Feykir


Feykir - 04.05.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 04.05.2022, Blaðsíða 2
Lokahátíð Stóru upplestrar- keppninnar í Skagafirði var haldin í sal FNV 26. apríl sl. Stóra upplestrarkeppnin hefur verið haldin í 21 skipti í Skagafirði, en ein lokahátíð féll niður vegna covid. Stóra upplestrarkeppnin er miklu meir en keppni einn dagpart því er markvisst unnið með framsögn í skólastarfi allt frá degi íslenskrar tungu á ári hverju, en markmið Stóru upplestarkeppninnar er að allir nemendur fái þjálfun í því að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Á lokahátíðinni öttu kappi ellefu lesarar úr öllum grunnskólum Skagafjarðar og lásu sögubrot og tvö ljóð. Fóru leikar þannig að Iðunn Kolka Gísladóttir úr Varmahlíðarskóla hlaut fyrstu verðlaun, Helgi Sigurjón Gíslason úr Árskóla önnur og Lára Sigurðardóttir úr Árskóla þau þriðju. Voru lesarar og varamenn þeirra sem einnig fluttu ljóð á hátíðinni til mikillar fyrirmyndar og sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar austan Vatna sáu um tónlistarflutning af stakri prýði og keppendur frá fyrra ári, þær Bríet Bergdís, Heiðdís Pála og Ingunn Marín stýrðu sam- komunni styrkri hendi. Kaup- félag Skagfirðinga gaf verðlaunin á hátíðina og Forlagið færði öllum keppendum bókina Hingað og ekki lengra! eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur að gjöf. /Laufey Leifsdóttir Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og framboðin öll loksins komin undan feldi til að kynna sín stefnumál. Allir eru með bestu stefnumálin og mörg þeirra sem hníga í sömu átt enda vilja allir sínu samfélagi það besta en íbúar klóra sér í höfðinu og íhuga hverja eigi að velja til forystu. Kannski Skagstrendingar standi best að vígi þar sem engin ágrein- ingsmál trufla Skagastrandarlist- ann sem einn er í boði og í Skaga- byggð eru allir í kjöri sem ekki hafa sérstaklega tilkynnt um annað. Meira fjör verður væntanlega í hinum sveitarfélögum þremur en í Húnaþingi bjóða þrír listar fram; B listi Framsóknar og annarra fram- farasinna, D listi Sjálfstæðismanna og óháðra og N listi Nýs afls í Húnaþingi vestra. Í sameinuðu sveitarfélagi Blönduóss og Húnavatns- hrepps eru þeir fjórir; B-listi Framsóknar og annarra framfarasinna, D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra, G -listi Gerum þetta saman og H-listi. Og í Skagafirði eru það B-listi Framsóknarflokks, D-listi Sjálfstæðisflokks, L-listi Byggða- Listans og V-listi VG og óháðra sem berjast um atkvæðin. Ýmislegt er látið flakka á samfélagsmiðlum og þar fer oft fram gagnleg umræða sem oftar en ekki er beint til framboðslistamanna. Það er í sjálfu sér ágætt en miðað við áhugann þar vekur það athygli mína hve dræm mæting er á íbúafundi þar sem frambjóðendur hvers flokks bjóða fólki að spyrja um hvað sem er eða segja frá áhyggjum sínum. Það telst til tíðinda ef tíu manns sjá sér fært að mæta. Vert er að hvetja fólk til að nýta sér þetta þar sem oft fást einföld svör við flóknum spurningum. Þá hafa þrír sameiginlegir framboðsfundir verið boðaðir í Skagafirði og vert að hvetja íbúa til að mæta og kynna sér málefni flokkanna og fyrir hvað þeir standa. Fyrsti fundurinn verður í kvöld, miðvikudaginn 4. maí, á KK Restaurant á Sauðárkróki kl. 20:00, á morgun, fimmtudag í Menningar- húsinu Miðgarði í Varmahlíð kl. 20:30 og loks á sunnudaginn í Höfðaborg á Hofsósi kl. 20:00. Hvort öll þessi framboð hefðu einhver mál að stefna sameiginlega að væri hægt að nefna þau nokkur eins og atvinnumál, samgöngumál, umhverfismál og það sem alla dreymir um; að laða að nýja íbúa. Því miður er fólksfækkun enn að mælast hlutfallslega mest á Norðurlandi vestra af öllum landshlutum á síðastliðnum fimm mánuðum eða um 0,6% sem er fækkun. Það eru samtals 43 íbúar en nú eru skráðir alls 7381 maður í landshlutanum. Mestu munar að 30 manns yfirgáfu Skagafjörð (4072), níu fóru frá Skagaströnd (475), sex frá Blönduósi (923) og fjórir úr Húnavatnshreppi (381). Íbúum Húnaþings vestra fjölgaði hins vegar um sex (1236) en í Akrahreppi (204) og í Skagabyggð (90) stóð íbúatalan í stað. Með áframhaldandi þróun þarf líklega að fara að huga að sameiningu allra sveitafélaganna á Norðurlandi vestra! Góðar stundir! Páll Friðriksson, ritstjóri LEIÐARI Eitt sveitarfélag á Norðurlandi vestra? AFLATÖLUR | Dagana 24. til 30. apríl á Norðurlandi vestra Rúm 63 tonn í grásleppunet! SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Loftur HU 717 Handfæri 1.468 Sæfari HU 212 Landbeitt lína 4.301 Viktoría HU 10 Handfæri 1.010 Alls á Skagaströnd 53.925 SAUÐÁRKRÓKUR Gjávík SK 20 Handfæri 1.568 Hafey SK 10 Grásleppunet 9.147 Kaldi SK 121 Grásleppunet 2.886 Lundey SK 3 Þorskfisknet 1.015 Óskar SK 13 Grásleppunet 4.477 Skotta SK 138 Handfæri 208 Skvettan SK 37 Grásleppunet 4.675 Alls á Sauðárkróki 23.976 HVAMMSTANGI Steini HU 45 Grásleppunet 5.419 Alls á Hvammstanga 5.419 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 2.889 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 1.547 Blær HU 77 Handfæri 847 Dagrún HU 121 Grásleppunet 10.278 Fengsæll HU 56 Grásleppunet 1.255 Guðrún Petrína Grásleppunet 11.111 Hjalti HU 313 Grásleppunet 5.040 Húni HU 62 Handfæri 5.344 Ísak Örn HU 151 Grásleppunet 531 Kambur HU 24 Grásleppunet 8.304 Á Króknum lönduðu sjö bátar tæpum 24 tonnum í 17 löndunum og var aflahæst Hafey SK 10 með rúm 9 tonn. Hvorki Drangey né Málmey lönduðu í þessari viku á Króknum heldur lönduðu þær á Grundarfirði. Samkvæmt fisk.is landaði Drangey SK 2 tvisvar sinnum, í fyrra skiptið um 155 tonnum og var uppistaða aflans þorskur og karfi. Í seinna skiptið landaði hún 173 tonnum þar sem uppistaðan var karfi. Drangey var meðal annars á veiðum á Eldeyjarbanka ásamt Málmey en Málmey landaði 183 tonnum og uppistaðan var þorskur og djúpkarfi. Nú eru aðeins fjórir bátar skráðir á veiðar með grásleppunet á Króknum og var heildarafli þeirra 21.185 kg. Á Skagaströnd lönduðu þrettán bátar tæpum 54 tonnum í 21 löndun. Aflahæst var Guðrún Petrína GK 107 sem var með rúm 11 tonn. Nú eru sex bátar skráðir á grásleppuveiðar á Skaga- strönd og lönduðu þeir samanlagt 36.519 kg. Einn bátur landaði á Hvammstanga og var það Steini HU 45 sem var á grásleppuveiðum og landaði 5.419 kg í þrem löndunum. Alls var landað 83.320 kg á Norðurlandi vestra í síðustu viku. /SG Stóra upplestrarkeppninni í Skagafirði Iðunn Kolka Gísladóttir sigraði Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Fríða Eyjólfsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Hvað viltu að sveitarfélagið þitt heiti? Kosið milli þriggja nafna Húnvetningar og Skagfirðingar hafa ákveðið hvaða heiti verði lögð fyrir íbúa í ráðgefandi skoðanakönnun samhliða sveitarstjórnar- kosningum. Nýjar sveitarstjórnir taka ákvörðun um heiti í upphafi nýs kjörtímabils. Húnvetningar munu velja milli Blöndubyggð, Húnabyggð og Húnavatnsbyggð meðan Skagfirð- ingar velja á milli Hegranesþing, Sveitarfélagið Skagafjörður eða Skagafjörður. Fram kom í vetur að líklega þyrfti nafn á sveitarfélagi að hafa viðskeyti líkt og Sveitarfélag- ið, -byggð, -bær, -hreppur eða -þing en Ragnar Róbertsson, hjá RR ráðgjöf sem leiddi sam- einingarviðræður sveitarfélaganna, sagði það hafa náðst í gegn hjá Örnefnanefnd að Skagafjörður gæti staðið eitt og sér. „Þau leggjast ekki gegn þeirri útfærslu. Það var svo afgerandi í hug- myndasöfnuninni að þau gátu eiginlega ekki hafnað,“ segir Róbert. /PF Vinningshafar stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði; Helgi Sigurjón Gíslason og Lára Sigurðardóttir úr Árskóla og Iðunn Kolka Gísladóttir úr Varmahlíðarskóla sem hlaut fyrstu verðlaun. MYND: ÁRSKÓLI.IS 2 17/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.