Feykir


Feykir - 29.06.2022, Síða 11

Feykir - 29.06.2022, Síða 11
Við skulum finna upp framtíðina í stað þess að hafa áhyggjur af því sem gerðist í gær. – Steve Jobs KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson SVÖR VIÐ VÍSNAGÁTU: Ragn-heiður. Sudoku Krossgáta Vísnagátur Sveins Víkings. Finna skal út eitt kvenmannsnafn. Ótrúlegt - en kannski satt... Á Vísindavefnum segir að golfkúla nái lengstu flugi fyrir tiltekinn upphafshraða ef henni er skotið undir 45° horni frá láréttu en flugferill hennar verður alltaf fleygbogi (parabóla) og öll önnur skothorn bæði stærri og minni gefa styttra flug. Ótrúlegt, en kannski satt, þá eru 336 spékoppar á venjulegri golfkúlu, sem hjálpa til við að yfirvinna mótstöðuaflið þegar hún svífur í loftinu. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Hver vill eignast könguló. FEYKIFÍN AFÞREYING F Tilvitnun vikunnar ( FEYKIR MÆLIR MEÐ ) siggag@nyprent.is UPPSKRIFT 1 Ofnbakað Mac & Cheese 250 g makkarónupasta 1 msk. ólífuolía 150 g beikon, smátt skorið 300 g sveppir 1 rauð paprika 1 msk. smátt söxuð steinselja 1 msk. smátt saxað tímían 2 msk. smjör 1 laukur, sneiddur 500 ml matreiðslurjómi 200 ml grænmetissoð (soðið vatn + 1 græntmetisteningur) 100 g rifinn Parmesan ostur 100 g rifinn Cheddar ostur 1 msk. smátt söxuð steinselja salt og pipar Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Sjóðið makkarónupasta sam- kvæmt leiðbeiningum á pakk- anum. Hellið vatninu af og setjið pastað í eldfast mót. Hitið olíu á pönnu og steikið beikonið í nokkrar mínútur, bætið sveppum og papriku út á pönnu og steikið. Kryddið til með salti og pipar. Saxið niður ferskar kryddjurtir og dreifið yfir. Blandið beikonblönd- unni saman við makkarónupastað. Hitið smjör á pönnu, sneiðið niður einn lauk og steikið upp úr smjörinu í nokkrar mínútur við vægan hita eða þar til laukurinn verður mjúkur í gegn. Hellið matreiðslurjómanum og græn- metissoðinu saman við og leyfið sósunni að malla í nokkrar mínútur. Rífið niður Parmesan ost og Cheddar, setjið út í sósuna og leyfið ostinum að bráðna í rólegheitum. Kryddið til með salti og pipar. Hellið sósunni yfir pastað og blandið saman með skeið. Rífið niður nóg af osti t.d. Mozzarella og Cheddar og dreifið yfir formið. Mynd og uppskrift tekið af evalaufeykjaran.is UPPSKRIFT 2 Hægeldað svínakjöt með kjúklingabaunum 1 msk. chili flögur 1 msk. svört piparkorn 1 msk. fennelfræ 1,8 kg svínakjöt 2 msk. salt 4 msk. ólífuolía 1 meðalstór laukur, skorinn í bita 1 hvítlaukshaus, skorinn í helming 4 lárviðarlauf 2 bollar þurrt hvítvín 2 dósir kjúklingabaunir ½ sítróna 3 msk. steinselja, smátt söxuð Aðferð: Myljið chili flögur, pipar- korn og fennel fræ með mortar. Saltið svínakjötið vel og kryddið síðan með piparblöndunni. Nudd- ið kryddinu vel inn í kjötið. Klæðið svínakjötið í plastfilmu og passið að hún sé mjög þétt. Leyfið kjötinu að sitja í klukkutíma við stofuhita eða í ísskáp yfir nótt. Hitið ofninn í 160°C. Hitið tvær matskeiðar af olíu í potti og steikið kjötið á öllum hliðum í 10 til 12 mínútur í heild. Setjið svínakjötið á disk. Hellið fitunni úr pottinum og bætið restinni af olíunni saman við og hitið yfir meðalhita. Eldið lauk og hvítlauk og hrærið reglulega í um tvær mínútur. Hrærið lárviðar- laufum saman við og skellið svína- kjötinu í pottinn. Hellið víninu saman við sem og 2 bollum af vatni. Setjið lok á pottinn og setjið hann inn í ofn. Bakið í 2½ til 3 klukkutíma en passið að snúa svínakjötinu á 45 mínútna fresti. Setjið kjötið á disk og leyfið því að kólna aðeins áður en það er skorið í stóra bita. Setjið kjötið og kjúkl- ingabaunir í pottinn og hitið yfir lágum hita. Eldið með lok á pottinum í 12 til 15 mínútur. Kreistið síðan sítrónusafa yfir og skreytið með steinselju. Mynd og uppskrift tekin af eldhussogur.com Verði ykkur að góðu! Tvær góðar með grísakjöti Feykir spyr... Hvernig ís í vél færðu þér? Spurt á Facebook UMSJÓN: klara@nyprent.is „Í dollu með karamellusósu og lakkrískurli.“ Harpa Hrund Hafsteinsdóttir „Ég fæ mér ís í boxi með heitri súkkulaðisósu.“ Hjalti Vignir Sævaldsson „Ég fæ mér oftast bragðarref með kókosbollum, jarðaberjum og karamelludýfu.“ Sædís Bylgja „Shake með súkkulaðisósu.“ Atli Freyr Kolbeinsson 25/2022 11 Vísnagátur Sveins Víkings Það gildir hið sama um þá öldruðu og ungu að engum er sómi það hafa á tungu. En annað gildir að allflestra dómi að eiga það skilið er vafalaust sómi.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.