Feykir


Feykir - 29.06.2022, Síða 4

Feykir - 29.06.2022, Síða 4
 Rómaveldi af hörðum hroka, hugðist sigra hverja þjóð. Vildi ræna og undiroka, öðrum tók því stöðugt blóð. Þóttist ekkert þurfa að hræðast, þekkja öll hin bestu ráð. En þeir sem miklu valdi væðast verða stundum sjálfir bráð! Sóknin var úr suðri í norður, sjálfstæð skipan hneppt í bönd. En Rómarkúgun reisti skorður rösk og öflug germönsk hönd. Fremstur hinna frjálsu manna fór og óf sín djúpu ráð, höfuðkappi Kerúskanna, kunnur fyrir marga dáð! Hugmóð efldi Hermanns andi, heill í tryggðum land sitt við. Svo að vígður vá og grandi Varus féll með allt sitt lið. Sigurvarði sá var hlaðinn sem í öllu gildi fann. Tevtóborgarskógar skaðinn skelfdi sjálfan keisarann! AÐSENT | Rúnar Kristjánsson Í minningu Hermanns AÐSENT | Sveinn Sigurbjörnsson skrifar Frá Tónlistarskóla Skagafjarðar Lokatónleikar og skólaslit Tónlistarskóla Skagafjarðar voru haldnir í Frímúrara- salnum 20. maí kl.16. Þar komu fram nemendur með fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Þá voru tveir kennarar kvaddir vegna starfsloka, þeir Rögnvaldur Valbergsson, eftir 43 ár í kennslu, og Thomas R. Higgersson, eftir 30 ár við kennslu. Þá var veitt úr minningarsjóð- um Aðalheiðar Erlu Gunnars- dóttur frá Syðra-Vallholti og Jóns Björnssonar frá Hafsteins- stöðum. Úr minningarsjóði Aðalheiðar Erlu fengu þær Agla Rut Egilsdóttir og Þórunn Ásdís Fjólmundsdóttir viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Arna Þorsteinsdóttir hlaut viður- kenningu fyrir góðan náms- árangur úr minningarsjóði Jóns Björnssonar. Þrír nemendur luku stigs- prófi í píanóleik tveir í 2. stigi og einn 1. stigi. Agla Rut Egilsdóttir lauk grunnprófi í píanóleik, þá luku einnig þær Arna Þor- steinsdóttir og Þórunn Ásdís Fjólmundsdóttir miðprófi í tónfræðagreinum. Hljóðfærahringekjan er alveg ný grein innan skólans, en hún byggist á því að nemendur læra undirstöðuatriði á mörg hljóðfæri yfir veturinn. Farið er með þau í gegnum blásturs-, strengja og rythmísk hljóðfæri (slagverk, rafbassa og gítar) á þremur tímabilum yfir veturinn, átta vikur í senn. Kennt er í litlum hópum, þrennt saman í tíma í 30 mínútur, einu sinni í viku. Þá skal geta þess að ný kennslugrein, hljóðfærahring- ekja, hentar mjög vel fyrir byrjendur þar sem þrír nem- endur koma saman í tíma og fá kynningu á öllum þeim hljóðfærum sem kennt er á í skólanum. Alls stunduðu 164 nám við skólann í vetur og voru haldnir fjölmargir tónleikar og tón- fundir sem sjá má á með- fylgjandi myndum. Kveðja, Sveinn Agla Rut og Þóranna. MYNDIR AÐSENDAR Rögnvaldur Valbergsson og Thomas R. Higgersson. Úr starfi Tónlistarskóla Skagafjarðar. Allir með Feyki! Þórhalla Guðbjartsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri grunnskóla Húnabyggðar. Þórhalla var áður skólastjóri Blönduskóla en eftir sameiningu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps var öllum stjórnendum grunn- og leikskóla sagt upp í Blöndu- ósbæ og Húnavatns- hreppi. Í apríl síðastliðnum var auglýst eftir skólastjórn- endum í sameinuðu sveitar- félagi og var starf skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, leik- skólastjóra og aðstoðarleik- skólastjóra auglýst. Á sveitarstjórnarfundi 21. júní staðfesti sveitarstjórn Húnabyggðar ráðningu Þór- höllu í starf skólastjóra en frestaði staðfestingu á ráðn- ingu aðstoðarskólastjóra þar til gengið hafi verið frá ráðningunni við Þórhöllu sem þá verður falið að ganga frá ráðningu aðstoðarleik- skólastjóra með hliðsjón af gögnum ráðningafyrirtæk- isins Hagvangs. Þá ákvað sveitarstjórn að auglýsa stöður leikskólastjóra og aðstoðarleikskólastjóra aftur. / IÖF Skólastjórnarmál í Húnabyggð skýrast Þórhalla ráðin skólastjóri Þórhalla verður fyrsti skólastjóri Grunn- skóla Húnabyggðar. MYND AF FB 4 25/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.