Kaupsýslutíðindi - 24.04.1940, Síða 1
KAUPSYSLUTIÐINDI
ÚTGEFANDl: UPPLÝSINGASKRIFSTOFA ATVINNUREKENDA
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Geir Gunnarsson, Laugavegi 19, sími 5314. Viðtalstími kl. 1—2
daglega. — Blaðið kemur út vikulega nema þegar réttarhlé standa yfir. Árgangurinn (ca. 40
tbl.), kostar kr. 27.00, eða kr. 28.00, ef greitt er ársfjórðungslega eða hálfsárslega. —
Meðlimir Félags íslenzkra stórkaupmanna fá Kaupsýslutíðindi ókeypis samkvæmt samningi
við stjórn félagsins. — HERBERTSprení prentar.
Nr. 14. REYKJAVÍK, 24. APRÍL 1940. 10. ÁRG.
YFIRLIT
Utanríkismái.
Undanfarandi stríðsatburðir virðast ætla
að verða þess valdandi að um helmingur
innflutnings- og útflutningsmarkaða okkar
lokist. Eftir fregnum að dæma eru siglinga-
leiðir til og frá Danmörku og Þýzkalandi al-
geriega lokaðar og vafalaust er, að viðskipti
okkar við Noreg og Svíþjóð faila niður á
meðan barizt er í landi, í lofti og legi Nor-
eg's. Og því verður ekki neitað, að við-
skiptasambönd okkar við önnur lönd Ev-
rópu eru mjög ótraust á timum sém
þessum og óvíst hve lengi þeim verður
haldið. Athyg'li íslendinga hefir því mjög
beinzt að stofnun nýrra sambanda við
Ameríku og þá einkum hin auðug'u Banda-
riki, enda hafa viðskipti vor við þau vaxið
mjög ört frá því stríðið skalt á og orðið
fjölbreyttari með hverjum mánuði, sem líð-
ur. Amerika hefir fram að bjóða því nær
allar vörutegundir, sem við þurfum á að
halda. Útfiutningsvörur okkar, sem að miklu
leyti eru neyzluvörur, ætti að vera hægt að
selja eingöngu þangað, ef kapp er Iagt á að
afla þeirra markaða og þær gerðar útgengi-
legar fyrir amerískan markað.
Á síðasta ári nam samanlagður útflutn-
ingur Bandaríkjanna 3.120 milj. dollurum,
en innflutningur 2.300 milj. dollurum. Hag-
stæður verzlunarjöfnuður nam því árið
1939 820 milj. doilurum, en árið á undan
2.034 milj. doil. Það er vafasamt hvort strið-
ið hefir haft hagstæð áhrif á þjóðartekj-
urnar í heild. Útflutningur til hernaðarþjóð-
anna hefir ekki aukizt eins mikið og búizt
hafði verið við. Þó er áætlað, að Banda-
menn hafi um áramót verið búnir að semjá
um kaup á hergögnum fyrir um 1 miljarð
dollara og flugvélaiðnaðurinn hefir fjór-
faldast að framleiðslugetu. Aftur á móti
hefir útflutningur þeirra á vörum, sem ekki
eru notaðar til hernaðar minnkað afar mik-
ið og þýðingarmiklir markaðir þrengst mjög
t. d. í Þýzkalandi. Álitið er þó, að Bandarík-
in muni skapa sér nýja markaði í Suður-
Ameríku í stað þeirra, sem Englendingar
og Þjóðverjar hafa haft þar. Stríðið hefir
hieypt nýju fjöri í atvinnufyrirtækin. At-
vinnuieysingjar í Bandaríkjunum eru þó
enn taldir vera um 8 miljónir, en voru
9—10 miljónir fyrir stríð. Mest hefir fram-
ieiðslan aukizt á sviði stálsins. Er stál-
framleiðsla þar meiri en hún hefir nokkru
sinni fyrr verið. Byggingar hafa aukizt
töluVert og bila- og járnbrautaframleiðsla
hefir og aukizt til muna. Talið er að sala
iðnframleiðslu hafi aukizt um 16% á öllu
árinu, en á siðasta ársfjórðungi um 20—25%.
Yfirleitt er talið að árið 1939 hafi verið
hagstæðasta ár Bandaríkjanna síðan árið
1929 og útlit er fyrir að yfirstandandi ár
verði enn hagstæðara þeim. Bandariskir
bankar liggja inni með ónotað fjármagn
meira en nokkru sinni fyrr og gullbirgðir
þar í landi eru nú um 62% af gullbirgðum
heiinsins. —
Gengi erlends gjaldeyris.
Gengisskráning hófst aftur hér á landi
16. þ. m. eftir skeytum frá New York. Fer