Feykir


Feykir - 12.01.2022, Blaðsíða 5

Feykir - 12.01.2022, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Subway-deildin | Þór Ak – Tindastóll 91–103 Það er gott að vinna Tindastólsmenn settu í fjórða gírinn sl. mánudag og brunuðu yfir Öxnadals- heiðina alla leið til Akureyrar þar sem íþróttakarl Þórs, Ragnar Ágústsson, og félagar hans biðu spenntir eftir Stólunum. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir á dögunum og lögðu jójólið Grinda- víkur óvænt í parket og náðu þar sínum fyrsta sigri í vetur. Þeir ætluðu væntanlega að endurtaka leikinn í fyrrakvöld en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn var spennandi og baráttan í algleymingi eins og í sönnum grannaslag en Stólarnir náðu vopnum sínum þegar á leið og hleyptu heimamönnum ekki inn í leikinn á lokakaflanum. Lokatölur 91-103. Tindastólsmenn hófu leikinn af krafti og komust í 5-12 eftir þrist frá Arnari eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Heimamenn í Þór snéru leiknum sér í vil og komust yfir 15-14 þremur mínútum síðar. Þeir höfðu síðan frumkvæðið það sem eftir lifði fyrsta leikhluta og leiddu 26-22 að honum loknum. Bess, sem átti góðan leik, minnkaði muninn í eitt stig snemma í öðrum leikhluta og kom síðan Stólunum yfir, 31-32. Leikurinn var í járnum fram að hléi og liðin skiptust á um að hafa forystuna en Skagfirðingarnir voru einu stigi yfir í hálfleik, 46-47, eftir að Taiwo, sem sömuleiðis átti hörkuleik, setti niður eitt víti. Þórsarar höfðu undirtökin fyrstu fimm mínútur þriðja leikhluta en munurinn yfirleitt eitt til fjögur stig. Bess jafnaði leikinn 61-61 og í kjölfarið kom þristur frá Arnari og frumkvæðið færðist yfir til gestanna. Bess sá til þess að Stólarnir héldu forystunni með tveimur þristum. Ragnar Ágústs minnkaði muninn í 68-70 fyrir sína menn í Þór þegar um hálf mínúta var eftir af þriðja en Viðar bróðir hans svaraði með þristi. Pétur náði í framhaldinu að stela boltanum af Keely og átti síðan stoðara á Bess sem negldi niður þristi rétt fyrir lok þriðja leikhluta og staðan skyndilega orðin 68-76. Taiwo jók muninn í tíu stig snemma í lokafjórðungnum og hann var drjúgur fyrir Stólana Taiwo Badmus var öflugur í leiknum gegn Þór. MYND: HJALTI ÁRNA Körfuknattleiksdeild Tindastóls Ingigerður til liðs við Stólastúlkur Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Ingigerður Hjartardóttir hafi gengið til liðs við kvennalið mfl.Tindastóls. Ingigerður kemur frá Snæfelli, þar sem hún spilaði upp alla yngri flokkana. Hún hefur verið í 16 manna landsliðshópi U16 og er í dag í úrtaki fyrir u18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul. Tindastóll fagnar því að ungur og efnilegur leikmaður gangi til liðs við félagið og ljóst að koma Ingigerðar mun styrkja hópinn fyrir seinni hluta tímabilsins. Dagur Baldvins og Ingigerður handsala samninginn. MYND AF NETINU á þessum kafla. Þórsarar komu muninum niður í sex stig, 79-85, þegar rúmar sex mínútur voru eftir en stuttu síðar fékk Dúi Jóns dæmt á sig tæknivíti og þar sem hann hafði áður fengið dæmda á sig óíþróttamannslega villu var honum vikið út úr húsi - og krækti í annað tæknivíti fyrir sitt lið á leiðinni út! Bess skilaði vítunum rétta leið og Stólarnir náðu fljótlega að auka muninn í 14 stig. Þórsarar gáfust ekki upp en lið Tindastóls var ekkert á þeim buxunum að leggjast í lazyboyinn og hleypa heimamönnum í nammipokann – sigldu bara einbeittir mikilvægum mórölskum sigri í örugga höfn. Þórsarar tóku örlítið fleiri skot í leiknum og fráköstuðu betur (46/39) auk þess sem þeir fengu talsvert fleiri villur (27/19) og komust gestirnir því töluvert oftar á vítalínuna. Í liði Tindastóls var Taiwo í stuði og gerði 30 stig, tók sjö fráköst og fiskaði tíu villur á Þórsarana. Bess var stigahæstur með 34 stig og hann skilaði sömuleiðis sjö fráköstum. Sigtryggur Arnar gerði 15 stig og átti sjö stoðsendingar og þá gerði Pétur sjö stig, tók sjö fráköst og átti ellefu stoðsendingar. Í liði Þórs voru Atle Ndiaye og Reginald Keely stigahæstir með 32 og 24 stig en Keely hirti einnig 14 fráköst. Nú á föstudaginn halda Stólarnir að Hlíðarenda þar sem lundléttir Valsmenn bíða eftir þeim en svo fáum við loks heimaleik 20. janúar. Þá koma KR- ingar norður í Síkið. /ÓAB Covid setur nú strik í reikninginn í körfu- boltanum en lið Tindastóls átti að spila um síð- ustu helgi en leiknum var frestað. Miðað við upplýsingar á heimasíðu KKÍ er næsti leikur stúlknanna ekki fyrr en 19. janúar en þá mæta Stólastúlkur liði ÍR í Breiðholtinu. /ÓAB Kormákur Hvöt Arnór áfram í 3. deildinni „Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum að góðu einu kunnur. Í tilkynningunni segir að skagfirski Húnvetningurinn, Arnór Guðjónsson, hafi söðl- að um og njóti nú útsýnis- ins vestan megin Þverárfjalls. Arnór spilaði með Kormáki Hvöt sumrin 2018 og 2019 og tekur nú slaginn á ný með Húnvetningum í 3. deildinni eftir að hafa spilað tvö síðustu sumur með liði Tindastóls í sömu deild. „Arnór er miðjumaður með næmt auga fyrir spili og fellur því vel inn í hópinn, enda nóg um næm augu í leikmannahópnum. Hjartan- lega velkominn í bleikt Arnór!“ segir í skeyti Hún- vetninga. /PF Guddy leggur upp síðasta mark Tindastóls á heimavelli í 3. deildinni síðasta sumar; lagði hann snyrtilega á Jóhann Daða sem dúndraði í markið. MYND: ÓAB Knattspyrnudeild Tindastóls Sextán sömdu við Stólana Sextán leikmenn skrifuðu undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls í síðastliðinni viku. Undirrit- unin fór fram í vallarhúsinu á Króknum áður en leikmenn héldu á æfingu en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. „Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson (Donni), aðal- þjálfari meistaraflokka Tinda- stóls og yfirmaður knatt- spyrnumála hjá félaginu. Leikmennirnir sem skrif- uðu undir eru: Anton Helgi Jóhannsson, Arnar Ólafsson, Benedikt Kári Gröndal, Bragi Skúlason, Einar Ísfjörð Sigur- pálsson, Emil Óli Pétursson, Eysteinn Ívar Guðbrandsson, Hólmar Daði Skúlason, Ísak Sigurjónsson, Jóhann Daði Gíslason, Jón Gísli Stefánsson, Jónas Aron Ólafsson, Kristó- fer Rúnar Yngvason, Sigurður Pétur Stefánsson, Svend Emil Busk Friðriksson og Sverrir Hrafn Friðriksson. Sjá nánar á Feykir.is. /ÓAB Fríður hópur undirskrifara ásamt Donna þjálfara. MYND: TINDASTÓLL.IS 02/2022 5

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.