Feykir


Feykir - 22.06.2022, Page 4

Feykir - 22.06.2022, Page 4
AÐSENT | Heyr himna smiður Í aðsendri grein Sigrúnar Öldu Sighvats í seinasta Feyki vantaði endi svarbréfsins sem Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld, sendi henni þar sem hann sagði frá því hvernig lagið Heyr himna smiður varð til. Birtum við því svarið aftur og biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. 8. maí 2001 Ágæta Sigrún Alda Þú gafst ekki upp neitt nákvæmt heimilisfang – en ég treysti því að þú eigir ekki margar alnöfnur í bænum svo að þessar línur komist til skila. (Prentarinn var bleklaus í dag og ég vona að þú getir lesið hrafnasparkið.) Þegar ég var unglingur í Gagnfræðaskóla Austurbæjar að læra undir landspróf, þá var íslenskukennarinn Guðrún Helgadóttir (síðar skólastýra Kvenna-skólans) dásamlegur og strangur kennari. (Þá voru þéringar við lýði). Hún lét okkur læra og leggja á minnið óteljandi ljóð og tilvitnanir úr íslenskri tónmenntasögu og þ.á.m. þennan fyrsta sálm, sem við vitum að Íslendingur reyndi að yrkja á móðurmálinu. Svo líða árin og „ u n g l i n g a g r a f t a r b ó l u r hverfa“. Vorið 1972 var ég í nefnd með gamla kennaranum mínum úr Tónlistarsk. í Rvík. Honum var tíðrætt um þennan sálm Kolbeins Tumasonar. Þ að var orðið seinfært heim eftir þennan fund – upp Öskjuhlíðina – bílar að renna og spóla o.s.frv. Þá varð lagið til í mínum huga, (seinasta hendingin fyrst). Þegar ég komst svo heim í Kópavog, var ekkert annað eftir en að hripa þessar nótur á blað. Nokkrum dögum seinna sýndi ég dr. Róbert þessar nótur. Hann varð svo glaður, að hann hreinritaði með sinni listaskrift lagið og sendi til organista og söngstjóra. Blessuð sé minning hans. Textinn er aðalatriðið. Með fullri virðingu fyrir þeim Sigurði og Gunnari, sem báðir voru fyrrverandi nemendur mínir til Tónlistask. í Rvík. – þá finnst mér að þú ættir að spila fyrir Framfarafélagið frumgerð lagsins t.d. með Hamrahlíðar, Langholts, eða Mótettukórunum. Bestur óskir og kveðjur, Þorkell Sigurbjörnsson Leiðrétt svarbréf Hluti bréfs Þorkels Sigurbjörnssonar til Sigrúnar MYND AÐSEND. AÐSENT | Gunnar Rögnvaldsson, Löngumýri Vígslubiskup á Hólum Hólar í Hjaltadal er okkur Norðlendingum helgur staður að fornu og nýju. Kirkju og skólasagan, náttúran og veðursældin hafa markað umgjörð sem lætur þá ekki ósnortna sem annaðhvort hafa búið þar eða kynnt sér til hlítar hve djúpt rætur menningar og þekkingar liggja á Hólum. Og enn er sáð til þeirrar uppskeru. Innan fárra daga verður gengið til kosninga um nýjan vígslubiskup á Hólum í Hjalta- dal. Kosið verður á milli þeirra tveggja presta sem flestar tilnefningar fengu en það eru þeir sr. Gísli Gunnarsson í Glaumbæ og sr. Þorgrímur Daníelsson á Grenjaðarstað. Ég hef þekkt og unnið með séra Gísli mjög lengi. Hefur hann allt það til að bera sem vígslubiskup þarf að búa yfir. Hann er vel menntaður, góður kennimaður og snjall predikari og gjörkunnugur málefnum kirkjunnar, ytri sem innri. Þekking hans á innviðum Hólastiftis er mjög yfirgrips- mikil og hann á auðvelt með að kynnast fólki og setja sig inn í málefni, tillögugóður og sanngjarn og það sem er mikilvægast, hjarta hans slær fyrir Hólastað. En hann er ekki einn á ferð. Eiginkona Gísla, Þuríður Þorbergsdóttir, er einstök sómakona. Gestrisin og glaðvær og hefur sem prestfrú og bóndi í Glaumbæ staðið fyrir stóru og gestkvæmu heimili ásamt því að vera lykilmanneskja í kirkjukórnum og safnaðarstarfi prestakallsins. Af áratuga kynnum mínum af prest- hjónunum í Glaumbæ þeim Þuríði og Gísla veit ég að þau munu sitja Hóla með virðingu og væntumþykju að leiðarljósi og bera merki staðarins með sæmd. Hjónin Gísli Gunnarsson og Þuríður Þorbergsdóttir. MYND AÐSEND. Gunnar Rögnvaldsson. MYND AÐSEND. Prjónaðar brúður og furðuverur Vöktu mikla lukku á leikskólanum Nokkrar góðar konur sem eru íbúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga og konur sem eru í dagdvöl gerðu sér lítið fyrir og prjónuðu brúður. Einnig voru framleiddar nokkrar furðuverur. Var svo ákveðið að gefa þær í leikskólann hér á Hvammstanga. ,,Brúðurnar og furðuverur- nar vöktu mikla lukku hjá börnunum sem tóku við þeim, og fengum við fallegan söng í staðinn. Svo fara brúður í sjúkrabílinn okkar hér. Nú er svo komið að fleiri fyrirtæki vilja gjarnan fá brúður svo við verðum að halda áfram að framleiða. Það er svo gaman að geta lagt samfélaginu lið og gera eitthvað sem gagn og gaman er að." / FREYJA ÓLAFSDÓTTIR Hér eru prjónakonurnar ásamt starfsstúlkum dagþjónustu. Aníta Ellertsdóttir, Erla Eðvaldsdóttir, Ása Guðmundsdóttir, Björg Emilsdóttir, Rósbjörg Blöndal, Freyja Ólafsdóttir og Sigfríður Jónsdóttir. MYNDIR AÐSENDAR. 4 24/2022

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.