Feykir


Feykir - 20.07.2022, Side 3

Feykir - 20.07.2022, Side 3
Hafðu samband! Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is Landsmót hestamanna á Hellu 2022 Góður árangur Skagfirðinga Landsmóti hestamanna lauk um þar síðustu helgi og hafði þá staðið yfir í vikutíma á Rangár- bökkum við Hellu. Fjöldi knapa og hrossa tók þátt í hinum ýmsu greinum og fjölmargir úr Hestamannafélaginu Skagfirð- ingi buðu upp á flottar sýningar og prúða framkomu. „Við erum stolt af öllum okkar fulltrúum á mótinu og óskum ykkur innilega til hamingju með árangurinn,“ segir í færslu á Facebook-síðu félagsins. Þar eru tíndar til upplýsingar um gott gengi félagsfólks á mótinu sem eru eftirfarandi: Félagið átti þrjá fulltrúa í B-úrslitum í A-flokki: Björg Ingólfsdóttir & Kjuði frá Dýrfinnustöðum (8,75), Guð- mar Freyr Magnússon og Rosi frá Berglandi 1 (8,71) og Pétur Örn Sveinsson með Hlekk frá Saurbæ (8,61). Í A-úrslitum voru félagarnir Þórarinn Eymundsson og Þráinn frá Flagbjarnarholti með einkunnina 8,91 og hlutu þar með fjórða sæti í flottum úrslitum. Í B-flokki ungmenna var Katrín Ösp Bergsdóttir með Ölver frá Narfastöðum (8,31) og í A-úrslitum átti félagið tvo fulltrúa; Freydísi Þóru Bergs- dóttur og Ösp frá Narfastöðum (8,49) og Stefaníu Sigfúsdóttur með Lottó frá Kvistum (8,60). Í barnaflokki var Hjördís Halla Þórarinsdóttir í B-úrslit- um og stóð sig vel með hestinn sinn, Flipa frá Bergsstöðum. Í skeiðgreinum voru veður- aðstæður ekki upp á sitt besta en Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri 2 voru í fjórða sæti í 250m skeiði og fóru á tímanum 7,86 í 100m skeiði. Mette Mannseth og Vívaldi frá Torfunesi fóru 100 metrana á 7,76 sekúndum sem var sjöunda sæti. Í tölti átti Skagfirðingur þrjá fulltrúa; Finnbogi Bjarnason og Katla frá Ytra-Vallholti voru næst inn í B-úrslit með einkunnina 7,37, Þórdís Inga Pálsdóttir og Fjalar frá Vakurs- stöðum (6,83) og Mette Mann- seth með Skálmöld frá Þúfum (6,80). Í fjórgangi voru Mette Mannseth & Skálmöld frá Þúfum (7,17), Eyrún Ýr Pálsdóttir & Veröld frá Dalsholti (7,17) og Lea Busch & Kaktus frá Þúfum (6,97). Í slaktaumatölti voru Mette Mannseth & Blundur frá Þúfum í A-úrslitum (7,63). Í gæðingaskeiði var Guðmar Freyr með Vináttu frá Árgerði í fimmta sæti með einkunnina 7,17 og Bjarni Jónasson með Elvu frá Miðsitju með 6,63, Gísli Gíslason með Trymbil frá Stóra-Ási og Daníel Gunnars- son með Strák frá Miðsitju. Sem ræktendur stóðu félags- menn sig einnig vel, með hátt dæmd hross í öllum aldurs- flokkum. Skagfirskir stóðhestar stóðu sig vel og tóku fjórir hestar við afkvæmaverðlaunum. Fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi hlutu Knár frá Ytra-Vallholti (3. sæti) og Lord frá Vatnsleysu (6. sæti). Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi hlutu Hrannar frá Flugumýri og Trymbill frá Stóra-Ási. Einnig hlaut Björg Ingólfs- dóttir Øder Cup en það eru sérstök verðlaun til minningar um Einar Øder. / PF Björg Ingólfsdóttir og Kjuði frá Dýrfinnustöðum með Øder Cup, sérstök verðlaun til minningar um Einar Øder. MYND AF FB-SÍÐU SKAGFIRÐINGS Í ár verður Druslugangan gengin í fyrsta sinn á Sauðárkróki. Föstudagurinn 22. júlí klukkan 20:00 - Daginn fyrir göngu Prepp kvöld á Grand-Inn Bar and Bed. Þar verður hægt að búa til skilti fyrir gönguna og kaupa einhvern varning. Til staðar verður efniviður í skiltagerð - spjöld, prik, málning, tússpennar, osfrv. Það má líka koma með sitt eigið. Laugardagurinn 23. júlí - Druslugangan Mæting klukkan 11:30 á planið við Árskóla þar sem gosdrykkir í boði Hlíðarkaups verða á boðstólum, seldur varningur og deilt út skiltum ef einhver verða afgangs. Gengið verður frá Árskóla að Kaffi Krók klukkan 12:00. Að göngu lokinni verða haldnar ræður, ljóðalestur og tónlistaratriði. Þau sem hafa áhuga á að halda ræðu, flytja ljóð, syngja, spila og chanta geta haft samband við Tönju Ísfjörð í gegnum samfélagsmiðla @tanjaisfjord eða á tanjaisfjord@gmail.com. " Í ár verður Druslugangan gengin í fyrsta sinn á Sauðárkróki laugardaginn 23. júlí kl. 12:00. Föstudagurinn 22. júlí - Daginn fyrir göngu Prepp kvöld kl. 20 á Grand-Inn Bar and Bed. Þar verður hægt að búa til skilti fyrir gönguna og kaupa einhvern varning. Til staðar verður efniviður í skiltagerð - spjöld, prik, málning, tússpennar, osfrv. Það má líka koma með sitt eigið. Laugardagurinn 23. júlí - Druslugangan Mæting kl. 11:30 á planið við Árskóla þar sem gosdrykkir í boði Hlíðarkaups verða á boðstólum, seldur varningur og deilt út skiltum ef einhver verða afgangs. Gengið verður frá Árskóla að Kaffi Krók kl. 12:00. Að göngu lokinni verða haldnar ræður, ljóðalestur og tónlistaratriði. Þau sem hafa áhuga á að halda ræðu, flytja ljóð, syngja, spila og chanta geta haft samband við Tönju Ísfjörð í gegnum samfélagsmiðla @tanjaisfjord eða á tanjaisfjord@gmail.com 2022 Auglýsing um skipulagsmál Byggðaráð Skagafjarðar samþykkti á 6. fundi sínum þann 13. júlí 2022 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir gerð deiliskipulags íbúðarbyggðar á Steinsstöðum í Skagafirði 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framlögð skipulagslýsing fyrir deiliskipulag íbúðarbyggðar á Steinsstöðum í Skagafirði unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 3,8 ha svæði sem afmarkast af landamerkjum Steinsstaða og Reykja að norðan, Steinsstaðarskóla og félagsheimilinu Árgarði að vestan, Merkigarðsvegi (7575) að austan og hnitsettum landamerkjum að sunnan. Innan skipulagssvæðisins er íbúðarbyggð sem samanstendur af einbýlishúsum auk grænna svæða. Skipulagslýsingin er auglýst frá 20. júlí til og með 24. ágúst 2022. Skipulagslýsingin mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu skipulagsfulltrúa, Skagfirðingabraut 17-21, Sauðárkróki á skrifstofutíma frá 10-12 og 12:30-15 og á heimasíðu Skagafjarðar www.skagafjordur.is. Ábendingar varðandi tillögugerðina skulu vera skriflegar og berast afgreiðslu ráðhússins, Skagfirðingabraut 17-21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is í síðasta lagi 24. ágúst 2022. 28/2022 3

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.