Vesturbæjarblaðið - feb. 2023, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið FEBRÚAR 2023
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Veitingastaðurinn Indican opnaði fyrir liðin áramót veitingastað
við Hagamel þar sem Plúto Pizza var áður, þar áður fiskbúð og
bókaverslunin Úlfarsfell á fyrri tíð. Útibú veitingastaðarins Indican
í Mathöll Höfða lokaði í mars síðastliðnum og fóru eigendur að leita
að nýjum stað.
Indican við Hagamel er einknum hverfisstaður hugsaður til að þjóna
einkum Vesturbæingum og Seltirningum og þeim sem þar búa. Nýir
réttir eru á matseðlinum og ný staðsetning opnar fjölda möguleika.
Rúm er fyrir þennan mat á markaðnum og því tækifæri í framtíðinni en
til að gera meira.
Indican á
Hagamelnum
Erlingur Guðleifsson hefur verið
ráðinn til starfa til að efla miðlun
vísinda- og tækniþekkingar frá
Íslandi til Alaska á sviði sjávar-
útvegs, orkumála og nýsköpunar.
Erlingur hefur verið hluti af ráð-
gjafateymi Sjávarklasans frá árinu
2018 og í hans nýja starfi mun
hann hafa aðsetur í Húsi sjávar-
klasans í Örfirisey. Erlingur hefur
víðtæka reynslu og þekkingu á
sviði fullnýtingar sjávarafurða
og nýsköpunar.
Sjávarklasinn hefur um árabil
átt náið samstarf við Alaskafylki
í Banda ríkjunum en einn fyrsti
dóttur klasi Sjávarklasans, sem
settur var upp utan íslands, var
einmitt Alaska Ocean Cluster.
Árið 2019 undirrituðu Íslenski
sjávarklasinn og þáverandi
stjórnandi Alaska Ocean Cluster,
Justin Sternberg, undir vilja
yfirlýsingu um frekara samstarf
milli þessara klasa. Það hefur leitt
til þessa samstarfs. UAF er fyrsti
bandaríski háskólinn sem formlega
hefur störf innan veggja Íslenska
sjávarklasans. Háskólinn í Alaska
Fairbanks er mjög framarlega
á sviði norðurslóðarannsókna,
sjávarlíffræði og þróun orkuinnviða
fyrir dreifbýl svæði. Með
ráðningunni hyggst UAF styrkja
sig enn frekar á sviði orkumála og
málefnum bláa hagkerfisins.
Erlingur Guðleifsson til
starfa hjá Sjávarklasanum
Erlingur Guðleifsson mun vinna að orkumálum og styrkingu bláa
hagkerfisins.
Indican er á Hagamelnum á horninu á Hagamel og Kaplaskjólsvegi.
Vetrarhlé stendur yfir á fram-
kvæmdum umhverfis Hlemm
eða annars vegar á Rauðarárstíg
norður og hins vegar frá Hlemmi
að Snorrabraut. Vinnu við fráveitu
og vatnsveitu að mestu lokið í
Rauðarárstíg og búið að fylla aftur
upp í skurði. Stefnt er að því hefja
vinnu aftur við Rauðarárstíg um
mánaðamót febrúar og mars.
Við Laugaveg er lagningu fráveitu
að mestu lokið, einnig er búið að
steypa undirstöður fyrir stál strúktur
um miðbik götunnar. Næstu verk
liðir þar eru lagning hitaveitu og
rafmagns. Stálstrúkturinn tengist
blágrænum ofanvatnslausnum á
svæðinu en þeim er ætlað að létta
á veitukerfi borgarinnar. Regnvatn
mun nýtast í gróðurbeðunum
og minnka álag á veitukerfið á
svæðinu. Þannig nýtist regn vatnið
og verkefnið verður sjálfbært. Gert
er ráð fyrir að Hlemmtorg geti
kallast á við Lækjartorg. Gert er ráð
fyrir að koma upp sviði á Hlemm
torgi þannig fyrir að Hlemmur geti
orðið upphafsstaður skrúðganga í
miðbænum sem myndu svo enda
á Lækjartorgi, Austurvelli eða
Ingólfs torgi. Sennilega verður
hægt að ráðast í framkvæmdir
á sjálfu Hlemm torgi árið 2024 en
framkvæmdum mun endanlega
ljúka þegar Borgarlínan rennur í
gegnum svæðið.
Vetrarhlé en fram-
kvæmdum miðar vel
Framkvæmdir við Hlemm eru í vetrarhléi en óvenju snjóþungt hefur
verið að sem af er ári. Vinna mun hefjast að nýju í byrjun mars.
Hlemmur
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Erum að taka upp nýjar vörur
VOR 2023
„Takk fyrir að sýna
okkur að krabbamein
er ekki dauðadómur“
Kolluna upp
fyrir Huldu!
lifidernuna.is