Feykir - 08.06.2022, Blaðsíða 2
Fyrir tæpum tuttugu árum fór ég út á sjó sem messi á
frystitogara, ég hafði enga reynslu af sjónum og vissi
ekkert við hverju ég átti að búast. Ég pakkaði fötum,
geisladiskum og
ferðageislaspilara í tösku og
fékk far á Skagaströnd, þaðan
sem siglt var út. Kokkurinn
sýndi mér skipið og sagði mér
hvað ég ætti að vera að gera.
Helstu mistökin voru líklega að
láta mig hella uppá kaffi, ég get
ekki ímyndað mér að það hafi
verið gott að láta mann sem
ekki drekkur kaffi hella uppá.
Fyrstu vikuna fylgdist öll áhöfnin vel með mér og biðu
menn spenntir eftir að litli landkrabbinn, ég, yrði
sjóveikur. Blessunarlega fyrir mig varð ég ekki
sjóveikur, áhöfninni til mikillar mæðu.
En þó svo að ég yrði ekki sjóveikur, þá var heppnin
ekkert að elta mig því á öðrum degi bilaði
ferðageislaspilarinn og þurfti ég að skúra og skrúbba
næstu tæplega 40 daga án tónlistar, sem fyrir mig var
nánast pynting. En tilgangur þessarar frásagnar er ekki
að fræða neinn um það hvort ég hafi verið heppinn eða
ekki, heldur að segja frá því sem ég lærði á þessum
rúma mánuði úti á sjó.
Þó svo að ég hafi alveg fengið að finna fyrir því að ég
væri nýr, þá fékk ég líka að finna fyrir því að ég væri
partur af áhöfninni og allir voru boðnir og búnir til að
hjálpa mér að takast á við það óvenjulega verkefni að
vera fljótandi úti á ballarhafi án sambands við
umheiminn í rúman mánuð. Ég fékk að sjá hvað sjómenn
leggja á sig og fékk að heyra sögur af því sem þeir geta
þurft að þola. Það að læra þetta í þeirri aðstöðu sem ég
var í geri mér kleift að skilja þetta betur en ég hefði
getað ef ég gert það með fætur á föstu landi.
Sjómenn eru hetjur og arfleifð sjómennsku er
uppbygging þess samfélags sem við búum í á þessu
landi og við ættum öll að halda sjómannadaginn
hátíðlegan með sjómönnum.
Til hamingju sjómenn!
Ingólfur Örn Friðriksson
Blaðamaður
LEIÐARI
Lærdómur hafsins
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum
Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki
Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur
Ritstjóri & ábyrgðarmaður:
Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842
Blaðamenn:
Ingólfur Örn Friðriksson, bladamadur@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is
Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is
Prófarkalestur: Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir
Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is
Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk.
Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171.
Umbrot og prentun: Nýprent ehf.
Liggurðu á frétt?
Hafðu samband í síma 455 7176
eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is
Nýverið var skrifað undir
viljayfirlýsingu um
uppbyggingu fjölskyldugarðs á
Sauðárkróki milli Svf.
Skagafjarðar og
Kiwanisklúbbsins Freyju.
Markmið fjölskyldugarðsins er
að stuðla að ánægjulegum
samverustundum barna og
foreldra og um leið að efla
útiveru og hreyfingu í anda
heilsueflandi samfélags.
Á heimasíðu
sveitarfélagsins kemur fram að
hönnun og afmörkun
svæðisins verði á þess vegum í
samstarfi við klúbbinn en þar
er gert ráð fyrir leiktækjum og
annarri aðstöðu fyrir alla
aldurshópa.
Skipulags- og bygginganefnd
hefur gefið út framkvæmdaleyfi
fyrir rað reisa aparólu á svæði
austan Gilstúns á Sauðárkróki
en verkefnið um fjölskyldugarð
á Sauðárkróki hefur nokkurn
aðdraganda. Í október 2020
mættu fulltrúar
Kiwanisklúbbsins Freyju á
fund umhverfis- og
samgöngunefndar og kynntu
hugmyndir af garðinum ásamt
áformum um uppsetningu
fyrstu leiktækja. Hugmyndir
Freyjanna voru að fleiri
fyrirtæki og félagasamtök geti
tekið þátt í verkefninu með því
að leggja til tæki og/eða
byggingar á svæðið sem þeir
geti merkt sér. / IÖF
Viljayfirlýsing undirrituð um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki
Aparóla verður reist austan við Gilstún
Aparóla í Sandhlíð, skógræktarsvæði
Skógræktarfélags Garðabæjar. Aparólur
eru stórskemmtilegar, segir á heimasíðunni
ullendullen.is sem er upplýsingasíða fyrir
foreldra þaðan sem myndin er fengin. MYND:
EINAR ÖRN JÓNSSON.
AFLATÖLUR | Dagana 29. maí til 4. júní á Norðurlandi vestra
Málmey SK 1 með rúm 158 tonn
SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG
Blíðfari HU 52 Handfæri 3.240
Daðey GK 777 Lína 30.365
Dagrún HU 121 Handfæri 3.130
Elfa HU 191 Handfæri 3.206
Fengsæll HU 56 Handfæri 3.175
Fengur ÞH 207 Handfæri 2.427
Guðrún Petrína HU 107 Handfæri 1.741
Hallbjörg HU 713 Handfæri 2.479
Hjalti HU 313 Handfæri 3.137
Hrund HU 15 Handfæri 3.231
Jenny HU 40 Handfæri 2.324
Kambur HU 24 Handfæri 2.854
Kristín HU 168 Handfæri 2.175
Loftur HU 717 Handfæri 3.296
Lukka EA 777 Handfæri 2.162
Ólafur Magnússon HU 54 Grásleppunet 2.955
Steini HU 45 Handfæri 985
Svalur HU 124 Handfæri 1.522
Sæunn HU 30 Handfæri 2.897
Valur ST 43 Handfæri 3.355
Venni SI 67 Handfæri 1.546
Viktor Sig HU 66 Handfæri 2.950
Viktoría HU 10 Handfæri 2.273
Víðir EA 423 Handfæri 2.252
103.175
HOFSÓS
Skotta SK 138 Handfæri 1.456
Þorgrímur SK 27 Grásleppunet 2.770
4.226
SAUÐÁRKRÓKUR
Assa SK 15 Handfæri 2.265
Álborg SK 88 Handfæri 194
Drangey SK 2 Botnvarpa 132.869
Gammur SK 12 Grásleppunet 3.523
Gjávík SK 20 Handfæri 2.429
Kristín SK 77 Handfæri 2.389
Lundey SK 3 Þorskfisknet 2.157
Maró SK 33 Handfæri 1.924
Málmey SK 1 Botnvarpa 158.266
Skvetta SK 7 Handfæri 1.738
Uni Þór SK 137 Grásleppunet 695
Vinur SK 22 Handfæri 2.307
Ösp SK 135 Handfæri 458
311.214
SKAGASTRÖND
Alda HU 112 Handfæri 3.407
Arndís HU 42 Handfæri 2.682
Auður HU 94 Handfæri 3.508
Bergur Sterki HU 17 Handfæri 1.639
Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 2.262
Á Skagaströnd var landað rúmum 103 tonnum í
síðustu viku og var aflahæsti báturinn Daðey FK
777 með rúm 30 tonn og var við línuveiðar.
Strandveiðibátarnir lönduðu samanlagt tæpum
70 tonnum og var aflahæsti strandveiðibáturinn
Auður HU 94 með 3.508 kg í fjórum löndunum.
Einn bátur var á grásleppuveiðum, Ólafur
Magnússon HU 54, og landaði tæpum 3
tonnum.
Á Króknum var landað rúmum 311 tonnum og
var Málmey SK 1 aflahæst með rúm 158 tonn.
Strandveiðibátarnir lönduðu tæpum 14 tonnum
samanlagt en aflahæstur var Gjávík SK 20 með
tæpt 2,5 tonn. Einn bátur var á grásleppuveiðum,
Gammur SK 12, og landaði hann 3.523 kg.
Enginn bátur landaði á Hvammstanga en tveir
lönduðu á Hofsósi rúmum 4 tonnum, annar var á
strandveiðum, Skotta SK 128, og hinn á
grásleppuveiðum, Þorgrímur SK 27.
Alls var landað 418.615 kg á Norðurlandi
vestra í síðustu viku í 140 löndunum. /SG
Hólar í Hjaltadal
Rektorsskipti við Háskólann á Hólum
Þann 31. maí sl. var haldin
hátíðleg athöfn þegar fram
fóru formleg rektorsskipti við
Háskólann á Hólum. Erla Björk
Örnólfsdóttir lét af störfum
sem rektor og Dr. Hólmfríður
Sveinsdóttir tók formlega við
embættinu.
Sveinn Margeirsson fulltrúi
háskólaráðs stýrði athöfninni.
meðal annarra dagskrárliða
var tónlistarflutningur í
höndum Gunnars
Rögnvaldssonar. /IÖF
2 22/2022