Feykir - 22.06.2022, Síða 9
Samnefni við þetta nafn
munu aðeins vera tvö á
landinu: Marbæli í
Óslandshlíð og Marbæli í
Eyjafjarðarsýslu. Þar hjet í
öndverðu Hanatún, eftir
Eyvindi túnhana, sem bygði
þar fyrstur (Landnámabók,
bls. 155). (Í nýju
jarðabókinni 1861 finst þó
hvorugt nafnið). Marbæli í
Óslandshlíð er meðal annars
nefnt í Kúgildaskrá
Hólastaðar frá 1449, og í
Sturlungu (I., bls. 193).
Jafnvel þótt Marbæli á
Langholti finnist á hinn
bóginn í yngri heimildum (sjá
Sigurðarregistur, árfært 1525,
Dipl, Ísl. IX., bls. 301), er engin
ástæða til að efast um, að þetta
sje hin upprunalega mynd
nafnsins, eða a.m.k. mjög
nærri því upphaflega. Nafni
þessu er þannig háttað, að mjög
erfitt er að ákvarða hina rjettu
merkingu þess. Um Marbæli
í Óslandshlíð má þó segja, að
sje mjög líklegt, að dragi nafn
af sjó = mar. Enda hefir víst
orðið „mar“ í þeirri merkingu
verið allmikið notað í fornmáli,
sbr. marbakki í nútíðarmáli og
Marbæli á Langholti
TORSKILIN BÆJARNÖFN | palli@feykir.is
RANNSÓKNIR OG LEIÐRÉTTINGAR MARGEIRS JÓNSSONAR
líklega Marland (á Skaga) fyrir
Malland, sem ávalt er nú sagt.
Vel geta fleiri nöfn geymt sömu
merkingu, þótt mjer sje ekki
kunnugt um. (Ef til vill Margróf
nálægt Jörfa, í Haukadal?).
Á hinn bóginn tel jeg fráleitt,
að Marbælisnafnið á Langholti
eigi skylt við þetta. Nema dregið
væri af landinu neðan við, sbr.
lýsingarorðið marflatur.
Og það virðist Finnur prófessor
álíta (sjá ritgerð hans í Safni t.s.
Ísl. IV. b., bls. 425). En þetta er
þó ólíklegt, því landslag er þar
ekki flatara en annarsstaðar á
Langholti. Og bærinn stendur
alllangt frá sjó. Í öðru lagi er
hestkenningin marr vel þekt í
eldra máli, og nafnið gæti alveg
eins verið dregið af því - þ.e.
staður þar sem hestur hefir
legið. Hugsanlegt væri líka, að
nafnið hefði upphaflega verið
Márbæli af Márr, mannsnafn,
en samt liggur það nokkru fjær
en fyrri tilgáturnar.
Og loks gæti nafnið hafa verið
upprunalega, sem örnefni,
myndað af nafnorðinu mar
(s. merja), þ.e. marið land
= troðið og sundursparkað
(orustustaður?). En þetta er alt
óvíst, og óþarft að fara lengra í
þá sálma.
Marbæli 10. júlí 2000. Horft til norðausturs yfir Hegranes til Óslandshlíðafjalla en
Ásgeirsbrekkufjall til hægri. MYND: BYGGÐASAGA SKAGAFJARÐAR II. BINDI.
Spjallað við Rögnvald Valbergsson
Flutti 23 ára til Sauðárkróks
til að kenna tónlist
VIÐTAL
Ingólfur Örn Friðriksson
Flestir á Sauðárkróki (og víðar
í firðinum) þekkja Rögnvald
Valbergsson. Hvort sem fólk
þekkir hann sem organista í
Sauðárkrókskirkju eða sem
tónlistkennara í tónlista-
skólanum, þá er víst að flestir
hafa heyrt af honum (eða í
honum).
En nú er komið að tíma-
mótum, Rögnvaldur er að
hætta að kenna við tón-
listarskólann eftir 43 ár og
fannst blaðamanni Feykis þá
tilvalið að heyra í honum og
vita hvernig þetta legðist í
hann.
Rögnvaldur var aðeins 23 ára
þegar hann fluttist til
Sauðárkróks til að taka að sér
kennslu við tónlistarskólann
og hefur tónlistarskólinn
verið á fjórum stöðum í
bænum síðan hann hóf að
kenna. Hann var í tónlistar-
námi í Reykjavík en fékk boð
um að kenna á Króknum
áður en því námi lauk og
ákvað að slá til. Það þýddi að
hann þyrfti að keyra til
Akureyrar hálfsmánaðarlega
og stunda þar nám í tvo
klukkutíma í senn. Þetta
hægði á náminu en að eigin
sögn kom þetta smátt og
smátt. Hann kláraði það nám
sem hann ætlaði sér en það
tók nokkur auka ár í þessu
nýja fyrirkomulagi.
Aðspurður hvort eitthvað
standi upp úr segir hann að
það sé svo margt sem komi
upp í hugann en nefnir dæmi
um ferð sem farin til Køge í
Danmörku vinabæjar
Sauðárkróks. Farið var með
hóp úr tónlistarskólanum til
að spila á tónleikum ásamt
fjölmörgum tónlistarskólum í
Køge. Þetta voru blásarar,
gítar, bassi, trommur og
hljómborð og allir höfðu
eitthvert hlutverk. Það sem
var samt eftirtektarvert var að
nemendurnir sem komu
héðan voru lang yngstir, en
Rögnvaldur segir að það hafi
ekki komið að sök og að þau
hafi staðið sig með prýði. Svo
voru þau lang flottust í tauinu,
þar sem búið var að sauma sér
föt fyrir tónleikana.
Aðspurður hvort eitthvað
annað komist að en tónlist
eftir að hafa lært, kennt í
tónlistarskólanum, verið
organisti í kirkjunni og spilað
með hinum og þessum í
gegnum tíðina nefnir hann að
hann hafi mikinn áhuga á
veiðiskap á smábát og stundi
það grimmt þegar til þess
viðrar.
Það var að sjálfsögðu ekki
hægt að sleppa honum án
þess að spyrja hvað væri
framundan. Hann sagðist
vera með útsetningar-
verkefni í haust en viður-
kenndi að það myndi
væntanlega vera aðeins meiri
frítími framundan.
Að lokum viljum við
þakka Rögnvaldi fyrir að
hjálpa svo mörgum okkar að
hafa tónlist sem virkan þátt í
okkar lífi og óskum honum
velfarnaðar í öllu því sem
hann tekur sér fyrir hendur.
Rögnvaldur Valbergsson fyrir framan
Hammond orgelið sitt. MYND AÐSEND.
15. júní síðastliðinn opnaði
gestasýning 1238 í Víkinga-
heimum, Reykjanesbæ. Það er
skemmtileg tilviljun að það
gerist þann dag, þegar þrjú
viðburðarík ár eru liðin frá því
að sýningin opnaði á
Sauðárkróki.
Víkingaheimar hýsa
víkingaskipið Íslending en
einnig eru þar spennandi
sýningar sem fjalla m.a. um
siglingar og landnám víkinga í
Norður-Ameríku, fornleifar á
Suðurnesjum, norræna
goðafræði og kynning á helstu
söguslóðum Íslands auk þess
sem á útisvæði í nánasta
umhverfi er starfræktur
landsnámsdýragarður á
sumrin.
Á sýningu 1238 mun verða
hægt að kynna sér stuttlega
sögu Sturlungaaldarinnar áður
en gestum er boðið að beinlínis
stíga inn í söguna og taka þátt í
Örlygsstaðabardaga í sýndar-
veruleika. /ÓAB
1238 – Baráttan um Ísland
opnar gestasýningu í
Víkingaheimum, Reykjanesbæ
Þremur árum síðar
Freyja Rut Emilsdóttir og Þórður Grétar
Árnason frá 1238 ásamt Paulinu
Gunnlaugsson Fricova og Johannesi
Gunnlaugssyni Fric, frá Víkingaheimum
við opnun sýningarinnar.
MYND: AF FACEBOOKSÍÐU 1238.
24/2022 9