Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Page 4
4 Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. 5 ↑ Nýjar höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Suðurhrauni 3 í Garðabæ. ↓ Almenn ánægja er með nýja mötuneytið. Almenn ánægja er með hið nýja húsnæði meðal starfsfólks Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu en flutningurinn þýddi talsverða breytingu á starfsumhverfi flestra enda starfa nánast allir í opnu rými. Nýju höfuðstöðvarnar skiptast í 6.000 fermetra skrifstofu- og geymsluhúsnæði og 9.000 fermetra útisvæði. Skrifstofuhlutinn er að mestu nýsmíði en skemmur eru aðeins lítillega breyttar. Reginn hf. sá um byggingu hússins en aðalverktaki framkvæmdanna var ÍAV. Batteríið arkítektar teiknuðu húsið en Gláma Kím arkítektar voru Vegagerðinni innan handar við hönnun innanhúss og val á húsgögnum. Í húsinu eru um 170 starfsstöðvar, 21 fundarherbergi af ýmsum stærðum og 10 minni næðisrými. Nýjar höfuðstöðvar í Garðabæ Vegagerðin hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Borgartúni 5-7 í Reykjavík í Suðurhraun 3 í Garðabæ. Með nýjum höfuðstöðvum hefur starfsemi Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu verið sameinuð á einn stað en Vegagerðin var áður á þremur stöðum, í Borgartúni, Vesturvör í Kópavogi og Hringhellu í Hafnarfirði.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.