Feykir


Feykir - 08.06.2022, Blaðsíða 4

Feykir - 08.06.2022, Blaðsíða 4
1830: railways & robber barons er eitt af fjölmörgum spilum í 18xx seríunni og er allajafna notað sem viðmið fyrir önnur spil í seríunni. Spilið gengur út á að græða pening, sem leikmenn gera með því að stofna (og stundum setja á hausinn) lestarfyrirtæki og senda lestir milli borga. En leikmenn þurfa líka að vera klókir á hlutabréfamarkaði spilsins. 18xx spilin virðast oft flókin í fyrstu, en eftir að spila það einu sinni í gegn ætti allt að vera komið á hreint. Þó svo að allar reglur séu komnar á hreint þýðir það ekki að spilið sé einfalt, það er nóg af brellum og klækjum sem lærast með tímanum og fyrir nýliða að spila við reyndan leikmann getur verið ansi strembið. Hver leikur tekur 180 – 360 mínútur. Spilið er hannað af Francis Tresham og myndskreitt af Mike Atkinson, Jared Blando, Charles Kibler, James Talbot og Mark Zug. 18xx spilin eiga mjög harðan og dyggan aðdáendahóp sem spilar helst ekkert annað, það er þó nóg af fólki sem spilar 18xx spil sem ekki fellur í þann hóp. Spilið byrjar á því að það er fundið út hver byrjar. Svo er boðið í einkafyrirtæki, sem síðar geta verið keypt inní lestar- fyrirtækin. Einkafyrirtæki hafa ýmsa eiginleika, sum þeirra þéna pening í hverri umferð á meðan önnur gefa þér leyfi til að leggja lestarteina á ákveðnum merktum reitum og enn önnur gefa þér hlutabréf í ákveðnu lestarfyrirtæki. Þegar búið er að kaupa öll einkafyrirtækin þá er komið að fyrstu verðbréfaumferðinni, í henni kaupa leikmenn hluti í lestar- fyrirtækjum. Til að stofna lestarfyrirtæki þarf að kaupa að minnsta kosti 60% í því, þó einn leikmaður þurfi ekki að eiga öll 60%. Sá leikmaður sem á stærstan hluta í lestarfyrirtæki er forstjóri þess, það getur þó breyst hratt í komandi verðbréfaumferðum, þegar leikmenn kaupa og selja hluti í hinum ýmsu fyrirtækjum. Þegar verðbréfaumferðin er lokið er komið að rekstrarumferð og þá eru lagðir lestarteinar, settar niður lestarstöðvar, Feykir skoðar borðspil | bladamadur@feykir.is 1830: Railways & Robber Barons UMSJÓN Ingólfur Örn Friðriksson 1830: Railways & Robber Barons LEIKMENN: 2 til 7 ÆTLAÐ FYRIR: 14 ára og eldri HÖNNUÐUR: Francis Tresham ÚTGEFANDI: Avalon Hill ÚTGÁFUÁR: 1986 (endurút- gefið 2011) Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Sigurinn var einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá í síðustu viku. Jóhanna María býr á Sauðárkróki og segist alltaf vera kölluð Hanna Maja. Hún er dóttir Grétars Karlssonar og Anniku Noack sem bæði vinna í FNV en hún er frá Þýskalandi og flutti til Íslands árið 2000. Hanna Maja byrjaði ung að æfa júdó, eða á vorönn 2015 þá þriggja ára, og segir hún að vel hafi gengið síðan. Hún segir að æfingarnar hafi verið skemmtilegar og að hún hafa bætt sig mikið í vor enda þjálfarinn góður sem vill svo vel til að er móðir hennar, Annika Noack. Hanna Maja svarar hér spurningum í Íþróttagarpi Feykis. Vel gekk hjá þér á Íslandsmeistaramótinu á dögunum, bjóstu við þessum árangri? - Eiginlega ekki, en það mátti vona. Hvernig er tilfinningin að vera Íslandsmeistari í júdó? -Mjög góð. Ertu búin að ákveða hvað á að gera í sumar? --Hafa gaman, bæta mig í júdó og hitta vini og ættingja. Stundar þú aðrar íþróttir? -Já, ég leik mér á skíðum, fer í sund, hjóla og þess háttar en æfi ekki aðrar íþróttagreinar. Helstu íþróttaafrek: -Íslandsmeistari í Júdó í U13, -38kg. Skemmtilegasta augnablikið: -Afhending verðlaunapeninga. Neyðarlegasta atvikið: -Að ég náði ekki að binda beltið mitt nógu vel í glímu um titilinn og þurfti að binda það aftur og aftur. Einhver sérviska eða hjátrú? -Nei. Uppáhalds íþróttamaður? Elvira Dragemark, júdókona. Ef þú mættir velja þér andstæðing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Kökubakstur á móti pabba. Hvernig myndir þú lýsa þeirri rimmu? -Það væri rosalega fyndið og á endanum er bara hægt að borða eina köku, mína! Helsta afrek fyrir utan íþróttirnar? -Að sigra lofthræðsluna mína með því að stökkva niður af þriggja metra bretti í sundi. Lífsmottó: -Aldrei gefast upp! Helsta fyrirmynd í lífinu: -Mamma mín, af því að hún er æði. Hvað er verið að gera þessa dagana? -Hafa gaman með vinum. Hvað er framundan? -Júdónámskeið í sumar og svo Haustmót JSÍ. Eitthvað sem þú vilt koma á fram- færi? -Júdó er ekki bara fyrir stráka! Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, Íslandsmeistari í júdó ásamt móður sinni og þjálfara Anniku Noack. MYND: GRÉTAR KARLSSON Júdó er ekki bara fyrir stráka! ÍÞRÓTTAGARPURINN | palli@feykir.is Jóhanna María Grétarsdóttir | Íslandsmeistari í júdó Á Jólamóti Tindastóls 2021. MYND: ATHARINA SOMMERMEIER. lestir látnar ganga og lestir keyptar. Þegar lestir fara á milli staða græða þær á þeim stoppistöðvum sem eru á leiðinni og þarf forstjóri þess lestarfyrirtækis að ákveða hvort hann heldur þeim peningi í fyrirtækinu eða borgar hann út til þeirra sem eiga hlutabréf í fyrirtækinu. Þegar öll lestarfyrirtæki hafa gert er komið aftur að verðbréfaumferð og nú kaupa leikmenn og selja hlutabréf að vild, leikmönnum er þó einungis leyfilegt að kaupa eitt hlutabréf í einu og verða svo að bíða eftir að röðin komi aftur að sér. Þegar kemur að sölu hlutabréfa má leikmaður selja eins mikið af hlutabréfum og hann vill, en þó má aldrei selja forstjórabréfið nema ef annar leikmaður á að minnsta kosti tvö hlutabréf í fyrirtækinu því þá getur hann tekið við forstjórabréfinu sem er jafn mikils virði og tvö venjuleg hlutabréf. Vert er að taka það fram að leikmaður getur átt hlutabréf í mögum fyrirtækjum án þess að eiga nokkurt forstjórabréf, sem þýðir að sá leikmaður hefur enga stjórn á því sem gerist í rekstarumferðum. Rekstrar- og verðbréfaumferðir eru endurteknar þar til bankinn springur og þá er sá leikmaður sem á mestan pening sigurvegari. 4 22/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.