Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 5

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 5
4 Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. 5 ↑ Fundarherbergi á annarri hæð heita eftir fornum leiðum og höfnum. Fróðleikur fylgir um nafn hvers fundarherbergis. ↓ Nýtt mötuneyti fékk nafnið Veganesti. ← Básar á kaffistofu þriðju hæðar. Fundað í vitum, veðri og fornum leiðum Samkeppni um nöfn á fundarherbergi var haldin meðal starfsmanna Vegagerðarinnar. Niðurstaðan var sú að hver hæð er tengd ákveðnu þema í anda Vegagerðarinnar. Á fyrstu hæð heita fundarherbergi eftir veðurlýsingum, til dæmis Éljagangur, Snjókoma, Skafrenningur og Sunnanvindur. Á annarri hæð er þemað fornar leiðir á sjó og landi. Þar má finna nöfn á borð við Kiðagil, Kóngsveg, Maríuhöfn og Orrustukamb. Á þriðju hæð er vitaþema þar sem fundarherbergi heita eftir vitum á borð við Gróttuvita, Straumnesvita og Hornbjargsvita. Þrjú félagsrými eru í húsinu. Mötuneytið ber heitið Veganesti, á annarri hæð má finna Hafnakaffi og á þeirri þriðju Vitakaffi. Í miðju hússins er fallegur innigarður, pallalagður með tveimur trjábeðum. Flutningur starfseminnar hefur staðið yfir í sumar. Flutt var í skrifstofuhlutann í júlí en smám saman er unnið að því að flytja lagerinn og allt sem tilheyrir grófrýmum og útisvæði. Vaktstöð Vegagerðarinnar hefur fengið andlitslyftingu með nýjum tækjabúnaði og er stefnt að því að starfsemin verði komin í fullan gang í lok september.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.