Klukkan - 18.01.1925, Page 4

Klukkan - 18.01.1925, Page 4
4 KLUKKAN Harðjaxl í baiini. Flogið hefir fyrir að fríkirkjuprestur- inn hafi hérna á dögunum af prédikun- arstólnum bannsungið »Harðjaxl«, en ekki hefir Klukkan frétt hvort það hafi verið með hringdum klukkum og steypt- um kertum, sem þó kvað við eiga. Hann varaði foreldra, við að leyfa drengjum sinum að selja það blað á götunum. Klukkan ber nú að vísu enga sérstaka lotningu fyrir þvi blaði, og teldi lítinn skaða í því, þó að þess saga yrði ekki lengri, en sér þó ekki sálubjálp þeirra drengja, sem Harðjaxl selja, neina hættu búna af því. En Klukkunni finst aftur á móti fríkirkjupresturinn vera farinn að reka sálnahirðinguna af helzt til miklu kappi, ef hann fer »sem slík- ur« að sletta sér fram í það, hvaða rit megi selja á strætum og gatnamótum, án þess að brjóta bág við alment vel- sæmi. Klukkan hélt að það væri verka- hringur lögreglustjórans. Og, það hefir Klukkan sannfrétt, að prédikunarstólar séu ætlaðir til þess að þar sé flutt guðs orð, en trúir því ekki að presturinn, ef hann hugsar sig um, telji þessa aðvör- un i þeim orðaflokk. br. Ríssland^bDrgar ekki íramar. Hnappelduskaðl fyrir bolsvikinga í Evrópu. Samkvæmt skeyti frá Moskva (F. N.) telur sovetstjórnin sér vegna örðugs fjárhags, ekki fært framvegis að styrkja bolsvikinga utan Rússlands með fjár- framlögum framvegis. Valda því einnig ófarir þær sem bolsvikingar í öðrum löndum hafa farið upp á siðkastið. Þar missir einhver spón úr askinum sínum, þvi sovjestjórnin hefir alt til þessa eytt 200—300 miljónum gullrúbla i þessu augnamiði. I Lá ggengið heitir nyútkomið rit eftir Jón Þorláks- son. Hefir Klukkan fengið rilið að láni hjá góðkunningja sínum, og lesið í því 17 síður, og lagt það síðan frá sér með ánægju. Gerir maöur það ekki með all- ar bækur. Það er óefað hægt að hafa fróðleik af bókinni — ef maður les hana. Höf. ætlast til að greindir alþýðu- menn lesi hana, en hrædd er Klukkan um, að þeir verði fáir sem það gera, því sannast að segja, er bókin svo leið- inlega samin, að furðu sætir. Það er ekki nóg að vanda til efnis, — sem Klukkan ekkert veit hvort hér hefir verið gert, því hún hafði ekki karl- mensku til að þrælast í gegnum bókina, þó hún reyndar ails ekki rengi að svo hafi verið, — það verður líka að vanda til framsettningar, svo hún sé skilmerki- leg og skemtileg. Vanti hið síðastnefnda verður bókin af fáum lesin, nema setj- urunum, en þeir fá líka borgun fyrir það. Þjóðminjasafnið, Það er langt síðan farið var að tala um það, að húsnæðið, sem Þjóðminja- safnið hefir ráð á, væri of lítið og að ýmsu leyti ófullkomið, og er það ekki ástæðulaust. Hverjum þeim er kemur þar inn, getur ekki blandast hugur um, að það, sem þar er til sýnis getur ekki notið sín, vegna þess hve hlutunum er þétt raðað. Þar er svo að segja hvað ofan á öðru. Hver einasti skápur er svo yfirfyltur, að nægja myndi til að fylla marga slíka. Tökum t. d. skápinn með kvennbúningunum, í vesturenda hússins. Það sem í honum er, myndi fylla stórt herbergi, ef það ætti að geta notið sín til fulls, og því væri svo fyrir komið, sem best mætti fara. Rjóðminjasafnið hefir aðeins þakhæð Safnhússins, auk geymsluklefa í kjallaranum, til umráða. Veggplássið, sem einmitt riður mest á að sé gott, er þar mjög lítið og óhent- ugt, og birtan óhagstæð. Fjölda af munum er hrúgað saman i koldimm- um kimum út undir súðinni, af því, að hvergi annarsstaðar hefir verið rúm fyrir þá. Jafnvel súðin er alþakin glit- vefnaði og útskornum munum, en auð- vitað sést það þar mjög óglöggt, sökum þess hve lítil birta kemst þar að. Rúm- leysis vegna, hefir ekki heldur verið hægt að flokka safnið niður, eins vel og þurft hefði. Það er margt hvað innan um annað, er vera ætti í sér- stökum deildum. Pó má greinilega sjá, að þetta hefir verið reynt að svo miklu leyti sem hægt hefir verið. En þrátt fyrir það, að plássið er notað út í yztu æsar, og raunar um of, er ekki nærri alt safnið til sýnis. Mikill hluli þess er geymdur undir lás, sumt milli þils og veggjar í sýningarsalnum, og sumt niðri í kjallara, og bíður þar betii tíða. T. d. er myntasafnið ekki nærri alt sýnt. Engin þau söfn, sem kend eru við einstaka menn eru sýnd, nema Vídalíns safnið og Fiske’s safnið að nokkru leyti. Sama er að segja um fjölda annara muna, er keyptir eða gefnir hafa verið á seinni árum. Fáar þjóðir eiga gleggra yfirlit yfir minningarsögu sína, frá byrjun, en ís- lendingar. Megum við fyrst og fremst þakka það • fornbókmentum vorum, en Pjóðmenjasafnið á líka þýðingarmikinn þátt í því. Munir sem gej^mst hafa frá umiiðnum öldum — klæðnaður, verk- færi o. fl. — sýna oft betur en nokkrar sögur, lifnaðarhætti fólks á ýmsum tím- um. það gefur til kynna ýmislegt, sem ekki er hægt að sjá af sögunum. þjóðmenjasafn íslands er eitt hið bezta í sinni röð og á það vissulega skiiið að því sé mikill sómi sýndur. Útlendir fræðimenn er hingað koma, sækja þangað fróðleik, og , finna þar óþrjót- andi uppsprettur þjóðlegra íslenzkra fræða. — Þjóðmenjasafnið er lista- og menningarsaga íslands, og finnum vér hana hvergi betur né skýrar skráða. það er næstum ótrúlegt hve litinn á- huga menn alment virðast hafa á þessu. Sýnir það meðal annars fjárupphæð sú, er þingíð veitir safninu til viðhalds og bóta. Árið 1888 var veitt 1000 kr. árstillag til forngripakaupa. Árið 1912 fékkst árstillag þetta, með mestu hörkubrögðum, hækkað upp í 1500 kr. En á siðasta þingi hafa frömuðir þjóðar vorrar ætlað að bæta fyrir gáleysi og eyðslusemi fyrirrennara sinna, og lækka þeir þá tillagið til forngripakaupa, niður í 500 kr. á ári. Ein hinna merkustu eigna íslendinga er þjóðminjasafnið, og er leitt að vita til þess, hversu lítil ræk't er lögð við það, af hendi þings og stjórnar. Þjóð- minjasafnið, sem ætti að vera óskabarn þjóðar vorrar, hefir hún gert að oln- bogabarni og þeir fáu menn, er áhuga hafa á þessu máli, eiga við mjög ramman reip að draga, þar sem er þröngsýni ÁlþÍDgis og fjárskortur. Á síðustu árum hefir, aðsókn að safninu aukist að mun, og var áríð sem leið tala gestanna meiri en nokkru sinni áður; alls um 9000. Það væri því ástæða til, að fjölga sýningardögum safnsins, og það einkum, þegar þess er gætt, að flestir, sem sækja þangað, eru ferða- menn, er hafa takmarkaðan tíma. í þess stað hefir þingið tekið rögg á sig og fækkað sýningardögunum. Er nú Þjóð- minjasafnið opið tvo daga í viku, en var áður opið 3 daga vikulega. Pað sem við þetta sparast, eru 800 kr. á ári. Málverkasafnið tilheyrir líka Pjóðminja- safninu, og hefir undaDfarin ár verið veitt litil fjárupphæð til að kaupa mál- verk fyrir, en síðasta þing hefir afnum- ið þann útgjaldalið, og er nú engu fé kostað til slíks. Svo væri nauðsynlegt, að Pjóðminjasafnið gæfi út ársskýrslur sinar, en til þess hefir því ekkert fé ver- ið úthlutað. Petta er bæði illt og broslegt og skyldi maður ekki ætla, að slíkar aðfarir viðgengist hjá annari eins menningarþjóð [og Íslendíngar telja sig. Er það þá vist, að sparnaður þessi borgi sig? Fyrst má geta þess, að það fé, sem varið er til að kaupa fornminjar, fer ekki út úr landinu, heldur til borg- ara hins íslenzka ríkis, og oftast er það fátækt fólk, sem munirnir eru keyptir af, fólk, sem þarf á peníngum að halda, því hinir efnaðri selja venjulega ekki fornminjar, þótt þeir kunni að eiga þær. yQ’ Framh. Ritstjórar: Guðbr. Jónsson og Tryggvi Magnússon.

x

Klukkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Klukkan
https://timarit.is/publication/1794

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.