Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 3
2 Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
3
↓
Mynd frá framkvæmdum. Gamli og nýi vegurinn mætast.
Ekki fornt heiti
Sumir gætu haldið að Biskupsbeygjan dragi nafn
sitt af fornum biskupum eða náttúrufyrirbrigðum á
Holtavörðuheiði en svo er víst ekki. Sagan segir að
biskup Íslands hafi eftir miðja síðustu öld lent þar
útaf í hríð og snjó og setið fastur. Þá hafi komið þar
Fundu gamla brú
Reynir segir framkvæmdir hafa gengið nokkuð vel og
framkvæmdatími hafi staðist nokkurn veginn. Spurður
hvort eitthvað óvænt hafi gerst rifjar hann upp að
verktakinn hafi þurft að fara yfir námu sem ekki var
vitað af áður. Þar hafi fundist gömul steypt brú. „Brúin
hafði verið urðuð í námunni og þessi fundur kom okkur
dálítið á óvart. Við þurftum að fjarlægja brúna og farga
henni.“
Hann segir að einn lærdóm hafi menn dregið af
framkvæmdinni. „Við þurfum að standa okkur betur í
að hanna og leggja hjáleiðir,“ segir hann en hjáleiðin var
lögð og klædd áður en frost fór úr jörðu. „Þegar hlýnaði
fór hún illa og erfitt var að halda henni við enda nokkur
þungaumferð um heiðina.“
Umferðin gekk hægt um framkvæmdasvæðið en
sett var á 30 km hámarkshraði vegna ástands
hjáleiðarinnar. Framkvæmdin hafði því töluverð áhrif
á ökumenn, sér í lagi þegar umferðarþungi var mikill
en samkvæmt umferðartölum frá árinu 2018 er
umferðin á þessum stað 2.400 bílar á sólarhring yfir
sumartímann.
að bílstjóri Norðurleiðar og bjargað biskupi. Varð þá til
þetta heiti sem síðan hefur ratað víða, meðal annars í
samgönguáætlun og dagbækur lögreglunnar enda tíð
slys á vegkaflanum.
↑
Opnað var fyrir umferð á nýja kaflanum í júlí.