Feykir - 16.02.2022, Page 9
Endurnýjun í skipaflotanum hefur þau meginmarkmið að auka veiðigetu, bæta
umhverfisþætti og efla öryggi skipverja. Frá vinstri: Bjarni Jóhannesson, Þiðrik Unason,
Guðmundur Sveinsson, Óskar Páll Ágústsson. Ljósm. Davíð Már Sigurðsson.
Nýtt frystihús mun bæði auka afköst vinnslunnar og bæti vinnuumhverfi starfsfólksins.
Frá vinstri: Jevgenija Zlotnikova, Kristrún María Magnúsdóttir og Hólmfríður Sylvía
Björnsdóttir. Ljósm. Davíð Már Sigurðsson.
undan. Þau skipti ekki einungis
máli fyrir FISK Seafood heldur
allt samfélagið hér á Sauðárkróki
og í Skagafirði. Hann segir
fyrirhugaða skuldsetningu
vegna þeirra framkvæmda í
lágmarki. „Okkur hefur gengið
afskaplega vel og árlegur
hagnaður FISK Seafood og
dótturfélaga frá rekstri hefur
numið ríflega þremur
milljörðum króna að meðaltali
síðustu þrjú árin. Fyrir vikið er
eigið fé FISK Seafood orðið um
35 milljarðar króna og í því er
auðvitað mikill styrkur fólginn.
Við höfum afl til þess að fara í
stór og smá verkefni án þess að
stofna til mikilla skulda og það
greiðir að sjálfsögðu leiðina
fyrir okkur að nýjum
sóknarfærum til aukinnar
verðmætasköpunar,“ segir
Friðbjörn og er augljóslega
bæði sáttur við árangurinn og
staðráðinn í að halda upp-
byggingunni áfram.
„Stærstu verkefnin okkar
næstu misserin og árin eru
annars vegar bygging þess sem
við köllum „frystihús fram-
tíðarinnar“ á hafnarsvæði okkar
og hins vegar endurnýjun í
togaraflotanum,“ segir Frið-
björn. „Nýtt frystihús mun
bæði auka gæði vinnslunnar til
muna og jafnframt lækka
tilkostnaðinn og skipta þannig
miklu máli fyrir samkeppnis-
hæfni FISK Seafood á
alþjóðlegum mörkuðum. Ný-
smíði togara sem mætir öllum
ströngustu nútímakröfum á
sviði öryggismála, umhverfis-
þátta og afkastagetu, m.a. með
því að veiða í tvö troll í stað eins,
er sömuleiðis ávísun á mikla
hagræðingu og um leið sterkari
stöðu á heimsmarkaðnum sem
við keppum á alla daga.“
Á loftmynd sem hér er birt
má sjá hvernig frystihúsinu er
komið fyrir í stað fjölmargra
eldri og smærri bygginga sem
e.t.v. má segja að skilað hafi sínu
eftir langa og mikla notkun.
Sveitarfélagið hefur samþykkt
þessar fyrirhuguðu fram-
kvæmdir og sömuleiðis tekið að
sér samskiptin við ríkisvaldið til
þess að leysa úr þeim hús-
næðisvanda Hólaskóla sem
skapast þegar núverandi
aðstaða hans í húsakynnum
FISK Seafood víkur fyrir þessari
stóru nýbyggingu. Félagið hefur
hýst hluta af starfsemi skólans í
langan tíma en samningar þar
að lútandi hafa engir verið í
mörg ár og segir Friðbjörn að
nú verði opinberir aðilar
einfaldlega að taka við þessu
kefli. Lengur verði því ekki
frestað að endurskipuleggja og
byggja upp á þessu svæði.
Nýja frystihúsið nýtir ekki
einasta öll nýjustu hagræðingar-
tækifæri til hins ýtrasta heldur
gjörbreytir það vinnuumhverfi
starfsfólksins. „Vinnustaðurinn
verður á margan hátt betri,“
segir Friðbjörn. „Flæðið verður
hraðara og kuldinn við færi-
böndin getur því minnkað,
störfin verða léttari og þungur
burður minni, öll ytri umgjörð
batnar til muna og áfram mætti
lengi telja. Sömu sjónarmið eru
að baki endurnýjun í skipa-
flotanum. Fyrir utan alls kyns
hagkvæmnisástæður eru öryggi
og aðbúnaður áhafna þar í
fyrirrúmi. Leiðin að fyrsta
flokks starfsfólki er að vera
fyrsta flokks vinnustaður. Við
viljum vera það.“
Uppbyggingin forsenda
samkeppnishæfni
Friðbjörn lítur ánægður um öxl
og einbeittur fram á veginn.
„Við höfum fjárfest í
auknumumsvifum, lagt niður
óarðbær verkefni á borð við
bleikjueldið á Hólum og í
Þorlákshöfn, dregið okkur út úr
rækjuvinnslu í Grundarfirði,
losað um eignarhald ýmissa
mannvirkja til þess að koma
þeim í arðbæra endurnýjun
lífdaga, m.a. á Hofsósi og
Skagaströnd, og gert fjölmargar
breytingar til framfara í
stjórnunarháttum fyrirtækisins.
Forsenda velgengni er
samkeppnishæfni og lykillinn
að henni eru stöðugar framfarir
og endurbætur,“ segir
Friðbjörn. „Uppbyggingin er
fjárfesting í framtíð þar sem við
þurfum alla daga að standa
jafnfætis alþjóðlegum risa-
fyrirtækjum og megum aldrei
dragast aftur úr.“
Friðbjörn segir það í senn
mikilvægt að einbeita sér að
þeim þáttum sem FISK Seafood
hafi mikla þekkingu á en að
hafa jafnframt ekki öll eggin í
sömu körfunni. „Við erum t.d.
ekki í uppsjávarfiski eins og
loðnu, síld og makríl en
tengjumst þeim geira m.a. í
gegnum þriðjungs eignarhlut
okkar í Vinnslustöðinni í Vest-
mannaeyjum. Mér finnst sú
fjárfesting okkar vera vel
heppnuð. Sama gildir um
sölumálin. Enda þótt við
sinnum þeim sjálf í talsverðum
mæli til viðbótar við veiðar
okkar og vinnslu tengjumst við í
gegnum tíu prósenta eignarhald
okkar öflugu alþjóðlegu sölu-
neti, Iceland Seafood Inter-
national, og umtalsverð
viðskipti þar í gegn hafa skipt
okkur miklu máli.“
Í grunninn byggist allur
rekstur FISK Seafood á fisk-
veiðum og um leið fiskveiði-
heimildum. Í þeim hefur félagið
fjárfest markvisst og af meira
afli en nokkru sinni fyrr á allra
síðustu árum. „Við jukum
verulega við kvótaeign okkar á
árinu 2020 og bættum á síðasta
ári enn frekar í með því að færa
okkur í auknum mæli inn á
útgerð krókaaflamarksbáta og
vertíðarbáta“ segir Friðbjörn og
heldur áfram. „Stærstu skrefin í
þeim efnum voru kaup á
Ölduósi ehf. á Höfn í Hornafirði
og krókabáti félagsins sem nú
heitir því góða skagfirska nafni
Lundey SK-3, kaup á 60% hlut í
útgerð vertíðarbátsins Stein-
unnar SH-167 í Ólafsvík og nú
síðast leigu á útgerð Nesvers og
krókabátsins Tryggva Eðvarðs
SH-2. Kvóti þessara báta hefur
reynst afar mikilvægur í þeim
samdrætti sem orðið hefur í
veiðiheimildum togaranna. Það
var verulegt högg að fá
skerðingu upp á 2.637 tonn
þorskígilda hjá togurunum,
sem samsvarar um fimm vikna
veiði togara félagsins og sam-
bærilegu stoppi fiskvinnslna
vegna hráefnisskorts. Við
náðum hins vegar að koma með
krók á móti bragði ef svo má
segja með því að færa okkur
meira yfir í smærri bátana. Alls
eru aflaheimildir vertíðar- og
krókabátanna nú orðnar um
2.624 tonn þorskígilda eða
ríflega 11% af veiðiheimildum
FISK Seafood og um leið aukum
við öryggið í aðfangakeðjunni
talsvert. Svo er það auðvitað
bónus að krókabátarnir bæta
heilmiklu lífi við höfnina og um
leið í bæjarbraginn hér á
Sauðárkróki.“
Mikilvægt átak í innra
starfinu
Við höldum áfram að tala um
fjárfestingarverkefni FISK
Seafood og talið berst að
niðurrifi mannvirkja á Sandeyri
og framkvæmdum vegna nýs
fiskmarkaðar á Sauðárkróki.
„Fiskmarkaðurinn á vafalaust
eftir að setja sitt mark eins og
krókabátarnir, hafnarfram-
kvæmdirnar, endurnýjun
togaraflotans og margt fleira
sem sýnilegt verður alla daga, á
mannlífið í bænum. Það er
gaman að geta lagt mikið af
mörkum til ásýndar bæjarins en
ég verð líka að segja að það er
margt í innra starfi okkar sem
kannski er ósýnilegt en hefur
tekið miklum breytingum sem
skipta framtíðarrekstur okkar,
og um leið sveitarfélagsins,
miklu máli,“ segir Friðbjörn.
„Þar hef ég ekki síst í huga mikla
vinnu sem við höfum sett í
endurskipulagningu á ýmsum
þáttum í stjórnun félagsins,
svokallaða stjórnháttaryfir-
lýsingu, sem tók gildi sl. vor.
Hún er gríðarlega yfirgrips-
mikill og nákvæmur leiðarvísir
þar sem m.a. er tekið á jafn-
réttisáætlun og jafnlaunastefnu
okkar, persónuverndarstefnu,
öryggisstefnu, vinnuáætlun og
viðbragðaáætlun vegna eineltis,
kynferðislegu og kynbundnu
áreiti og ofbeldi, umhverfis-
stefnu og sjálfbærri nýtingu
fiskistofna, starfsreglum
stjórnar, innra eftirliti og
áhættustýringu o.m. fl.“
Friðbjörn er ánægður með
árin að baki og bjartsýnn á
framtíðina. „Við náðum að gera
sjóklárt, ef svo má segja, fyrir
Covidkreppuna og höfum heil-
mikið afl til þess að takast á við
framtíðina. Sauðárkrókur getur
líka styrkt sig verulega í
framtíðinni sem sjávarútvegs-
pláss og leiðandi höfn á
Norðurlandi. Fyrirhugaðar
stækkunarframkvæmdir,
varnargarðar og tilkoma
dráttarbátsins munu bæði
styrkja hafnarstarfsemina og
öryggismál hennar til mikilla
muna. Ég er viss um að í
sameiningu geta FISK Seafood,
Kaupfélagið og sveitarfélagið
lyft Grettistaki í verðmæta-
sköpun í sjávarútvegi héðan frá
Sauðárkróki og ég hlakka mikið
til þess að taka þátt í því
verkefni,“ segir Friðbjörn að
lokum.
07/2022 9