Feykir - 29.06.2022, Qupperneq 5
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR F
147 áhorfendur mættu á Blönduósvöll sl.
laugardag og væntanlega hafa þeir flestir verið
á bandi heimamanna í Kormáki/Hvöt sem tóku
á móti Elliða úr Árbæ í 3. deildinni í knatt-
spyrnu. Eftir fjóra tapleiki í röð var eiginlega
alveg nauðsynlegt fyrir Húnvetningana að
spyrna við fótum og krækja í sigur. Það var
einmitt það sem þeir gerðu en úrslitin voru 3-2
og Ingvi Rafn Ingvarsson fór mikinn í leiknum
og gerði öll þrjú mörk heimamanna.
Hann kom sínu liði yfir á fjórðu mínútu og
bætti um betur þegar rúmur stundarfjórðungur
var eftir. Pétur Óskarsson minnkaði muninn
fyrir Elliða á 42. mínútu og staðan 2-1 í leikhléi.
Ingvi Rafn fullkomnaði þrennuna á 66. mínútu
en gestirnir héldu áfram að sprikla og þeir
minnkuðu muninn í eitt mark á ný þegar
Daníel Steinar Kjartansson kom boltanum í
markið framhjá Jose Luis Villar Alcaniz.
Fleiri urðu mörkin ekki og þrjú stig í hús hjá
Húnvetningum. Við þennan sigur þéttist
pakkinn í neðri hluta 3. deildar enn frekar. Lið
3. deild | Kormákur/Hvöt – Elliði 3–2
Lið Tindastóls og Augnabliks
mættust í Lengjudeildinni í
knattspyrnu á Króknum sl.
fimmtudagskvöld. Leikurinn var
bragðdaufur framan af en
gestunum gekk betur að nota
boltann þó ekki hafi þeir skapað
mikla hættu við mark Stólanna.
Föst leikatriði reyndust heima-
stúlkum drjúg og snemma í
síðari hálfleik var ljóst að Stóla-
stúlkur tækju stigin þrjú. Loka-
tölur 3-0 og Stólastúlkur deila
nú efsta sæti deildarinnar með
liði FH sem á leik til góða.
Það var kalt, blautt og
norðangola meðan á leik stóð
en það virtist ekki koma mikið
að sök. Stólastúlkum gekk þó
heldur verr að vinna með
boltann enda oft á tíðum erfitt
að senda langa og nákvæma
bolta við þessar aðstæður.
Kópavogsstúlkurnar voru
duglegri í stutta spilinu en
vörn Tindastóls gefur ekki
mörg færi á sér og þannig var
það þetta kvöld. Ísinn var
brotinn skömmu fyrir hlé en
þá tók Hannah Cade horn-
spyrnu sem virtist ætla að svífa
yfir á æfingasvæðið en María
Dögg flengdi hausnum í bolt-
ann utarlega í teignum og
boltinn sveif yfir alla í teignum
og í bláhornið, óverjandi fyrir
Herdísi Höllu í marki Augna-
bliks. Herdís er reyndar aðeins
Lengjudeild kvenna | Tindastóll – Augnablik 3–0
Aldís María kom liði Stólastúlkna í 2-0 snemma í síðari hálfleik. MYND: ÓAB.
Góður sigur á Augnabliki
Ingvi Rafn með þrennu í
mikilvægum sigurleik
KH er neðst með sex stig en þar fyrir ofan
koma sex lið með níu til ellefu stig. Kormákur/
Hvöt er með níu stig líkt og KFS og ÍH og er
sem stendur í tíunda sæti á markatölu en tólf
lið leika í 3. deildinni.
Næstkomandi laugardag skjótast Húnvetn-
ingar í Garðabæinn og spila við lið KFG sem
er eitt af sterkari liðum deildarinnar. /ÓAB
Ingvi Rafn eftir að hafa klikkað á dauðafæri á Sauðárkróksvelli
fyrr í sumar. Hann klikkaði ekki á laugardaginn og setti þrjú.
MYND: ÓAB
15 ára gömul og mikið efni en
hún er Króksari í báðar ættir;
dóttir Jónu Árna Stefáns
(fyrrum landsliðsmarkmanns
og þjálfara Tindastóls) og
Guðbjarts Halla Guðbergs en
Bjartur lék lengi með Stól-
unum. 1-0 í hálfleik.
Hafi gestirnir ætlað að
koma baráttuglaðir til leiks þá
voru þeir barðir niður í
blábyrjun því dómarinn var
varla búinn að flauta til leiks
þegar Aldís María var búin að
bæta við öðru marki fyrir
Stólastúlkur. Nú var mikill
kraftur í liði heimastúlkna og
það kom ekkert á óvart þegar
þriðja markið bættist í sarpinn
fáeinum mínútum síðar, þá
eftir klafs í teignum eftir fast
leikatriði og Murr átti síðustu
snertinguna áður en boltinn
fór í netið. Eftir þetta jafnaðist
leikurinn nokkuð en áfram
voru Stólastúlkur hættulegri
þó svo að gestirnir hafi einnig
átti nokkur hálffæri.
Enn sem fyrr var það vörn
Tindastóls sem hélt og liðið
aðeins fengið á sig fjögur mörk
í átta leikjum. Það vantar ekki
kraftinn í sóknina en það
vantar aðeins upp á gæðin og
það er kannski eitthvað sem
þarf að skoða þegar leik-
mannaglugginn opnar á ný.
Baráttan og liðsheildin eru í
toppklassa og alltaf gaman að
sjá liðið leika af krafti og
áræðni. /ÓAB
Tindastólsmenn skelltu sér
suður nú á mánudagskvöldið
og léku við lið heimamanna á
Stokkseyri í sjöundu umferð
B-riðils 4. deildar. Það er
skemmst frá því að segja að
Stólarnir buðu upp á marka-
veislu og sáu heimamenn í liði
Stokkseyrar aldrei til sólar í
leiknum því Jóhann Daði kom
gestunum yfir á fyrstu mínútu
og þegar upp var staðið hafði
markvörður heimamanna hirt
boltann níu sinnum úr netinu.
Lokatölur því 0-9.
Reyndar var nokkur bið í
mark tvö en blaðra heima-
manna sprakk á 34. mínútu
því Stólarnir gerðu fjögur
mörk á tíu mínútna kafla.
Addi Ólafs gerði annað
markið, Jónas Aron bætti við
þriðja markinu á 39. mínútu,
Jóhann Daði gerði annað
markið sitt tveimur mínútum
síðar og Basi komst loks á
lista yfir markaskorara á 44.
mínútu. Staðan því 0-5 í
hálfleik.
Svo hélt veislan áfram í
síðari hálfleik því Eysteinn
Bessi gerði sjötta mark
Stólanna á 55. mínútu og
Benedikt Gröndal það
sjöunda á 64. mínútu. Svíinn
Óskar Örth skoraði á 73.
mínútu og Basi kórónaði
síðan sigur gestanna með
marki eftir hjólhestaspyrnu.
Úrslitin þýða að lið Tinda-
stóls er á toppi riðilsins að
lokinni fyrri umferð með 17
stig. Lið KFK úr Kópavogi
getur jafnað stigafjölda Stól-
anna þegar það mætir SR í
kvöld en hæpið er að þeir
jafni markatölu Tindastóls
því þar munar 17 mörkum.
Toppliðin mætast síðan í
næstu umferð í Fagralundi í
Kópavogi en leikurinn fer
fram nk. mánudag. /ÓAB
4. deild | Stokkseyri – Tindastóll 0–9
Stólar í stuði á Stokkseyri
Það er stórleikur framundan í
körfuboltanum en nú á
föstudag mætir Ísland liði
Hollendinga í Ólafssal í
Hafnarfirði í undankeppni
HM. Einn leikmaður Tinda-
stóls er í 16 manna æfingahóp
hjá Craig Petersen landsliðs-
þjálfara en það er Sigtryggur
Arnar Björnsson.
Tólf leikmenn verða síðan
valdir á endanum fyrir
leikinn. Sigurður Gunnar
Þorsteinsson, leikmaður
Tindastóls, gaf ekki kost á sér
að þessu sinni skv. upp-
lýsingum Feykis. Þá er Baldur
Þór Ragnarsson, þjálfari
Tindastóls, sem fyrr annar
aðstoðarþjálfara landsliðsins.
Góð úrslit í leiknum tryggja
betri stöðu Íslands í næsta
undanriðli fyrir HM.
Norðurlandamótið í
körfubolta U16 og U18
landsliða drengja og stúlkna
fer fram nú um mánaðamótin
í Kisakallio í Finnlandi og er
hinn bráðefnilegi leikmaður
Tindastóls, Orri Már Svavars-
son, í tólf manna lokahópi
U-18.
Þá hefur Eyþór Bárðarson
verið valinn í tólf manna
lokahóp karlalandsliðs Ís-
lands í körfubolta sem þátt
tekur í Evrópumóti FIBA
U20 í næsta mánuði. Mótið
fer fram dagana 15.-24. júlí í
Tbilisi í Georgíu og leikur
íslenska liðið í A-riðli með
Eistlandi, Hollandi, Lúxem-
borg og Rúmeníu. /ÓAB & IÖF
Körfuknattleikur
Landsliðs-Stólar
Vallaraðstæður eru mismunandi í 4. deildinni en sennilega óvíða eins spes og á
Stokkseyrarvelli. MYND AF FB
25/2022 5