Feykir


Feykir - 02.02.2022, Page 9

Feykir - 02.02.2022, Page 9
Kormákur Hvöt Pepelu passar markið í 3. deildinni í sumar Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar heldur áfram að safna liði til að styðja við markmið liðsins í sumar en framundan er spennandi sumar í nýrri deild og sem nýliðar í stóru tjörninni er ljóst að sú vegferð hefst aftast á vellinum, segir í tilkynningu frá ráðinu. „Það er því með mikilli ánægju að tilkynna að José Luis Villar Alcaniz, sem gengur undir vinnuheitinu Pepelu, hefur ákveðið að slá til og verja mark Húnvetninga í sumar. Pepelu þessi er hokinn af reynslu í faginu og hefur spilað í b-deild Spánar auk mýgrútar leikja í þriðju efstu deild, svo hér eru á ferðinni löðrandi gæði! Pepelu kemur til okkar frá Cartagena í Múrsíuhéraði. Velkominn í bleikt Pepelu!“ /PF Eða bara Pepelu. Kjarnafæðismótið í knattspyrnu Stuð á Stólunum þegar þeir mættu KA3 Lið Tindastóls lék þriðja leik sinn í B-deild Kjarnafæðis- mótsins sl. miðvikudag þegar þeir mættu liði KA3 á KA-vellinum. Illa gekk að skora framan af leik en síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks reyndust Stólunum gjöfular en þá gerðu strákarnir út um leikinn með fjórum mörkum. Lokatölur leiksins voru 6-1 og lið Tindastóls með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Það var Benedikt Kári Gröndal sem opnaði marka- reikninginn með marki á 38. mínútu og tveimur mínútum síðar bætti Konni (bróðir Donna) við öðru marki. Jónas Aron gerði þriðja markið á markamínútunni alræmdu (43) og Bragi Skúla sprautaði glassúrnum yfir góðan kafla Stólanna með marki á 45. mínútu. Markamaskínan Jóhann Daði (!) bætti við fimmta marki Stólanna á 55. mínútu en á 77. mínútu lagaði Breki Baldursson stöðuna fyrir Akureyringa. Jón Gísli Stefánsson átti þó síðasta orðið í leiknum og kórónaði góðan sigur Stólanna með marki á 81. mínútu. Tindastóll og Hamrarnir eru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum og eiga eftir að mæstast í úr- slitlaeik en leik liðanna var frestað í janúar. Hann verður spilaður nk. föstudag ef allt gengur að óskum. /ÓAB ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F Mjólkursamlag KS Skagfirðingabraut 51 Sauðárkróki Sími 455 4600 www.ks.is Skagfirskir gæðaostar Goðdalir eru heitið á gæðaostunum Feyki, eldri bróður hans Feyki 24+, Gretti, Reyki og Vesturós. Hver um sig kinkar kolli til Skagafjarðar á sinn einstaka hátt. Jóhann Daði skorar í fyrra. MYND: ÓAB Körfubolti Þráfelldar frestanir Það gengur brösuglega fyrir Stólana að spila leiki sína í Subway-deildinni í körfubolta og er þar Covid hinn eini sanni sökudólgur. Leikjum var frestað í kringum áramótin en svo spiluðu strákarnir tvo leiki um miðjan janúar áður en veiran poppaði upp að nýju og hefur nú þremur síðustu leikjum Stólanna verið frestað. Liðið hefur nú aðeins spilað tvo leiki á síðustu sex vikum; unnu Þór á Akureyri en féllu fyrir Vals- mönnum í höfuðborginni. Gárungarnir vilja reyndar meina að Stólunum hafi sjaldan gengið jafn vel í janúar og nú en janúar mánuður hefur alla jafna dregið fá stig í Stólahús og hafa menn þá helst kennt gómsætri jólasteikinni um. Ef Covid lofar þá mæta strákarnir liði Grindavíkur suður með sjó annað kvöld en á laugardag eiga Stólastúlkur heimaleik gegn Stjörnunni. /ÓAB 05/2022 9

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.