Klukkan - 01.02.1925, Síða 1
ísland og Noregur,
Andvaraleysi íslendinga um utanríkismál
Framtíðarhugsjónir Norðmanna og
Islendinga rekast á.
ísland og Jan Mayen.
Bezt að byrg’ja brunninn 1 tíma.
Andvaraleysi kvað vera þægilegt ástand
meðan á því stendur, en eftir á er sagt
að komi svo nefndir siðferðislegir timb-
nrmenn, og þeir eru taldir allóskemti-
legir. Þegar fullveldið kom 1918 tók
hver íslendingur það orð upp í sig, og
hafa þeir ekki mist það út úr sér siðan.
Þetta orð hefir að mörgu leyti aukið
þjóðinni og einstaklingum hennar kraft
til að hrinda ýmsu góðu og þörfu af
stað, svo var kyngi þess mikil. En
það fylgdi fullveldinu líka hroki, sem
taldi einstaklingum og ríki trú um, að
nú væru allir vegir færir og alt kleyft,
og samfara honum var þessi dæma-
lausa léttúð, sem spannaði alt og alla
út í sökkvandi forardý handómögulegra
fyrirtækja, og þar steyptist ríkið og ein-
staklingar á höfuðið í bræðrabyltu, gól-
andi fullveldisheitið svo undirtók í
bönkunum og galtómum peningaköss-
unum. Svo komu timburmennirnir. Og
ef ekki þorskurinn, dýrið, sem var
hrakið úr skjaldarmerki Iandsins, hefði
rétt við hag þess, hvar sætum við þá,
og hvar stæði krónan. Það má ekki
gleymast.
Pað var þorskurinn og enginn annar
sem bjargaði landinu.
Á honum ríður alt, alt af hjá okkur.
„Det kommer an paa silla<(,
er meira en hlægilegt orðtak, í munni
íslendinga er það spakmæli.
En þó að fullveldið og alt, sem því
fylgdi hafi magnað íslendinga bæði til
góðs og íls, þá er þó eins og þessi
Kinalífselixir á sutnum sviðum sé alveg
máttlaus. Það eru utanríkismálin. Þegar
samninganefndin sat á rökstólum, gerðu
islenzku nefndarmennirnir alt, sem í
þeirra valdi stóð til að ná í eins mikla
hlutdeild í stjórn utanríkismálanna ís-
landi til handa, eins og hægt var. ísland
á nú að leggja samþykki sitt á alla
utanríkissamninga, er það snerta og
það hefir heimild til að hafa sendiherra
og konsúla, þar sem Danir enga hafa,
og til að hafa aðstoðarmenn í sendi-
sveitum Dana, en að öðru leyti fara
Danir með utanríkismál vor, en hafa þó
ráðunaut í þeim efnum. Þessi ákvæði
voru öll hin efnilegustu, nema hvað
ákvæðið nm að ísland mætti hafa
sendlherra og konsúla, þar sem Danir
enga hafa, er alveg þýðingarlanst,
því ef vér viljum hafa Slíka menn,
en Danir ekki unna oss þeirra, er ein-
sætt að þeir sendi þá sjálfir, og er réttur
vor þar með úr sögunni, enda mun
stjórn íslands hafa átt í einhverju basli
við Dani einmitt út úr því (Genúakon-
súllinn). En þegar öll þessi fallegu á-
kvæði voru orðin að lögum, var eins
og alt væri fengið, engum datt í hug
að koma þeim í framkvæmd. Er því
ekki annað sýnna, en að
íslendingar skoði ákvæðin nm hlnt-
tökn í utanríkismálum eins og nokk-
nrskonar fjöðnr í sjálfstæðishattiun
eða gnllborða á fnllveldisbuxnrnar.
Engin tilraun hefir verið gerð til að
hafa aðstoðarmenn á sendisveitum Dana,
og tilraun til að senda íslenzkan kon-
súl til Genúa misfórst. Aftur á móti er
sett upp sendisveit í Danmörku, og
Danmörk sendir hingað sendiherra.
Yér teljnm sjálfnm okknr trú um, að
þessir menn sén sendiherrar og að
ntanríkismál vor sén í lagi.
Sannleikurinn er nú reyndar sá, að
hvorki danski né íslenski sendiherr-
ann ern sendiherrar nema að nafnbót.
Vér böðum okkur í þeirri sælu vissu
að hafa sendiherra. Danir eru reyndar
opinskárri, þeir kalla sinn umboðsmann
»Danmarks Repræsentant i lsland«
(umboðsmaður Dana á íslandi), en í
engu breytir það ánægju vorri. Ekki
einu sinni það, að sendiherra vor er í
rikishandbók Dana ekki talinn með
sendiherrum annara ríkja, veikir traust-
ið. Jafnvel það, að konungur á nýári
og öðrum tillidögum tekur á móti sendi-
herra vorum sér á parti, telja barns-
legarsálir gert í virðingarskyni, en at-
huga ekki hitt að allir sendiherrar
mynda eitt félag (corps diplomatique)
og ganga þeir við slik tækifæri saman
fyrir konung, og hefir formaður þeirra
(doyen) orð fyrir þeim. Það er því ekki
virðingarvottur, heldur vottur þess, að
sendiherra vor er ekki meðlimur þess
félagsskapar. Og hvernig ætti það líka
að vera? Sendiherra vor er hvorki send-
ur konungi eða utanríkisráðuneytinu,
eins og sendiherrar eiga að vera —
það er beint einkenni þeirra. —
Sendiherrann er sendur forsætisráð-
herra Dana, sem ekkert hefir með
utanríkismálin að gera.
Auk þess er hann gersamlega óþarfur,
því samkv. jafnréttisákvæðum sambands-
laganna eigum við sama aðgang að lið-
sinni danskra embættismanna sem Danir
værum. Sendiherra íslands í Danmörku
er því í raun og veru ekki annað en
fatagálgi með logagyltum einkennisbún-
ingi, og var sá maður er til skamms-
tíma var í stööunni, altof góður í það
leikspil. Við sendisveitina er ekki ann-
að að gera, en að leggja hana niður
eða gera hana að raunverulegri sendi-
sveit, bezt að gera hið fyrnefnda, því
hún er óþörf. En silkihúfa er það upp
af öllu saman, að
sendisveitarritarinn íslenzki er Dani.
Þetta er ekki sagt til að setja út á
manninn, sem sumir hæla, en það er
aðferð, sem ríki á borð við negralýð-