Feykir


Feykir - 22.06.2022, Blaðsíða 2

Feykir - 22.06.2022, Blaðsíða 2
Svo segir í frétt á RÚV fyrir helgi að viðbúið sé að fólk fari að leita í ódýrari matvöru, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós, vegna hækkandi verðbólgu en verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt við enn frekari verðhækkunum. Þetta eru einhver svakalegustu tíðindi sem ég hef heyrt í langan tíma. Það virðist því vera sem svo að fólk sé farið að þurfa að spá í aurinn eins og sagt er, velta því fyrir sér hvort það hafi efni á hinu eða þessu. Þetta segir mér reyndar að flestir hafi haft það bara bærilegt undanfarin misseri og ár. Ég er alls ekki að mæla aukinni verðbólgu bót en sé ekkert að því að þurfa af og til að velja á milli reyktra sperðla, fiskibolla í dós, kjötfars ofan á brauð, pylsupasta, samloka eða brauðs í ofni. Þetta er hluti af því að vera til. Dýran mat kaupir maður af og til, ef maður tímir því þá! Við ættum af og til að hugsa um það hvað við höfum það í rauninni gott en í nokkurn tíma hefur mér fundist íslenskt samfélag hafa að miklu leyti snúist um hluti sem litlu breyta í stóra samhenginu. Af hverju er allt að hækka? Jú, það er stríð í Evrópu. Innrás Rússa í Úkraínu, matarkörfu Evrópu, með skelfilegum afleiðingum fyrir marga. Líklega eru margir í Úkraínu sem myndu þiggja reykt bjúgu með kartöflustöppu eða uppstúf, grænum baunum og rauðrófum og líklega yrði ekki fúlsað við laufabrauði með. Þá væri nú ekki amalegt heldur að fá sér fiskibollur í karrísósu, kartöflur og hrísgrjón með gulrófu- og gulrótarsalati. Við skulum bara vona að stríðinu ljúki sem fyrst og heimsbyggðin sleppi við heimstyrjöld. Það er stóra málið í dag. Góðar stundir! Páll Friðriksson Ritstjóri LEIÐARI Bjúgu og fiskibollur Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Páll Friðriksson, palli@feykir.is & 861 9842 Blaðamenn: Ingólfur Örn Friðriksson, bladamadur@feykir.is | Óli Arnar Brynjarsson, oli@feykir.is Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is | Klara Björk Stefánsdóttir, klara@nyprent.is Prófarkalestur: Dóra Ingibjörg Valgarðsdóttir Auglýsingastjóri: Sigríður Garðarsdóttir, siggag@nyprent.is Áskriftarverð: 649 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 795 kr. m.vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var í gær og að sjálfsögðu var haldið upp á þann mæta dag um allt land og þótt víðar væri leitað. Í nýja sveitarfélaginu Húnabyggð var eðlilega haldið upp á daginn í fyrsta sinn. Bæði Húnvetningar og Skagfirðingar fengu raunar pínu löðrung frá veðurguðunum sem skelltu í rigningu og rok í tilefni dagsins. Það var því víða farið með hátíðarhöldin inn í hús þar sem því varð við komið og þannig fór á Blönduósi. Þar hófst dagskrá á því að íslenski fáninn var dreginn að húni kl. 8 en í hádeginu var sala á ýmsum varningi tengdum deginum og krakkar gátu fengið andlits- málningu. Skrúðgangan hélt af stað kl. 13:30 og hátíðardagskrá, sem vera átti á skólalóð Blönduskóla, var færð inn í íþróttahúsið og þar var blásinn upp hoppukastali og boðið upp á fjölbreytta dagskrá í tali og tónum. Sr. Edda Hlíf flutti ávarp og fjallkonan, Blönduósingurinn Hjördís Þórarinsdóttir, flutti ljóð svo eitthvað sé nefnt. Boðið var upp á vöfflur og kaffi að dagskrá lokinni og gestir skemmtu sér fram á kvöld. Róbert Daníel Jónsson, ljósmyndari, var að sjálfsögðu á staðnum og gaf Feyki góðfúslegt leyfi til að birta nokkrar myndir frá deginum. / IÖF Hoppukastali og vöfflur 17. júní í sameinaðri Húnabyggð Frá skrúðgöngu í tilefni 17. júní á Blönduósi. MYND: RÓBERT DANÍEL . AFLATÖLUR | Dagana 12. - 18. júní á Norðurlandi vestra Landað 136 sinnum í síðustu viku SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Blíðfari HU 52 Handfæri 3.170 Blær HU 77 Handfæri 2.211 Daðey GK 777 Lína 9.431 Daðey GK 777 Handfæri 2.295 Dagrún HU 121 Handfæri 1.483 Elfa HU 191 Handfæri 3.149 Elín ÞH 82 Handfæri 2.782 Fengsæll HU 56 Handfæri 2.740 Guðrún Petrína HU 107 Handfæri 3.177 Hallbjörg HU 713 Handfæri 3.214 Hjalti HU 313 Handfæri 3.173 Hrund HU 15 Handfæri 3.284 Jenny HU 40 Handfæri 2.199 Jón Ásbjörnsson RE 777 Lína 2.727 Kambur HU 24 Handfæri 2.007 Kópur HU 118 Handfæri 2.031 Kristín HU 168 Handfæri 2.342 Loftur HU 717 Handfæri 2.367 Steini HU 45 Handfæri 684 Svalur HU 124 Handfæri 1.466 Sæunn HU 30 Handfæri 2.228 Valur ST 43 Handfæri 2.237 Venni SI 67 Handfæri 2.196 Viktor Sig HU 66 Handfæri 1.788 Viktoría HU 10 Handfæri 541 Víðir EA 423 Handfæri 2.513 79.024 HOFSÓS Geisli SK 66 Handfæri 181 Rósborg SI 29 Handfæri 1.131 Þorgrímur SK 27 Handfæri 1.572 2.884 SAUÐÁRKRÓKUR Assa SK 15 Handfæri 2.990 Fannar SK 11 Handfæri 1.622 Gammur SK 12 Þorskfisknet 897 Gjávík SK 20 Handfæri 2.145 Greifinn SK 19 Handfæri 1.481 Kristín SK 77 Handfæri 860 Lundey SK 3 Þorskfisknet 5.504 Maró SK 33 Handfæri 2.031 Málmey SK 1 Botnvarpa 111.723 Skvetta SK 7 Handfæri 619 Uni Þór SK 137 Grásleppunet 755 Vinur SK 22 Handfæri 1.851 Ösp SK 135 Handfæri 546 133.024 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Handfæri 3.281 Arndís HU 42 Handfæri 1.723 Auður HU 94 Handfæri 1.737 Bergur Sterki HU 17 Handfæri 1.641 Bjartur í Vík HU 11 Handfæri 3.207 Á Skagaströnd var landað rúmum 133 tonnum í 98 löndunum. Aflahæstur aðra vikuna í röð var línubáturinn Daðey GK 777 með rúm 9 tonn. Tuttugu og níu bátar voru á strandveiðum og lönduðu tæpum 67 tonnum. Aflahæst var Hrund HU 15 með 3.284 kg í fjórum löndunum. Á Króknum var landað rúmum 133 tonnum í 33 löndunum. Aflahæst var Málmey SK 1 með tæp 112 tonn. Einn bátur var á grásleppuveiðum, Uni Þór SK 137, og landaði 755 kg. Tveir voru á veiðum með þorskfisknet og lönduðu samtals 6.401 kg en níu bátar voru á strandveiðinni. Aflahæst var Assa SK 15 með 2.990 kg í fjórum löndunum. Enginn landaði á Hvammstanga í síðustu viku en þrír bátar lönduðu á Hofsósi, tæpum 3 tonnum, allir á strandveiði. Alls var landað 214.932 kg á Norðurlandi vestra í 136 löndunum í síðustu viku. /SG 2 24/2022

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.