Feykir - 16.02.2022, Blaðsíða 11
Nú tekur Tón-lystin hús á Elvari
Loga Friðrikssyni (árgerð 1984),
tónlistarkennara við Tónlistarskóla
Austur-Húnvetninga, en hann býr á
Hvammstanga, starfar á Blönduósi og
Skagaströnd en er Skagfirðingur. Það
er varla hægt að tikka öllu betur í boxin
á Norðurlandi vestra.
„Ég er alinn upp í fallegustu sveit
landsins eða Lýtingsstaðahreppi hinum
forna. Í báðum ættum eru Lýtingar svo
langt sem elstu menn muna en móðir
mín er Lovísa Sveinsdóttir frá Varmalæk
og faðir er Friðrik Rúnar Friðriksson frá
Laugarhvammi. Á framhaldskólaárunum
kynntist ég heimasætu frá Grafarkoti í
Vestur-Húnavatnssýslu og við fluttum
saman í V-Hún fyrir einhverjum 15 árum
og eignuðumst tvö börn en hættum að
nenna að búa saman fyrir þremur árum og
erum í sitt hvoru húsinu á Hvammstanga,“
segir Elvar Logi.
Hann kennir á gítar, ukulele og bassa
en spilar undir fyrir söngnemendur á
gítar og píanó. Hann segir það hafa verið
sitt helsta afrek á tónlistarsviðinu að hafa
klárað framhaldsprófið í klassískum söng.
Nú nýverið var Elvar Logi á fullu með
Jólahúnum og þá voru örugglega margir
sem sáu kappann spilandi og syngjandi í
hreint ágætum þorrablótsþætti Lýtinga. En
vindum okkur í spurningarnar...
Hvaða lag varstu að hlusta á? Summer
of 69.
Uppáhalds tónlistartímabil? 80's.
Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun
þessa dagana? Tónlist með góðum
textum.
Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu
heimili? Amma var bara alltaf með Rás 1
og 2 í gangi en það var sungið mikið við
eldhúsborðið á Varmalæk og mjög oft sem
maður sofnaði við fallega raddaðan söng.
Lög með Ragnari Bjarna og Ellý Vilhjálms
heyrðust oft en svo bara margt mikið eldra
og mörg lög sem fáir kunna orðið í dag.
Hver var fyrsta platan/diskur-inn/
kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér?
Veit ekki af hverju en það var geisladiskur
með Sléttuúlfunum.
Hvaða græjur varstu þá með? Bara veit
það ekki.
Elvar Logi Friðriksson | tónlistarmaður
Hlustaði á Skref fyrir skref með ástarhjörtu í augunum
( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is
Hvert var fyrsta lagið sem þú manst
eftir að hafa fílað í botn? Ætli það hafi
ekki verið Skref fyrir skref með Eyjólfi
Kristjáns. Var ógurlega skotinn í stúlku í
sveitinni um tíma og hlustaði á þetta lag
með ástarhjörtu í augunum.
Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér
daginn? Held að ég geti ekki hlustað á
Last Christmas með Wham! nokkurn
tíman aftur og ég hata lagið Ef ég nenni
með Helga Björns.
Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað
læturðu hljóma í græjunum til að koma
öllum í stuð? París norðursins með Prins
Póló.
Þú vaknar í rólegheitum á sunnudags-
morgni, hvað viltu helst heyra? Mjög oft
fer hljómsveitin Nightwish í gang hjá mér.
Þú átt þess kost að fara hvert sem er
í heiminum og skella þér á tónleika.
Hvert færirðu, á hvaða tónleika og
hvern tækirðu með þér? Til Finnlands á
tónleika með finnsku rokkhljómsveitinni
Nightwish. Er svo heppinn að eiga
marga góða vini sem ég myndi vilja fara
með en ég myndi klárlega taka Múdda í
Laugarholti með mér. En Eyþór organisti
og vinnufélagi þyrfti sennilega að koma
líka þar sem við deilum þessum áhuga á
Nightwish.
Hvaða músík var helst blastað í bílnum
þegar þú varst nýkominn með bílpróf?
Nýjustu skífur Álftagerðisbræðra,
Metallica, Rammstein og Offspring.
Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt
um að vera eða haft mest áhrif á þig? Egill
Ólafs hefur alltaf verið í miklum metum hjá
mér. Ótrúlega fjölhæfur listamaður.
Hver er að þínu mati besta plata sem
gefin hefur verið út eða sú sem skiptir þig
mestu máli? Black Album með Metallica.
Sex vinsælustu lögin á Playlistanum
þínum?
Thunderstuck / AC DC
Du hast / Rammstein
This is Me / The Greatest Showman
Wish I Have An Angel / Nightwhish
Öldurót / Ásgeiri Trausti
Söknuður / Villi Vill
Elvar Logi Friðriksson með börnunum sínum. AÐSEND MYND
Vetrarmótaröð Þyts
Fleinn og Herdís Einars
sigruðu í gæðingatölti
Fyrsta mótið í Hestamannafélagsins í
Húnaþingi vestra var haldið í Þyts-
höllinni föstudagskvöldið 11. febrúar.
Keppt var í gæðingatölti og segir á
heimasíðu félagsins að þátttaka hafi
verið ágæt.
Úrslit urðu þau að Fleinn frá
Grafarkoti og Herdís Einarsdóttir
sigruðu í 1. flokki með einkunnina
8,550, Brynjar frá Syðri-Völlum og
Ingunn Reynisdóttir í 2. flokki með
8,583 og Óskar Einar Hallgrímsson og
Frosti frá Höfðabakka í 3. flokki með
einkunnina 8,342.
Í unglingaflokki báru þeir Indriði
Rökkvi Ragnarsson og Vídalín frá
Grafarkoti sigur úr bítum með
einkunnina 8,517 og Ayanna Manúela
Alves og Kiljan frá Múla báru sigurorð
af Herdísi Erlu Elvarsdóttur og Esju frá
Grafarkoti, með einkunnina 7,700. /PF
07/2022 11