Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Blaðsíða 15

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Blaðsíða 15
14 15 Víðidalsá hjá Hvarfi 1955 Í síðasta tölublaði birtust tvær myndir frá vegagerð við Víðidalsá hjá Hvarfi 1955. Nöfn fjögurra manna af sjö fylgdu og var auglýst eftir fleiri nöfnum. Trausti Björnsson fyrrverandi flokks­ stjóri hjá Vegagerðinni á Hvammstanga hafði samband og sagði að maður nr. 4 á mynd unum væri Björn Bjarna son bifreiðastjóri á Hvammstanga. Vatnsdalsá hjá Hnausum, Hnausakvísl, í Húnavatnssýslu. Gömlu brúna byggði Jóhann Kr. Ólafsson 1919, lengd 72 m, breidd 3,15 m. Ekki er ólíklegt að Jóhann sé í hópi brúargerðarmanna sem þarna hafa setið fyrir í myndatöku en myndin er úr safni Geirs G. Zoëga vegamálastjóra. Þessi brú stóð til ársins 1972 en þá var byggð ný brú. Enn var byggð ný brú árið 2003, sjá yngri mynd, og þá var fyrri brú rifin. Þegar verið er að leita að sama sjónarhorni og á gamalli mynd er best að líta til fjalla. Þar má oft sjá tinda sem bera í eitthvað í landslaginu, í þessu tilfelli hólana í Vatnsdal, og svo færir maður sig þar til réttu miði er náð. Nýja myndin var tekin 17.08.15. Þá . . . . . . og nú Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 2 Bikun ehf., Kópavogi 81.978.346 104,0 5.656 --- Áætlaður verktakakostnaður 78.800.000 100,0 2.478 1 Borgarverk ehf., Borgarnesi 76.322.000 96,9 0 Yfirlagnir á Vestursvæði 2016, klæðing 16-007 Tilboð opnuð 22. mars 2016. Yfirlagnir með klæðingu á Vestursvæði á árinu 2016. Helstu magntölur eru: Yfirlagnir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 429.800 m2 Flutningur steinefna . . . . . . . . . . . . . . . 4.647 m3 Flutningur bindiefna . . . . . . . . . . . . . . . 716 tonn Verki skal að fullu lokið 1. september 2016. Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 1 Blettur ehf., Mosfellsbæ 98.832.450 103,8 0 --- Áætlaður verktakakostnaður 95.200.000 100,0 -3.632 Yfirlagnir á Vestursvæði og Norðursvæði 2016, blettanir með klæðingu 16-008 Tilboð opnuð 22. mars 2016. Blettanir með klæðinga á Vestursvæði og Norðursvæði á árinu 2016. Helstu magntölur: Blettun (k1) útlögn á Vestursvæði 160.000 m2 Blettun (k1) útlögn á Norðursvæði 161.200 m2 Verki skal að fullu lokið 1. september 2016. Niðurstöður útboða Tilboð Hlutfall Frávik nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.) 1 Borgarverk ehf., Borgarnesi 125.761.000 132,4 0 --- Áætlaður verktakakostnaður 94.955.000 100,0 -30.806 Yfirlagnir á Austursvæði 2016, klæðing og blettanir 16-004 Tilboð opnuð 22. mars 2016. Yfirlagnir og blettanir með klæðingu á Austursvæði 2016. Helstu magntölur eru: Tvöföld klæðing . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18.300 m2 Yfirlagnir með einföldu lagi klæðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . 346.418 m2 Blettanir og hjólför . . . . . . . . . . . . . . . . 74.740 m2 Flutningur steinefna . . . . . . . . . . . . . . . 6.851 m3 Flutningur bindiefna . . . . . . . . . . . . . . . 716 tonn Vinna við skjólgarð í höfninni á Sauðárkróki í fullum gangi 31.03.2016, verktaki Vélaþjónustan Messuholti ehf., Sauðárkróki. Ljósmynd Valgeir Steinn Kárason.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.