Vesturbæjarblaðið - feb. 2023, Blaðsíða 2
2 Vesturbæjarblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími: 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Póstdreifing ehf.
2. tbl. 26. árgangur
Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í póstnúmerum 107, 102 og 101.
Tímamót urðu hjá KR í liðinni viku. Félagið varð 124 ára. Þótt
ártalið feli ekki stór tímamót í sér þá er fleira að gerast hjá
félaginu um þessar mundir.
Nú sér undir lok á löngu og miklu undirbúningsferli að breyttri
og stórbættri að stöðu hjá KR-ingum. Gera má ráð fyrir að
framkvæmdir hefjist innan tíðar.
Með þeim framkvæmdum sem eru fyrirhugaðar verður
gjörbylting á starfsaðstöðu KR. Hún hefur verið bágborin þar
sem fátt hefur verið endurnýjað eða byggt í fjölda ár.
Gengi KR á íþróttasviðinu mætti vera betra en það hefur reynst
vera að undanförnu. Kunnugir telja að aðstöðuleysið geti átt
sinn þátt í því.
Fagna ber þeirri ákvörðun að nútímavæða rekstrargrundvöll
félagsins. Bygging íbúðarhúsnæðis og þjónusturýma í
tengslum við ný íþrótta- og félagsmannvirki er liður í því.
Á þeirri einni og kvartöld sem félagið hefur starfað hefur það
verið driffjöður í íþróttalífi Vesturbæjarins.
Margt fólk hefur alist upp innan félagsins sem skipað hefur
stóran sess í lífi þess. Einu sinni KR-ingur ætíð KR-ingur
hefur oft verið sagt og rætt fyrir munn margra.
Með þeirri uppbyggingu sem nú er við bæjardyrnar
mun framtíð þess starfs verða tryggð um framtíð.
KR-ingar geta fagnað.
Tryggt til framtíðar
FEBRÚAR 2023
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Lokið er við að endurgera Sjálfstæðishúsið eða
Sigtún og Nasa við Austurvöll eins og húsið hét síðar
en það var upphaflega byggt 1878 sem kvennaskóli.
Burðarvirki þess var endurbætt en klæðningin er
að mestu upprunaleg. Húsinu var lyft, kjallarinn
dýpkaður var hlaðinn sökkull undir því tekinn og
síðan endurraðað nákvæmlega eins aftur.
Salurinn sem áður hýsti Sjálfstæðishúsið og síðar
Sigtún og Nasa var færður niður um eina hæð og er
gengið inn á palli fyrir ofan. Salurinn var einnig
endurbyggður þar sem stuðst var við þann búning sem
Sjálfstæðishúsið var í. Salurinn stendur á púðum inn í
heildarmannvirki og því raunverulega hljóðeinangraður
til að ómur af tónist trufli ekki gesti nærliggjandi
hótels. Salurinn er friðaður og öll skilyrði varðandi
friðun voru uppfyllt.
Svona sjá arkitektar fyrir sér að verði umhorfs í endurgerðum sal.
Mynd THG Arkitektar.
Sjálfstæðishúsið við
Austurvöll endurgert
Eigendur Einimels 18, 24 og 26 munu greiða að
meðaltali 67.897 krónur á fermetra til borgarinnar
fyrir stækkun á lóðum þeirra við Sundlaugartún.
Áætlað er að borgin fái samtals um sextán milljónir
í sinn hlut í viðskiptunum. Þetta kemur fram í
fylgiskjölum með þar sem tillaga að deiliskipulagi
umræddra fasteigna var tekin fyrir og samþykkt.
Deiliskipulaginu er ætlað að leysa úr langvarandi
deilum um eignarhald á túninu. Á sínum tíma reistu
eigendur húsa við Einimel 22 til 26 girðingu við lóðir
sínar sem ganga að verulegu leyti inn á almannarými.
Borgarstjórn hefur sætt gagnrýni vegna ábendinga
um að lóðarhafar einbýlishúsa að Einimel 22, 24 og 26
hafi teygt lóðir sínar í leyfisleysi út á túnið og sett upp
girðingar. Voru þá uppi ásakanir um að borgin hefði í
reynd gefið þessum lóðareigendum stóra landeign án
endurgjalds. Í hinu nýja deiliskipulagi er um að ræða
lausn á áralöngum deilum. Deiliskipulagið felur í sér
að eigendum einbýlishúsa við Einimel 18 til 26 er boðið
að kaupa hluta af því svæði sem um ræðir og lóðirnar
stækkaðar til samræmis við það. Lóðarhafar Einimels
18, 24 og 26 hafa gengið að tilboði Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt skipulagstillögunni sem samþykkt hefur
verið verður þeim heimilt að færa gildandi lóðamörk
út um allt að 3,1 metra. Samhliða því verður
girðing sem stendur lengra inn á borgarlandið, eða
allt að 14 metrum, fjarlægð.
Hjólavöllur á Sundlaugartúninu. Til hægri má sjá girðinguna sem stúkað hefur af hluta af borgarlandinu á
túninu. Þessi girðing verður fjarlægð.
Borgin fær tæpar 68 þúsund
krónur fyrir fermetrann
Einimelslóðirnar