Feykir - 04.05.2022, Qupperneq 11
Sveinn Margeirsson,
framkvæmdastjóri
nýsköpunar og
loftslagsmála hjá Brim hf.
er Lýtingur í húð og hár,
alinn upp á heimaslátruðu
lamba- og hrossakjöti og
segir aðspurður heimili
sitt vera út um allt en
þó að talsverðu leyti
skógurinn á Mælifellsá.
Eftir að hafa komist í
kast við kvennavistina í
Varmahlíðarskóla skrapp
hann til Reykjavíkur
og víðar til að afla sér
menntunar.
„Var forstjóri Matís þangað
til stjórn Matís fann upp á
því að reka mig, aflaði mér
þá lögfræðireynslu með
skemmtilegu einvígi við
lögregluna á Norðurlandi
vestra og Matvælastofnun
og gerðist síðan verkefnis-
stjóri Nýsköpun í norðri í
Þingeyjarsýslu. Það leiddi
mig í átt að sveitarstjóra
Mývatnssveitar árið 2020.
Ég bý með Örnu Björgu
Bjarnadóttur, frumkvöðli frá
Ásgeirsbrekku, og eigum
við samtals fimm börn,“
segir Sveinn sem svarar hér
spurningum í Liðinu mínu í
Feyki. Hvert er uppáhalds liðið
þitt í enska boltanum og af
hverju? -Everton - aðallega
af því að þeir eru svo
miklu skemmtilegra lið en
Liverpool.
Hvernig spáir þú gengi
liðsins á tímabilinu? -Er
ekki bara best að kjósa
Framsókn?
Ertu sáttur við stöðu liðsins í
dag? -Tímabil uppbyggingar
krefjast ávallt fórna, þ.a.
ég geng sáttur til hvílu dag
hvern.
Hefur þú einhvern tímann
lent í deilum vegna aðdá-
unar þinnar á umræddu
liði? -Þegar rússneskir
ólígarkar höfðu keypt upp
flest óæðri lið deildarinnar,
og ég benti aðdáendum
Rússanna á þá staðreynd,
þurfti stundum að rifja upp
gamla slagsmálatakta frá
böllunum í Árgarði um versl-
unarmannahelgina.
Hver er uppáhaldsleik-
maðurinn fyrr og síðar?
-Gary Lineker verður aldrei
toppaður!
Hefur þú farið á leik með
liðinu þínu? -Saklausir
sveitadrengir myndu nú
varla hætta sér í sömu borg
og Liverpool FC.
Áttu einhvern hlut sem
tengist liðinu? -Átti lengi
vel trefil sem ég keypti í
Hagkaup en held örugglega
að Hrafn bróðir hafi nappað
honum einhvern tímann.
Hann hefur kannski skilað
treflinum á upprunastað.
Hvernig gengur að ala aðra
fjölskyldumeðlimi upp í
stuðningi við liðið? -Tja!
Hefur þú einhvern tímann
skipt um uppáhalds félag?
-Aldrei dottið það í hug.
Íhaldssemi er dyggð, segja
Lýtingar og halda áfram
sínum sauðfjárbúskap og
styðja sín lið.
Uppáhalds málsháttur?
-Betra er að sofa hjá en sitja
hjá.
Einhver góð saga úr bolt-
anum? -Skólakeppni Steins-
staðaskóla, Varmahlíðar-
skóla og Akraskóla 1989
er ógleymanleg. Við Bjössi
bróðir, Svenni Brynjar á
Varmalæk, Tóti í Saurbæ,
Sverrir á Reykjaborg, og fleiri
villingar, tókum Arnar Kára
og hans menn í Akraskóla
4-0. Varmahlíðarskóli sá
aldrei til sólar í 8-0 sigri
Steinsstaðaskóla. Síðan eru
liðin mörg ár…
Einhver góður hrekkur sem
þú hefur framkvæmt eða
orðið fyrir? -Það gerðist nú
ýmislegt á heimavistinni
í Varmahlíð sem er varla
prenthæft.
Spurning frá Hrafni Mar-
geirssyni: -Forest hefði
nú seint farið niður með
þáverandi landsliðsmark-
vörð innanborðs. -„Ef og
hefði“ skiptir litlu. Everton er
í efstu deild. Er þetta „Forest“
þar?
Hvern myndir þú vilja sjá
svara þessum spurning-
um? -Fyrst að fyrrverandi
bekkjarsystur minni, Höllu
Rut Stefánsdóttur, hefur
tekist að kristna nokkra
Hofsósinga verður henni
auðvelt að svara þessum
laufléttu spurningum.
Hvaða spurningu viltu lauma
að viðkomandi? -Hvort er
betra: Matur hjá mömmu eða
4-0 sigur Arsenal á Man City?
Tekið á því í skóginum á Mælifellsá í fyrrum Lýtingsstaðahreppi en Sveinn segist
verja talsverðum tíma þar. MYND AÐSEND
Þurfti stundum að rifja upp gamla
slagsmálatakta frá böllunum í
Árgarði um verslunarmannahelgina
LIÐIÐ MITT | palli@feykir.is
Sveinn Margeirsson | Everton
Góðar fréttir frá Noregi
Rakel Sif varð norskur
meistari í U16 körfubolta
Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni segir einhvers staðar. Nú
á sunnudaginn varð lið Kjelsås
norskur meistari í U16 körfu-
bolta kvenna þegar liðið lagði
Ulriken Eagles í æsispennandi
úrslitaleik, 84-82. Liðin eru
skipuð stúlkum sem eru fæddar
árið 2006 og ein þeirra sem
hampaði bikarnum í leikslok var
Rakel Sif Ómarsdóttir, dóttir
Siglfirðingsins Báru Pálínu
Oddsdóttur og körfubolta-
kappans og Króksarans Ómars
Sigmarssonar sem er þjálfari
liðsins.
Kjelsås er úthverfi norður af
Osló en fjölskyldan hefur búið í
Osló í fjölda ára. „Rakel er fædd
2007 og spilar með þessu 06 liði
og 07 liðinu og líka með 05,“
segir Ómar þegar Feykir hefur
samband. Rakel Sif gerði fimm
stig í leiknum. „Hún er leik-
stjórnandi með mikla boltatækni
og gott auga fyrir sendingum,“
segir pabbinn.
Á heimasíðu norska körfu-
boltasambandsins segir að
Kjelsås hafi unnið leikinn með
góðu boltaflæði, samspili og
sterkri einstaklingsframmistöðu
og þrátt fyrir stórleik Önnu
Hovig Wikström í liði Arnanna
en hún gerði 49 stig í leiknum.
„Anna er besti 06 leikmaður
sem ég hef séð en það er gott að
lið sigri einstakling. Við erum
með sex leikmenn sem halda
mjög háu stigi,“ sagði Jørn
Nordal, í þjálfarateymi Kjelsås,
eftir lokasigurinn í Benterud-
hallen í Hønefoss.
Ómar, sem er fæddur 1976,
var einn leikstjórnenda Tinda-
stóls árin 1992 til 2001 og gerði á
sínum ferli 1.759 stig fyrir
Stólana. Flest stig í einum og
sama leiknum gerði hann í úti-
leik gegn Keflvíkingum 27. nóv-
ember 1994 en þá skellti kappinn
í 33 stig, þá 18 ára. Það dugði þó
ekki til sigurs því heimamenn
unnu leikinn 105-97. Þá voru
kappar á borð við Torrey John,
Palla Kolbeins, Arnar Kára Mar
og Hinna Gunn meðal máttar-
stólpa í liði Tindastóls.
Ómar er bróðir Guðrúnar
Sigmars sem er mamma Arnars
Björnssonar sem skorar nú
körfur í öllum regnbogans litum
fyrir lið Tindastóls. Ómar missir
ekki af leik hér heima, er með
áskrift að Stöð2Sport, og fylg-
ist spenntur með Stólunum.
„Auðvitað sendi ég baráttu-
kveðjur til strákanna og ég er
100% viss um að þeir klára þetta
Valslið!“ /ÓAB
Flott feðgin. Rakel Sif og Ómar með bikarinn á lofti. MYND AÐSEND
17/2022 11