Feykir - 29.06.2022, Side 7
25/2022 7
helst ofan á brauð. Annars
er líka snilld að gera svona
Deviled Eggs, þar sem rauðan
er tekin úr harðsoðnum eggjum,
blandað saman, krydduð og
sprautað aftur í. Hægt að
gera alls konar!
Hvað fer mest í taugarnar á
þér í fari þínu? Ég held að það
sé hvað ég get verið þrjósk -
fer stundum aðeins út í smá
þvermóðsku.
Hvað fer mest í taugarnar á þér
í fari annarra? Þegar fólk getur
ekki tekið til eftir sig eða klárað
hluti sem það byrjar á. Finnst
ekkert meira pirrandi en að
þurfa að taka til eftir fólk.
Uppáhalds málsháttur eða
tilvitnun? Ég nota óspart: „Víða
er pottur brotinn“.
Hver er elsta minningin sem þú
átt? Held það sé að vera niðri
í fjárhúsum með geitunum og
folaldinu sem ég átti.
Þú vaknar einn morgun í
líkama frægrar manneskju og
þarft að dúsa þar einn dag.
Hver værirðu til í að vera
og hvað myndirðu gera? Ég
væri til í að vera Amy Lee í
uppáhalds hljómsveitinni minni,
Evanescence. Svo myndi ég
líklega bara nýta daginn í að
semja einhver lög og syngja.
Hver er uppáhalds bókin þín
og/eða rithöfundur? Ég hef
lesið svo margar bækur að það
er erfitt að velja uppáhalds - en
bók sem ég las um daginn sem
var mjög góð var My Sister,
The Serial Killer eftir Oyinkan
Braithwaite. Hljómar kannski
rosalega óhugnaleg, en mjög
góð bók og lágstemmd miðað
við titilinn.
Orð eða frasi sem þú notar of
mikið? Ég nota „jæja“ eins og
mér sé borgað fyrir það.
Ef þú gætir farið til baka í
tímann, hvert færirðu? Já, það
er alveg spurning. Ætli ég myndi
ekki bara fara aftur til risaeðlu-
aldar til að sjá hvað þær voru
glæsilegar? Og reyna að verða
ekki að kvöldmat fyrir þær!
Hver væri titillinn á ævisögu
þinni? Þegar ég kom út úr
skápnum þá var sagt við
vinkonu mína: „Af hverju getur
hann ekki bara verið hommi
eins og venjulegt fólk?“ sem
ég hef hlegið að alla tíð síðan.
Finnst það bara vera frekar
lýsandi fyrir fáfræði fólks sem
skilur ekki muninn á kynhneigð
og kynvitund – en kynhneigð
er hverjum þú laðast að og
kynvitund hvernig þú upplifir
þig. En já, ætli það verði ekki
bara titillinn?
Framlenging:
Ef þú gætir hoppað upp í
flugvél og réðir hvert hún
færi, þá færirðu… Kannski
ekki vinsæll ferðastaður
en ég er búin að vera með
Hjaltlandseyjar á heilanum
undanfarið. Sá myndband þar
sem stelpa var að bera fram alls
konar gömul orð og það voru
eiginlega bara sömu orð og við
notum á íslensku. Hreimurinn
þeirra er svona blanda af
íslensku og skosku.
Ugla Stefanía hér með Jóni pabba sínum en hún var að sjálfsögðu mætt í sauðburðinn
nú í sumarbyrjun. MYND AÐSEND
Um seinustu helgi, nánar
tiltekið laugardaginn 25. júní,
var Dalasetrið á Helgustöðum
í Unadal opnað. Dalasetrið
er heilsusetur með þremur
gestahúsum og endalausri
náttúru og við opnunina
var boðið upp á veitingar í
gróðurhúsinu á staðnum.
Það eru Daníel Þórarinsson
og Stefán Óskar Hólmarsson
sem standa að Dalasetrinu
ásamt foreldrum Daníels, þeim
Þórarni Þórðarsyni og Helgu
Hjálmarsdóttur.
Feykir var að sjálfsögðu á staðnum
og króaði Daníel Þórarinsson
af og ræddi aðeins við hann um
þetta glæsilega verkefni.
Aðspurður hvað hafi kveikt
hugmyndina að Dalasetrinu
sagði Daníel að hugmyndin hafi
kviknað fyrir um fimm árum og
framkvæmdir hafi hafist 2019.
Hann sé lærður jógakennari og
nuddari og hafi mikinn áhuga á
náttúru og heilsu svo hann hafi
ákveðið að blanda þessu saman,
náttúru og heilsu. Hann sagðist
hafa viljað verða bóndi en ekki
langað að vera með dýr svo hann
ákvað að athuga hvort hann
gæti ekki bara ræktað fólk (eða
heilsu þess). Þegar talið barst
að veitingum sagði Daníel að
ætlunin væri að opna Dalakaffi
næsta sumar í gróðurhúsinu og
að unnusti hans, Stefán Óskar
Hólmarsson, ætli að sjá um það.
Um hver stefnan sé í fram-
tíðinni sagði Daníel að hug-
myndin sé að byggja Dalasetrið
upp sem heilsusetur með að-
stöðu fyrir jóga og nudd og að
það verði góður staður fyrir fólk
sem þarf að staldra við og hlaða
batteríin. / IÖF
Ótrúleg fegurð í Unadalnum
Dalasetrið opnar
Tvö af gistihúsunum og Helgustaðir í bakgrunni. Glæsileg og þægileg aðstaða umkringd náttúrufegurð. MYNDIR: IÖF