Feykir


Feykir - 04.05.2022, Blaðsíða 14

Feykir - 04.05.2022, Blaðsíða 14
Frá æfingu á Pétri Pan. MYND AÐSEND Úr sýningu á Hárinu. MYND: BERGLIND ÞORSTEINSDÓTTIR VIÐTAL Páll Friðriksson 14 17/2022 Á heimasíðu bandalagsins seg- ir að eftir tveggja ára stopp af völdum Covid hafi dómnefndin ákveðið að velja ekki bara eina heldur tvær leiksýningar. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti á sam- kunduna og tilkynnti valið. Leik- félögunum stendur til boða að sýna leikritin í Þjóðleikhúsinu og mun Leikfélag Keflavíkur ríða á vaðið fimmtudaginn 9. júní en Leikflokkur Húnaþings vestra sunnudaginn 12. júní. Þetta er sérlega athyglis- verður árangur hjá Leikflokki Húnaþings vestra þar sem aðeins eru þrjú ár liðin síðan þeim veittist þessi sami heiður með söngleikinn Hárið og var það sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní 2019. Var það í fyrsta skiptið sem söngleikur fær þessa viðurkenningu og nú um helgina í fyrsta skiptið sem barnaleikrit hlýtur sama heiður. „Þegar verið var að kynna þetta og og tilkynnt að ákveðið hafi verið að verðlauna tvö leikrit, sem ekki hefur verið gert áður, var fulltrúi frá Leikfélagi Keflavíkur kallaður upp á svið, sem manni þótti nokkuð líklegt þar sem þetta er mjög gott stykki, en svo þegar Leikflokkur Húnaþings vestra var kallaður upp þá datt af mér andlitið, síðan kom fögnuðurinn og svo sjokkið. Svo fór maður og fékk sér bara einn koníak,“ segir Arnar Hrólfsson kampakátur aðspurður um viðbrögð sín við verðlaunaveitingunni. Ekki er langt síðan sama viðurkenning veittist Leik- flokknum og segir Arnar það í raun vera síðast þegar verðlaun voru veitt því engin athöfn hefur verið haldin síðan. „Já, þannig að það má segja sem svo að við höfum fengið þetta tvö ár í röð en það hafa svo sem fleiri gert.“ Arnar segir það sérlega ánægjulegt að hafa fengið viðurkenninguna fyrir barna- leikrit sem mun vera í fyrsta skipti í sögu bandalagsins. „Við svona aðeins berjum okkur á brjóst fyrir það og kannski líka að Hárið var líka fyrsti söngleikurinn sem valinn var athyglisverðasta leiksýningin þannig að það er loksins kominn friður á heimilið hjá Sigga og Gretu,“ segir Arnar léttur í bragði en hjónin Sig- urður Líndal Þórisson og Greta Klough leikstýrðu hvoru stykki fyrir sig, Hárinu og Pétri Pan. Það er bara heildin Það er eitt að vera með góða leikstjóra en allir vita sem starfað hafa í leikhúsi að það er heildin sem skapar stemninguna. Arnar er sammála því og segir það hafa jafnvel verið það sem fleytti Pétri Pan í þetta heiðurssæti. „Við erum komin með rosalega flott fólk, leikara, eins og Gerði Rósu. Maður hefur stundum hugsað það að hún ætti alveg heima í leiklistinni og fleiri alveg frábærir á áhuga- mannasviðsskalanum. Svo kemur þarna inn náttúrulega allt, það sem maður segir, baktjaldafólkið sem lætur allt ganga upp á bakvið, það sem enginn sér. Allir eru hlaupandi rennsveittir fram og til baka svo leikararnir geti verið alveg rólegir. Svo held ég að sé eitt sem þau Siggi og Greta eru bæði góð í, og mér finnst standa upp úr í mörgu, er hvernig þau skipta á milli sena. Í gamla daga vara bara blakkát og svo heyrði maður fólk hreyfa til húsgögn. Þau gera atriði úr senubreytingum þannig að slitnar aldrei þó að það sé verið að fara úr einhverju risi í London yfir í eyju úti í geim, þetta bara rennur. Svo höfum við þarna tíu krakka með okkur og það sem okkur finnst svo skemmtilegt er að við erum farin að stilla því upp að vera með jólaleikritið þannig að við getum tekið inn marga krakka. Þau hafa mörg hver verið í SLÆ, Leikflokkur Húnaþings vestra heiðraður á aðalfundi BÍL Pétur Pan valin önnur af tveimur áhugaverðustu leiksýningum ársins Sýning Leikflokks Húnaþings vestra á Pétri Pan var valin sú áhugaverðasta á leiktímabilinu hjá áhugaleikfélagi innan Bandalags íslenskra leikfélaga, ásamt Fyrsta kossinum í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, en valið var tilkynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL sl. laugardagskvöld. Björn Ingi Hilmarsson, úr dómnefnd Þjóðleikhússins, ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaugi Ómari Guðmundssyni, frá Leikfélagi Keflavíkur, og Arnar Hrólfsson formaður Leikflokks Húnaþings vestra. MYND: LEIKLIST.IS Sumarleikhúsi æskunnar, og verið í þó nokkrum leikritum. Þannig að þó við séum með einhverja krakka þá eru þau ekki endilega að stíga sín fyrstu spor á sviðinu. Og af hverju við fáum þessi verðlaun, það er bara heildin, það eru fáir veikir punktar.“ Arnar segir það ekki vera vandamál að fá fólk til að starfa við sýningar eða hjálpa til þegar á þarf að halda. „Nei, það myndi ég ekki segja. Ég var, hvað á ég að segja, verkefnastjóri sýningarinnar og ef mann vantaði eitthvað var það í örfá skipti sem einhver sagðist ekki geta gert eitt eitthvað og þá var bara bent á annan sem gat það. Leikhús í svona sveitarfélagi gengur náttúrulega ekki nema allir séu jákvæðir gagnvart því. Eins og með Hárið, við erum 1200 manna sveitarfélag og fengum rúmlega 900 manns á sýningarnar. Með Pétur Pan, við vorum með fjórar sýningar og gátum tekið 100 manns á sýningu vegna Kóvit takmarkana og fengum 300 manns. Tvær sýningar voru alveg uppseldar en tvær náðu því ekki alveg.“ Páskasýningu frestað Stefnt var á að setja upp söngleik nú um páskana en ákveðið var í upphafi árs að fresta því um ár. Þar er á ferðinni frumsamið verk Ármanns Guðmundssonar með lögum Gunnars Þórðarsonar og segir Arnar það hafa verið komið svo langt að búið var að útsetja lög og skipa í hlutverk. „Það var gert í nóvember og svo kom bara Kóvitið aftur í janúar. Svo sá maður í byrjun febrúar að þetta væri nú kannski ekki eins alvarlegt og sýndist í fyrstu, enda ekki komið hingað norður og manni fannst þetta ekki vera svo mikið í kringum mann. En svo eftir veturinn höfðu allir legið í Kóviti og flensum og orðið mikið veikir.“ Arnar segir engan bilbug á Leikflokknum sem stefnir ótrauður á söngleikinn að ári enda handritið klárt og bjart framundan. Vildi hann að lokum koma þakklæti til allra sem á einhvern hátt hafa komið nálægt starfsemi Leikflokksins og ekki síður áhorfenda sem eru jú bráðnauðsynlegir í þessum bransa.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.