Kaupsýslutíðindi - 24.04.1940, Page 2
hér á eftir gengi þess erlends gjaldeyris,
Sem skráning fer nú fram á hér á landi,
miðvikudaginn 24. þ. m. og til samanburð-
ar 17. þ. m. og 26. marz þ. á.:
24./4. 17./4. 26./3.
Sterlingspund . . 23.05 22.82 24.44
Fr. frankar .... 13.07 12.95 14.02
Belgar .......... 109.48 109.35 111.19
Sv. frankar .... 146.10 146.10 146.41
Gyllini . ....... 345.90 345.90 346.65
Mánudaginn 22. þ. m. kom ekkert gengis-
skeyti hingað og mun gengið þá hafa verið
skráð hér óbreytt. Gengi sterlingspundsins
hefir farið daghækkandi síðan skráning
hófst á ný og fr. frankinn fer einnig stig-
andi. Aftur á móti hefir belgan lækkað
snögglega.
Ýms stéttartíðindi.
Félag íslenzkra iðnrekenda hélt aðal-
fund sinn 15. þ. m. í stjórn voru kosnir:
Sigurjón Pétursson, Álafossi, formaður, J.
B. Pétursson, frkvstj., ritari, og Magnús
Thorsteinsson, frkvstj., gjaldkeri. í félaginu
eru nú 54 iðnfyrirtæki. Skrifstofa þess er
í Skólastræti 3.
Victor Kr. Helgason, áður prókúruhafi
fyrir h.f. Veggfóðrarann, liefir nýlega opn-
að veggfóðurverzlun í Hafnarstræti 5.
Magnús Kjaran stórkaupm. varð fimmtug-
ur 19. þ. m. Kjaran er einn af bezt metnu
mönnum íslenzku kaupmannastéttarinnar.
Hefir hann gegnt ýmsum ábyrgðarmiklum
störfum, bæði fyrir stétt sína og þjóð, og
hlolið sóma af. Hann er nú framkvæmda-
stjóri sambands isl. innflytjenda, jafnframt
því sein hann rekur sína eigin heildverzlun.
Félagsprentsmiðjan á fimmtíu ára afmæli
1. mai n. k. Stofnandi hennar var Sig-
mundur Guðmundsson prentari. Prentsmiðj-
an var rekin sem sameignarfélag til árs-
ins 1937, að henni var breytt í hlutafélag.
Hefir hún verið í stöðugum vexti og er nú
einhver fullkomnasta og vinsælasta prent-
smiðja landsins. Núverandi prentsmiðju-
stjóri er Hafliði Helgason.
Gullið.
Eftirfarandi tölur sýna heimsframleiðsl-
una á gulli síðustu tíu ár (Sovét-Rússland er
undanskilið):
Ár Þús. dollarar Ár Þús. dollarar
1930 401.088 1935 882.533
1931 426.424 1936 971.514
1932 458.102 1937 1.041.576
1933 469.257 1938 1.132.856
1934 823.003 1939 1.206.331
Af samanlögðum gullforða heimsins er
nú um 17.600 milj. dollara verðmæti, eða
nálægt 62% af gullbirgðum heimsins, í
Bandaríkjunum. Gullflutningur þangað, ein-
göngu síðastliðið ár, nam að verðmæti um
3.500 milj. dollurum.
Ein únsa af skíru gulli var inetin á 20.67
dollara fram til ársins 1934, en síðan í
byrjun þe'ss árs hefir hún verið metin á
35 dollara. Js.
i: KAUPHÖLLIN
<; zv miösföð vEröbrÉfaviöskiptanns í landinu.
Leiðbeinir fóiki með ávöxtun fjár á öruggum grundvelli.
<\ Öll viðskipti skoðuð sem einkamáL
Íj 5ími 3780 KAUPHÖLLIN iiaínarsfp. 23
»♦»♦»»♦♦♦♦♦♦»♦♦♦♦♦»♦♦»♦»♦♦»»»»♦♦»♦»»♦♦♦♦»♦♦♦»♦»♦♦♦♦♦»»♦♦♦♦♦»♦♦»
106
kaupsýslutíðindi