Feykir


Feykir - 08.06.2022, Blaðsíða 7

Feykir - 08.06.2022, Blaðsíða 7
Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilis- iðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí sl. að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda. Í ávarpsorðum Elínar safnsstjóra, kom fram hve Sumarsýningarnar hafi ævin- lega verið ólíkar, en eigi þó það sameiginlegt að gefa innsýn í fjölbreyttan listiðnað og handmennt íslenskra kvenna. Oft hafi verkin verið innblásin af munum safnsins og bæði sjónrænni og Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt Verkin gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar hugmyndafræðilegri upplifun af verkum sem varðveitt eru í safninu. Benti hún sérstaklega á ákveðin verk Ragnheiðar þar sem leiðarstefið er svuntudúkur sem unninn var um aldamótin 1900. Dúkurinn var ofinn úr fínasta þræði sem vitað er um að hafi verið handspunninn úr ull á Íslandi. Eru 25 þræðir í einum sentímetra en í verki Ragn- heiðar teljast sex þræðir í sentímetra, úr fínasta þræði sem fáanlegur er í dag. Nú eru nítján ár frá því fyrsta sérsýning Heimilisiðnaðar- safnsins var opnuð og líkja má þessum þætti í starfsemi safnsins við lítið frjó sem í tímans rás hefur borið ríkulegan og fjölbreyttan ávöxt. Þá rifjaði Elín upp að föðuramma Ragnheiðar og nafna, Ragnheiður Brynjólfs- dóttir, hafi verið kennslukona í Kvennaskólanum um árabil og svo hafi það gerst að sonardóttir hennar hafi nánast stígið í fótspor ömmu sinnar en undanfarin 5-6 ár hefur Ragnheiður Björk starfað hjá Textílmiðstöðinni í Kvennaskólanum. Ragnheiður er hámenntuð á sviði vefnaðar, hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og erlendis. Hún starfaði við Verkmenntaskólann á Akur- eyri í 30 ár þar sem hún var m.a. kennslustjóri listnáms- brautar og vefnaðarkennari skólans. Þess skal getið að sýning Ragnheiðar er sölusýning. Heimilisiðnaðarsafnið er opið alla daga frá 1. júní til 31. ágúst frá kl. 10:00 til 17:00 og á öðrum tímum ársins samkvæmt sérstöku sam- komulagi. /Elín S. Sigurðardóttir, safnstjóri Heimilsiðnaðar- safnsins Elín safnstjóri og Ragnheiður veflistakona. MYND: AÐSEND Hluti gesta við opnun sýningarinnar. MYND: AÐSEND Hugrún Sif og Jón Ólafur sungu og spiluðu við opnunina. MYND: AÐSEND VERKFRÆÐISTOFA H Ö N N U N P R E N T U N S K I L T A G E R Ð Borgarflöt 1 550 Sauðárkrókur Sími 455 7171 nyprent@nyprent.is Norðurá bs auglýsir eftir verkstjóra við urðunarstaðinn Stekkjarvík við Blönduós Um er að ræða afleysingastarf vegna veikinda á tímabilinu 1. september – 31. desember 2022 með möguleika á áframhaldandi starfi. Starfshlutfall 100%. Í starfinu felst almenn umsjón með rekstri urðunarstaðarins, stjórn á starfsmannahaldi móttaka, vigtun og skráning á sorpi til urðunar og skil á upplýsingum um magn og annað sem varðar rekstur staðarins. Einnig vinna á sorptroðara og öðrum vinnuvélum við frágang í urðunarhólfi. Um er að ræða afleysinga- starf vegna veikinda en góðar líkur á áframhaldandi starfi að afleysingatíma loknum. Menntunar- og hæfniskröfur • Vinnuvélaréttindi • Almenna tölvukunnáttu ásamt því að viðkomandi geti unnið sjálfstætt. • Hæfni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er skilyrði. • Reynsla af stjórnun og starfsmannahaldi kostur svo og reynsla af viðhaldi og viðgerðum vinnuvéla. • Áhersla er lögð á að viðkomandi sé skipulagður og sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi og hafi snyrtimennsku og virðingu fyrir umhverfinu að leiðarljósi. • Lögð er áhersla á að viðkomandi sé úrræðagóður og stundvís. Launakjör fara eftir samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2022. Nánari upplýsingar veitir Magnús B. Jónsson, s: 899 4719, mbjorn@simnet.is og þær má jafnframt nálgast á www.stekkjarvik.is Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið mbjorn@simnet.is 22/2022 7 Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.