Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Qupperneq 6

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Qupperneq 6
6 Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. Framkvæmdafréttir nr. 713 5. tbl. 29. árg. 7 Löng saga í Borgartúni Stofnunin hefur allt frá upphafi haft höfuðstöðvar í Reykjavík. Í tæp 80 ár hefur Vegagerðin verið með starfsemi í Borgartúni 5-7 eða allt frá árinu 1942, fyrst í Borgartúni 5 og verkstæðisbyggingu en síðar einnig í Borgartúni 7 ásamt viðbyggingum þar. Áform hafa verið lengi uppi um nýtt húsnæði en þau frestuðust í hruninu árið 2008 en voru tekin upp aftur um áratug síðar. Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti eftir húsnæði fyrir Vegagerðina 2018. Meðal þeirra sem skiluðu tilboði var fasteignafélagið Reginn sem bauð Suðurhraun 3. Bergþóra Þorkelsdóttir forstjóri Vegagerðarinnar og Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf. skrifuðu undir samkomulag um byggingu höfuðstöðvanna í mars 2020. Reginn byggði húsnæðið og á það en Vegagerðin leigir til langs tíma. ↑ Miðgarður er vinsæll á heitum sumardögum. ↖ Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra afhjúpar vörðu sem áður stóð í Borgartúni en var endurbyggð í Suðurhrauni. ↖ Málin rædd á Hafnarkaffi. ← Unnið er í opnu rými. → Útbúið var barnahorn í einu fundarherbergjanna.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.