Feykir


Feykir - 22.06.2022, Side 8

Feykir - 22.06.2022, Side 8
 Heilir og sælir lesendur góðir. það er Fía frú á Sandi sem leggur okkur til fyrsta efnið í þessum þætti. Ef út í buskann æskufjörið allt er rokið gleði, þraut og þörfum lokið þá er víst í skjólin fokið. Ingólfur Ómar vildi hughreysta frúna og orti. Ævi manns er ekkert grín ennþá fæ að tóra. Ellin gæti orðið fín ef ég hætti að þjóra. Ekki var frúin viss um ágæti þess eftir næstu vísu að dæma. Auðvitað verður elli þung eins og hroðaleg brekka, þú heldur ég verði aftur ung ef ég hætti að drekka. Góður stuðningur fékkst við þennan efa frúarinnar þegar Gústi Mar blandaði sér í umræðuna. Ölþreytan er ekkert grín ósköp ljótt að heyra. Ellin gæti orðið fín ef ég drykki meira. Kunnur maður á sinni tíð sem kallaður var Gonsi og taldist heimilisfastur á Snæfellsnesi fékkst talsvert við yrkingar við mikinn fögnuð sinna sveitunga. Eitt sinn er hann kom á bæ, þar sem hékk uppi mynd af bóndanum sem hét Sæmundur og fleiri myndir sem aðallega voru af hundum, orti Gonsi. Hér er mynd af hund og hund hér er mynd af Sæmundi. Elínborg er ágætt sprund alveg laus af syndinni. Bróðir Gonsa sem hét Hafliði og hafið dvalið syðra eignaðist þar kærustu þegar hann kom svo heim um vortíma lenti bátur þeirra í svokallaðri Kofafjöru á Hellissandi, mun Gonsi hafa tekið þar á móti bróður sínum með þessari. Helvítið hann Hafliði hann fékk hana Sigríði. Óð upp í klof eins og andskotinn uppúr Kofafjörunni. Bóndi nokkur í Laxárdal vildi yrkja um sveitina sína og var það svo fallega gert. Laxárdalur langur er og liggur að Hrútafirði. Kaffisopann sýpur ég sé hann nokkurs virði. Er þessi þáttur er í smíðum er mikið áhyggjuefni hvenær hægt sé að ljúka störfum hins háa Alþingis. Held að það hafi verið í kringum árið 1996 sem séra Hjálmar Jónsson sem þá átti sæti á Alþingi hélt því stíft fram að auka ætti þorskkvótann um 20 þúsund tonn. Ekki voru allir sammála þeirri sláturtíð, og mun Jón Kristjánsson þá hafa ort eftirfarandi vísu. Vísnaþáttur 810 ( GUÐMUNDUR VALTÝSSON ) bladamadur@feykir.is Naglann ´ann Hjálmar á höfuðið hitti og heiðraðir kjósendur fá þess að njóta. Frelsarinn bauð aðeins fáeina titti þegar færði hann sjómönnum viðbótarkvóta. Okkar góði vinur og félagi og þá félagsmálaráðherra Páll Pétursson yrkir svo (verandi í tilefni af þessari góðu matarveislu séra Hjálmars). Heillakarlinn Hjálmar minn höfðingsskapinn metur. Hann er fremri en frelsarinn og fiskar mikið betur. Ekki mun séra Hjálmar hafa látið sannfærast og svarað með eftirfarandi vísum. Lítt af þekking lýsti þar lokaðir viskubrunnar. Vita þeir fátt um fiskveiðar og fræði Biblíunnar. Eitthvað mun prest hafa rámað í frásögn af veiðiskap í Lúkasarguðspjalli og bætti þessari við. Skipið fyllt af fiski var fagnað kvótum stærri, þá voru fiskifræðingar og Framsókn hvergi nærri. Það mun hafa verið á hagyrðingakvöldi sem haldið var á Vopnafirði, að ég held sumarið 1995 og séra Hjálmar þá orðinn alþingismaður, sem Hákon Aðalsteinsson orti svo. Dofnar húsi Drottins dvínar andans kraftur. Séra Hjálmar fékk sér frí og fór að syndga aftur. Einhverju sinni var sagt frá því í sjónvarpsfréttum að nú færðist í vöxt að hryssur væru sæddar og stóðhestar fengu nú ekki lengur að koma þar nærri. Þá mun Sigurður Ó. Pálsson á Egilsstöðum hafa ort svo. Merunum gerist í hamsi heitt heimta að þessu linni, til gamans ei leyfist að gera neitt með gömlu aðferðinni. það er okkar forni félagi Kristján Runólfsson sem mun vera höfundur að þessari. Á Íslandi virðist enn um sinn allt í þessu fína síðan við fórum að flytja inn framsóknarmenn frá Kína. Um aldraðan samferðamann á lífsins leið er þessi. Ekki vantar í þig kraft aldrei sparar letur, endalaust með opinn kjaft í áttatíu vetur. Að lokum þessi frá Kristjáni. Ég er fyrir gleði og gáska galsa, hlátur allt í senn, það sýnist gott í sálarháska sefa og róa alla menn. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi Sími 452 7154 Í ár markar þau merkilegu tímamót að það eru 20 ár frá því ég flutti frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Finnst eins og það hafi verið í gær að ég var sveittur tölvunörd spenntur að fá að taka þátt í hasarnum og gleðinni sem fylgir því að búa í Reykjavík. Í dag, 20 árum seinna, er ég ekki sveittur tölvunörd heldur miðaldra, þybbinn og sveittur tölvunörd (vildi óska þess að ég hefði farið eftir predikunum hans Árna Stef um mikilvægi hreyfingar þegar ég var í skóla). Ég man, áður en ég flutti suður, að margir sem bjuggu þar töluðu um hvað það gæti verið einmanalegt að búa í Reykjavík. Ungi vitlausi ég fannst það algjör fásinna, taldi ég eftir alla stærðfræðiþekkinguna sem ég var búinn að sanka að mér í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, að fleira fólk þýddi fleira fólk til að tala og eiga samskipti við. En eftir að hafa búið hér hálfa ævina þá skil ég þetta fullkomlega. Kannski er þetta leti af minni hálfu að vera ekki duglegri að skreppa í heimsókn til vina og vandamanna, en þar sem allir eru eitthvað svo voðalega uppteknir þá er það voðalega erfitt. Það eru alveg margir kostir og ókostir við að búa í Reykjavík fyrir fjölskyldufólk. En þar sem ég á ekki konu, krakka, hund, grindverk og allan þann pakka, og að flestir hlutir sem ég geri dagsdaglega felast í því að vera fyrir framan tölvuskjá og vera með nettengingu, þá væri líf mitt ekkert mikið meira öðruvísi ef ég myndi flytja aftur norður (nema kannski að ég fæ ekki að upplifa þá gleði að vera fastur í umferð í rúman hálftíma á morgnana og bölva simpansanum sem skipulagði gatnakerfið hérna í sand og ösku). Fyrir mig er eini kosturinn við að búa hér sá að það er hægt að fara í verslun eftir klukkan 10 á kvöldin. Að hafa þann munað að geta keypt Ritzkex eða þvottaefni um miðja nótt er kannski ekki eitthvað sem er lífsnauðsynlegt, en ég hef lent í þeirri aðstöðu að þurfa að kaupa Chili krydd klukkan þrjú um nóttina. Þér finnst það örugglega mjög kjánalegt að þurfa Chili krydd klukkan þrjú um nóttina og ég get fullvissað þig um það að afgreiðslumaðurinn sem afgreiddi mig grútsyfjaðan í náttbuxum er þér sammála. Einnig er meira vöruúrval hér og það er hægt að fara í fleiri sérhæfðari og rándýrari búðir, en eins og allir vita: ,,Ef það fæst ekki í Kaupfélaginu, þá þarftu það ekki”. Þannig að þau rök eru nú bara dauð og ómerk. Ég hef oft velt því fyrir mér að flytja aftur norður í heimabæinn minn Sauðárkrók, höfuðstað Norðurlands. Ég veit að Akureyri er nú stærri og er talinn höfuðstaður Norðurlands en þar sem Kaupfélagið gæti nú bara tekið sig til og keypt Akureyri og skírt Sauðárkrókur 2, þá segi ég að Sauðárkrókur sé höfuðstaðurinn. En þar sem ég get ekki fundið ÁSKORENDAPENNINN | bladamadur@feykir.is Gísli Sigurðsson brottfluttur Króksari Að búa í Reykjavík Gísli Sigurðsson. AÐSEND MYND neina vinnu tengda forritun, sem er mínar ær og kýr, þá þarf ég annað hvort að bíða eftir því að hugbúnaðarhús á Króknum sé að leita að kóðaöpum eins og mér eða hreinlega koma með mitt fyrirtæki í mína heimabyggð. Áður en það gerist, þá þarf ég bara að vera duglegri að kíkja á allt frábæra fólkið sem býr á Sauðárkróki og enda dvöl mína á einni djúpri eða tveimur á Bláfelli. - - - - Ég skora á Jón Marz Eiríksson 8 24/2022

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.