Þjóðólfur - 01.03.1943, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 01.03.1943, Blaðsíða 4
- 4 - K V E U-F -ó L K I B. Konan er hið stóra spurningarmerki nútímans sagði enslmr spekingur, Stuart Mill að nafni. Mikið felst í ]pessum oroum. Konan er og verður hið stora spurningarmerki allra tíma. NÚ ætla ég að reyna að lýsa hinum ungu og fallegu stulkum í Gagnfræðaslcóla Eeykjavík±aga,lífi Jieirra og daglegum háttum. Allar eru hsr fallegar, eins og áður segir, allar eru þær nokkuð feitar nema ein, er Hrefna heitir, eða í einu orði sagt; Þær eru, prýddar öllum hinum Irvenlegu dyggðum. Þær fara snemma á fætur, koma aldrei of seint í skólann. Þær eru vel lesnar undir hvern einasta txma, eins og dæmin sýna. Á Þjóðólfs- fundum komast strákarnir ekki að að tala, því að stúlkurnar eru hinir mestu ræðu- skörungar. Þær sskja svo vel fundi, að piltarnir komast elcki einu sinni inn í anddyri haðstofunnar; þar er svo yfir- fullt af hinum ungu stúlkum. Meira segja uppi á loftsbitunum í baðstofunni sést ung stúlka ur lsta bekk, er Erna heitir, vera að sýna "akrobatik", Núverandi stjóm "Þjóðólfs" er mjög hrædd um, að næsta stjórn málfundafélags- ins verði eins og á Krít fyrir 2000 árum vegna hinnar síauknu aðsóknar stúlloianna að "Þjóðólfsfundum". 1 dansæfingar aftur á móti koma £>ær varla. Þær hata allar skemmtanir, heldur sitja þær heima og spinna á rokk langömmu sinnar salugu eða lesa nolckra kafla úr biblíunni, Ef svo skyldi fara, að |>ær vildu "lyfta sór upp" og fara á dansæfingar, þá er allt daður fordæmt, og piltarnir eru búnir að gleyma hvernig "vangadans", er, Þeir eru þess vegna hættir að raka sig, áður en þeir fara á dansæfingar á laugardagskvöldin, Kirkju- ræknar eru þær með afbrigðum, og það er gaman að sjá þær fara í hópgöngu £ kirkju í nýjum ullarsokirum. Þær syngja sálma og biðjast fyrir, áður en þær fara x rúmið á kvöldin. Fjöldamargar eru í K.F.U.K., Betaníu og að ógleymdum Hvíta- sunnusöfnuðinum. í daglegri umgengni eru þær lcurteis- ar og alúðlegar með afbrigðum, og má með sönnu segja, að hjá stúlkum þeim, er nemendur eru £ G.R., fari allir hinir kvenlegu kostir saman. Formaður mál- fundafélagsins er búinn að koma nýjum dagskrárlið inn í hina fjölbreyttu dag- skrá "Þjóðólfs", en það er bæn, sem hann biður fyrir hinum ungu stúlkum "Þjóðólfs", og er svona; "Ó þér ungu stúlkur í G.R.J Meðtakið lof og prís fyrir jþað, hvað þið hafið sótt"Þjóðólfs fundi vel í vetur", Bæn þessa biður formaður í byrjun funda, og er tilkomu- mikil sjón að sjá hamn gjéta tárvotúm augum til himins (út um þakgluggan). Þess skai getið, að bæn þessi er miklu lengri, þegar hún er öll. Pix Pammar. -B Ó K A S A F N. =3 =3 =3 = =: JS =3 = = = = = =3;S= es Bokasafn vantar tilfinnanlega í þennan skóla og vil ég nú beina því til nemenda G.R. hvort ekki sé tiltækilegt að stofna bókasafn sem nemendur gætu leitað til í frístundum sínum. Mér finnst orðið of áliðið þessa skólavetr— ar svo hægt sé að hefjast handa nú um stofnun bókasafns, og kemur þá til kasta þeirra sem stjórna skemmtanalífi skólans næsta vetur, eg vona að þeir taki þetta til athugunar, þá sérstak- lega stjórn Þjóðólfs. Ég legg til að fjár til bókakaupa verði aflað á þann hátts l) að ágóði blaðsins Þjóðólfs verði varið í þessu skyni, 2) ágóðinn af dansæfingum skólans og 3) að hver nemandi léti 5 kr. af hendi rakna á skólavetri. Ef þetta kæmist í fram- kvæmd þyrfti að skipa sérstaka nefnd sem væri hæf-^að velja bækur, sem nem- endur hefðu ánægju af að lesa. Vonandi tekst þessi stofnun bókasafns, ef ráð er^í tíma tekið strax í byrjun næsta skólavetrar. Jón G. Tapazt hefir harðjaxl úr Sigurði Hauki. Finnandi vinsamlegast skili honum til umsjónarmanns. II. A. ooOoo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/1790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.