Feykir


Feykir - 20.07.2022, Síða 6

Feykir - 20.07.2022, Síða 6
Er hættur að treysta veðurspánni [ ERLENDIR TUÐRUSPARKARAR ] oli@feykir.is Anton Örth | spilar með karlaliði Tindastóls „Já, við komum hingað til að spila fótbolta, það var planið en í raun vissum við ekki svo mikið um hvert við værum að fara eða um gæði liðsins. Ég er ánægður með að við enduðum í liði Tindastóls!“ segir Anton Örth, annar sænsku tvíburanna sem spila með liði Tindastóls í 4. deildinni nú í sumar. Anton Johannes Örth heitir kappinn fullu nafni og er 27 ára gamall, rétt eins og bróðir hans Oskar! Fjölskyldan er frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem Anton bjó með foreldrum sínum, tvíburabróðurnum, litlu systur og hundi. Raunar eru þeir ekki einu meðlimir fjölskyldunnar sem koma að málum hjá Tindastóli því pabbi þeirra, Ulf Örth, var nýverið ráðinn aðstoðarþjálfari meist- araflokka Stólanna. Hér á Króknum spilar Anton í stöðu hægri bakvarðar hjá Tindastólsliðinu og vinnur á leikskólanum Ársölum, rétt eins og bróðir hans. Anton er erlendur tuðrusparkari Feykis að þessu sinni. Hvernig stendur á því að þið bræður komuð hingað til Íslands? „Það er frekar fyndin saga. Pabbi okkar og Donni voru þjálfarar saman hjá unglingaliði í Gautaborg. Ég var að æfa í kringum liðið þeirra þegar liðið sem ég var þá að spila með var í sumarfríi. Ég tók þátt í nokkrum æfingum þegar það vantaði leikmenn. Seinna um sumarið fóru ég og Donni að rabba um að hann væri að fara að flytja aftur með fjölskyldu sinni til Íslands og hvað hann ætlaði að gera hér [á Króknum] þegar hann kæmi aftur. Hann sagði að hann væri UPPÁHALDS ÍSLENKA SNAKK- IÐ: Verð að segja Bombur með bananabragði! LAG SUMARSINS? Jag vet du vill ha mig - Kobojsarna, sænskt lag sem flestir strákarnir elska, við spilum lagið næstum fyrir hvern leik! FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR SMAKKAÐ Á ÍS- LANDI? Held ég fari í folalda- kjötið en við borðum venjulega ekki hesta í Svíþjóð. UPPÁHALDS FÓTBOLTALIÐIÐ ÞITT? Helsingborgs IF, Svíþjóð. að fara að þjálfa Tindastól og gæti þurft einhverja menn með smá reynslu og mögulega líka varnarmenn. Sem passaði nokkuð vel fyrir mig og Oskar. Þetta byrjaði allt í gríni en svo eftir því sem ég, Óskar og Donni töluðum meira um þetta varð þetta meira spenn- andi og á endanum ákváðum við að slá til og koma hingað í byrjun febrúar til að láta reyna á þetta með liðinu. Og við höfum verið hér síðan þá. Það er pínu spaugilegt að Donni hafði ekki séð neitt til Oskars áður en við komum hingað. Og mig bara á nokkrum æfingum með U17 liðinu þeirra. Ég og Oskar vorum báðir að vinna áður en við komum hingað. En á þeim tíma sem þetta ævintýri var að byrja vorum við báðir að skipta um vinnu og þetta ævintýri hent- aði okkur báðum mjög vel.“ Hvað hefur komið mest á óvart síðan þú komst til Íslands? „Ég myndi segja hversu hratt veðrið breytist. Ég er svo sem vanur því frá Svíþjóð en þetta er ansi öfgafullt miðað við það. Ég treysti ekki lengur spánum í farsímanum mínum en kíki samt á þær á hverjum morgni áður en ég fer í vinnuna.“ Hvernig er að vera hluti af Tindastólsliðinu? „Það er mjög fínt, það hefur verið hugsað vel um okkur frá fyrsta degi og okkur tekið opnum örmum. Á æfingum og fyrir og eftir æfingar er góður tími til að kynnast félögunum betur og betur.“ Tindastólsmenn ljósir yfirlitum í vorleik. Anton þriðji frá hægri í aftari röð. MYND AF FB stutta spilið Hver er sýn þín á fótboltann á Íslandi? „Mér finnst íslenski fótboltinn vera frekar svipaður þeim sænska, kannski aðeins beinskeyttari og hraðari hér. Ég spilaði með mínu heimaliði þar sem við ólumst upp og í meist- araflokki þeirra frá því ég var 15 ára, fyrir utan eitt og hálft ár þegar ég var að spila í Suður- Svíþjóð þegar ég var í námi.“ Hver er uppáhalds liðsfélaginn þinn eða skemmtilegastur? „Þetta gæti verið eitt leiðin- legasta svar sem til er... en ég Oskar með Anton á bakinu. MYND: DAVÍÐ MÁR Anton með boltann í 10-1 sigri gegn liði Afríku. MYND: ÓAB get ekki valið. Það eru of margir einstaklingar í þessum hópi sem mér líkar við á mismunandi hátt. Við erum með frábæra blöndu af ein- staklingum sem vinna saman og mér líkar við þá alla fyrir að vera þeir sjálfir. Frábær hópur og aldursblandaður.“ Hverjar voru vonir þínar fyrir tímann hér á Íslandi? „Ég kom í raun með engar væntingar. Vissi ekki svo mikið um liðið eða bæinn. Var að sjá nokkra pre season leiki sem Donni sendi mér og nokkrar myndir af bænum á Google. Vonir mínar eru alltaf að spila eins mikið og hægt er og það er það sem ég stefni að. Ég vildi því fyrst og fremst verða hluti af liðinu og reyna síðan að taka 6 28/2022

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.