Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 11.04.2016, Blaðsíða 5
4 5
Þema ráðstefnunnar er „Okkar loftslag, þitt umhverfi – hvað
getum við gert fyrir sjálfbærar og öruggar samgöngur“.
„Við viljum sýna hvernig uppbygging vegakerfisins, notkun
og rekstur þess, skiptir máli í loftslags og umhverfismálum.
Hvaða tæknilausnir má nýta til að draga úr neikvæðum
áhrifum samgangna,“ segir Asbjørn Johnsen, formaður
undirbúningshóps ráðstefnunnar en hann vinnur alla jafna
hjá norsku vegagerðinni.
Ráðstefnan verður haldin í Þrándheimi í Noregi dagana 8.
til 10. júní og mun samgönguráðherra Noregs Ketil Solvik
Olsen setja hana.
Dagskráin
Norræna vegasambandið (NVF) er samstarfsvettvangur
opinberra stofnana jafnt sem einkafyrirtækja í verkefnum
tengd vegagerð. Alls eru um 320 fyrirtæki og stofnanir
allsstaðar að frá Norðurlöndum meðlimir í NVF. Dagskráin,
sú sem snýr að faglegu hliðinni, byggir á þemum NVF
síðastliðin fjögur ár:
Örugg og umhverfisvæn samgöngukerfi
Gæða samgöngukerfi sem nýta auðlindir á sem bestan hátt
Skilvirkar stofnanir og vel skipulögð starfsemi
Nýsköpun og endurnýjun
Via Nordica 2016 – áherslan á loftslags- og umhverfismál
Hvaða tæknilausnir geta stuðlað að sjálfbærum og öruggum samgöngum? Svarið við því og mörgu öðru
verður að finna á ráðstefnu Norræna vegasambandsins (NVF) í júní í Þrándheimi í Noregi.
Þéttbýlismyndun og nýjar áskoranir
Ásbjørn Johnsen segir að á Via Nordica 2016 ráðstefnunni
verði kastljósinu beint að vegagerð og samgöngum,
að alþjóðlegum áskorunum því tengt og áskorunum í
nærumhverfinu. Þéttbýlismyndun nútímans krefst nýrra
Nordisk vegforum ønsker deg
velkommen til kongress i Trondheim,
Norge, 8. – 10. juni 2016
Foto: Knut Opeide
Les mer om kongressen og registrer deg på:
www.vianordica2016.no
Les mer om Nordisk vegforum på:
www.nvfnorden.com
og orkuminni lausna í
samgöngumálum, bæði
fyrir fólk og vörur. Það
reynir á alla þá sem að
samgöngumálum koma á
einn eða annan hátt.
„Farartækin, vegagerðin
og reksturinn á vega
kerf inu, allt verður að
taka mið af kröfum
framtíðarinnar um
sjálfbærar lausnir innan
samgöngugeirans. Með
nýrri tækni, nýsköpun
og skipulagsbreytingum
er mögulegt að finna
lausnirnar á þeim áskorun
um sem við blasa,“ segir
Asbjørn Johnsen.
Velkomin til Þrándheims
Dagskrá ráðstefnunnar er klár, framsögumennirnir líka.
Nú er þá bara að skrá sig á ráðstefnuna sem haldin er
fjórða hvert ár. Tíminn er núna. Fara má inn á http://www.
vianordica2016.no/ til að skrá sig.
„Ráðstefnan er haldin á Clarion ráðstefnuhótelinu í
Þrándheimi. Þar er rúm fyrir 1.000 þátttakendur, þannig að
þetta verður öflug samkoma fagfólks og líka tækifæri til að
byggja upp tengslanet og taka þátt í faglegri umræðu með
kollegum sem koma frá ýmsum löndum.“ segir Asbjørn.
Ráðstefnan er haldin í enda fjögurra ára tímabils þar sem
hinar mismunandi nefndir Norræna vegasambandsins hafa
starfað að sínum hugðarefnum hver á sínu sviði. Loftslags
og umhverfismál hafa verið gegnumgangandi þema, en á
ólíkan hátt, í öllum nefndunum þessi fjögur ár. Þátttakendur
koma allsstaðar að frá Norðurlöndunum auk þess sem þeir
koma einnig frá mörgum öðrum löndum Evrópu. Þá sækja
einnig ráðstefnuna fulltrúar frá Alþjóðavegasambandinu,
PIARC, frá Samtökum vegamálastjóra í Evrópu, CEDR,
og frá Baltneska vegasambandinu, BRA, sem er öllum
sérstaklega boðið á ráðstefnuna.
Asbjørn Johnsen, formaður
undirbúningshóps ráðstefnunnar
Via Nordica 2016.
Þrándheimur.
Tilboð Hlutfall Frávik
nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)
3 Kubbur ehf., Ísafirði 42.583.160 143,4 14.736
2 Allt í járnum ehf.,
Tálknafirði 39.992.600 134,7 12.146
--- Áætlaður
verktakakostnaður 29.686.125 100,0 1.839
1 Lás ehf. og Jón
Sigurður Bjarnason,
Bíldudal 27.846.800 93,8 0
Vetrarþjónusta í Barðastrandarsýslum
2016 - 2019 16-015
Tilboð opnuð 22. mars 2016. Vetrarþjónusta árin 2016-
2019 á eftirtöldum leiðum:
Vestfjarðavegur (60):
Fjarðarhornsá í Kollafirði – Flókalundur 56 km
Barðastrandarvegur (62):
Flókalundur – Patreksfjörður 60 km
Bíldudalsvegur (63):
Barðastrandarvegur - Bíldudalsflugvöllur 34 km
Tálknafjarðavegur (617):
Bíldudalsvegur – Tálknafjörður 2,9 km
Ketildalavegur (619):
Bíldudalsvegur – Hafnarteigur 1,2 km
Helstu magntölur á ári eru:
Akstur mokstursbíla 38.300 km
Verkinu skal að fullu lokið 30. apríl 2019.
Niðurstöður útboða
Tilboð Hlutfall Frávik
nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)
4 Track line Project,
Hollandi 186.937.897 152,7 121.901
--- Áætlaður
verktakakostnaður 122.417.870 100,0 57.381
3 Vegatækni ehf.,
Reykjavík 98.849.400 80,7 33.812
2 Vegamálun ehf.,
Kópavogi 86.964.500 71,0 21.928
1 EKC Sweden AB,
Svíþjóð 65.036.957 53,1 0
Yfirborðsmerkingar, sprautuplast
á Suðursvæði 2016 - 2018 16-025
Tilboð opnuð 15. mars 2016. Yfirborðsmerking akbrauta
með sprautuplasti, árin 2016-2018. Um er að ræða
merking miðlína, deililína og kantlína á Suðursvæði.
Helstu magntölur, miðað við þrjú ár, eru:
Flutningur vinnuflokks . . . . . . . . . . 1.500 km
Miðlínur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1.890.000 m
Deililínur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 147.900 m
Kantlínur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 450.000 m
Verki skal að fullu lokið 1. september 2018.
Tilboð Hlutfall Frávik
nr. Bjóðandi (kr.) (%) (þús.kr.)
2 Bikun ehf., Kópavogi 104.582.627 104,5 12.383
--- Áætlaður
verktakakostnaður 100.050.000 100,0 7.850
1 Borgarverk ehf.,
Borgarnesi 92.200.000 92,2 0
Yfirlagnir á Norðursvæði 2016,
klæðing 16-005
Tilboð opnuð 15. mars 2016. Yfirlagnir með klæðingu
á Norðursvæði 2016.
Helstu magntölur eru:
Yfirlagnir með einföldu lagi
klæðingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 464.600 m2
Flutningur steinefna . . . . . . . . . . . . . . . 7.022 m3
Flutningur bindiefna . . . . . . . . . . . . . . . 800 tonn