska. Magnús á fjölda bóka um
Churchill og tímabil hans í breskum
stjórnmálum og átti um tíma í
bréfasambandi við yngstu dóttur
hans Mary Soames. Hann nefndi
börn hans Randolp, Söru, Margot,
Dianu og Mary. Kann sögu þeirra
sem sum er þyrnum stráð einkum
vegna alkóhólisma og of langt yrði
að rekja hér. Þeim fer fækkandi
sem muna komu breska hersins og
hersetuárin sem settu mikinn svip á
íslenskt samfélag.
Hersveit í Reykjavíkurhöfn. Þessi mynd er líklega tekin í Slippnum í Reykjavíkurhöfn. Bresk herdeild á
mótorhjólum til í slaginn við ysta haf sem reyndar aldrei kom sem því til sem betur fer.
83 ár frá því
að Bretar komu
Magnús Erlendsson heima í stofu
við Sævargarða á Seltjarnarnesi.
KLAPPARSTÍG 29ÍSLENSK HÖNNUN
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Netverslun:
systrasamlagid.is