Feykir - 29.06.2022, Síða 8
Feykir hefur í sínum fórum
skemmtilega ferðasögu frá
því Molduxar heimsóttu
stríðsþjáða Króatíu árið
1994. Sagan er það löng að
skipta þarf birtingu hennar
á nokkur tölublöð Feykis.
Skrifin önnuðust Ágúst
Guðmundsson og Margeir
Friðriksson en formálann
ritaði Ágúst Ingi Ágústsson,
sagnfræðingur.
FORMÁLI
Ferðalag íþróttafélagsins
Molduxa frá Sauðárkróki í
maímánuði 1994 var nokkuð
sérstakt fyrir þær sakir að
liðsmenn félagsins heimsóttu
Balkanskagann, n.t.t. Króatíu,
skömmu eftir að þjóðin öðlaðist
sjálfstæði og sagði skilið við
sambandsríkið Júgóslavíu. Auk
Króata samanstóð Júgóslavía
af sex sambandslýðveldum:
Serbíu, Slóveníu, Makedóníu,
Svartfjallalandi og Bosníu-
Hersegóvínu. Mikið hafði
því gerst á þeim slóðum sem
Molduxar heimsóttu vorið
1994 og samtímis sá ekki fyrir
endann á þeim hildarleik sem
reið yfir Balkanskagann á 10.
áratug síðustu aldar, voru því
körfuknattleiksmennirnir frá
Sauðárkróki á jaðri átakasvæða
stríðsins.
Júgóslavía varð fyrst viður-
kennt ríki árið 1929 þó kon-
ungsdæmi Króatíu, Serbíu og
Slóveníu hafi verið sjálfstætt
frá 1918 eða frá lokum fyrri
heimsstyrjaldar. Hafði það
verið draumur margra íbúa
Balkanskagans að mynda
sterkt sjálfstætt ríki sameinaðra
Slava eftir aldalanga yfirgöngu
Ottómanveldisins úr suðri
og Habsborgara austurríska
keisaradæmisins frá norðri.
Staða Júgóslavíu styrktist til
muna eftir seinni heimsstyrj-
öldina þegar ríki Austur-
Evrópu störfuðu eftir hug-
sjónum kommúnismans
austan megin Járntjaldsins.
Broz Tító, forseti Júgóslavíu frá
1945, varð sameiningartákn
eftir seinna stríð og ríkti allt
til dauðadags árið 1980. Tító
og hans stjórn hélt ólíkum
þjóðernum saman undir
merkjum kommúnismans með
öflugum verkalýðsfélögum
ásamt hæfilegum afskiptum
FRÁSÖGN
Ágúst og Margeir
Keppnis- og kynnisferð Molduxa til Evrópu 1994 - Fyrsti hluti
Ísland viðurkennir sjálfstæði Króatíu og Slóveníu
Körfuboltakappar af Króknum í ævintýraferð í Króatíu. Fv. Alfreð Guðmundsson, Ingimundur Guðjónsson, Margeir Friðriksson, Óttar
Bjarnason, Peter Jelic, Ágúst Guðmundsson, Geir Eyjólfsson og Sævar Hjartarson. MYNDIR: PF
yfirvalda í Sovétríkjunum.
Hrikta fór í stoðum sam-
bandsríkisins Júgóslavíu undir
lok 9. áratugs síðustu aldar.
Mikhael Gorbatsjov, síðasti
aðalritari Sovétríkjanna, gang-
setti umbótastefnu1 sem átti
að auka frelsi og lýðræði í
fjölmiðlun og stjórnmálum
meðal hinna kommúnísku ríkja
Austur-Evrópu. Afleiðingar
þessarar umbótastefnu urðu að
spilling og óstjórn stjórnvalda
ríkja kommúnismans birtust
ljóslifandi. Ólgan jókst í ríkjum
Austur-Evrópu sem margar
hverjar gerðu uppreisn gegn
sitjandi stjórnvöldum og
ófriðarský lúrði yfir Balkan-
skaganum.
Þjóðerniskennd
Til viðbótar við hið aukna
frelsi í stjórnmálum
og fjölmiðlun höfðu
þær sex þjóðir sem
mynduðu júgóslav-
neska ríkið færst
fjær hver annarri
eftir andlát Tító,
og botninn datt
endanlega úr
samheldninni á
Balkanskaganum
þegar kommún-
isminn í Evrópu
leið undir lok.
Króatar héldu því
fram að komm-
únisminn hafi
hamlað framþróun
í Júgóslavíu, auk þess
sem framleiðsla og fjármagn
Króatíu og Slóveníu hafði
verið notað til þess að halda
uppi veikum efnahagi fátækari
hluta ríkjasambandsins í suðri.
Um 70% allra ferðamanna sem
komu til Júgóslavíu dvöldu í
Króatíu og þjóðin stóð fyrir
25% af iðnaðarframleiðslu
Júgóslavíu. Einn liður af um-
bótastefnu Gorbatsjovs voru
frjálsar kosningar en áður var
þjóðum Austur-Evrópu skylt
að hafa flokk á bandi Sovét-
kommúnista við stjórnar-
taumana. Í fyrstu frjálsu kosn-
ingunum í Júgóslavíu, í apríl
1990, héldu kommúnistar
velli í Serbíu en töpuðu fyrir
hægri flokkum í Króatíu og
Slóveníu. Hugmyndafræðilegar
andstæður lýðveldanna jukust
enn þegar Króatar og Slóvenar
tóku að endurskipuleggja
efnahagskerfi sitt í anda mark-
aðshagkerfis að vestrænni
fyrirmynd eftir kosningarnar.
Hugur króatísku þjóðarinnar
var einnig skýr varðandi
framtíð Júgóslavíu en í þjóðar-
atkvæðagreiðslum kaus mikill
meirihluti þjóðarinnar með
sjálfstæðisyfirlýsingu. Málið
var þó ekki svo einfalt því íbúar
Balkanskagans höfðu fært
sig um set á meðan þjóðirnar
voru sameinaðar undir sama
fána og sest að um alla Júgó-
slavíu, t.a.m. bjuggu árið
1991 um 600.000 Serbar á því
landsvæði sem Króatar töldu
sitt föðurland.
Sjálfstæðisyfirlýsing
Í ljósi sögunnar hefur
myndun nýrra ríkja
verið í mörgum til-
fellum blóðug barátta
enda oft miklir
hagsmunir í húfi.
Serbar lögðu allt
kapp á að halda
sambandslýðveld-
unum sex áfram í
einni sæng, enda
sáu þeir fram á
mikinn tekjumissi
fyrir júgóslavneska
þjóðarbúið sem
myndi missa tolla
við landamærin
að Austurríki ef Slóvenía
lýsti yfir sjálfstæði og ferða-
mannaþjónustu og iðnað
Króata ef þeir gerðu slíkt hið
sama. Ótti Serba við upplausn
Júgóslavíu varð að veruleika
þann 25. júní 1991 þegar
Króatar og Slóvenar lýstu yfir
sjálfstæði eftir staðfestingu
þinganna í Zagreb og Ljubljana.
Samdægurs skipaði þing
Júgóslavíu í Belgrad hernum
að skerast í leikinn og ráðist var
inn í Króatíu og Slóveníu. Úr
varð borgarastríð milli þessara
þjóðarbrota, Króatar fóru þess
á leit við alþjóðasamfélagið
að viðurkenna sjálfstæði
þjóðarinnar svo friðargæslulið
Sameinuðu þjóðanna gæti
skorist í leikinn. Evrópuþjóðir
og Bandaríkin voru hikandi í
aðgerðum sínum við að stöðva
stríðið og töldu slíkt inngrip
gæti valdið frekari óróa á
Balkanskaganum. Borgarastríð
með öllum sínum hörmungum
geisaði því seinni hluta árs 1991
í Króatíu og Slóveníu.
Ísland viðurkennir
sjálfstæði Króatíu
og Slóveníu
Króatar leituðu til alþjóða-
samfélagsins eftir viðurkenn-
ingu sjálfstæðis síns og vernd.
Eftir að hafa átt fund með
Sameinuðu þjóðunum í New
York kom Zvonimir Separo-
vic, utanríkisráðherra Króatíu,
og fundaði með þeim Davíð
Oddssyni, forsætisráðherra, og
Jóni Baldvini Hannibalssyni,
utanríkisráðherra, í lok septem-
ber 1991. Separovic fór þess
á leit við þá að Íslendingar
viðurkenndu sjálfstæði Króata
fyrstir þjóða. Engin tilviljun
réði því að Separovic leitaði á
náðir íslenskra stjórnvalda því
nokkru áður höfðu Íslending-
ar, fyrstir þjóða, viðurkennt
sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
Heimsókn Separovic var ekki
eina króatíska viðkynningin
sem Íslendingar fengu haustið
1991 en Íslandsmeistarar
Njarðvíkur í körfubolta dróg-
ust gegn króatíska liðinu
Cibona Zagreb í Evrópukeppni
meistaraliða í körfuknattleik.
Báðir leikirnir voru leiknir
í Njarðvík vegna ástandsins
í Króatíu. Fyrir fyrri leikinn
var flutt ávarp fyrir hönd
Cibona Zagreb á íslensku þar
sem biðlað var til íslensku
8 25/2022