Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.09.2021, Blaðsíða 8
8 Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 713
5. tbl. 29. árg.
9
Mathilde er frá Bretaníu í Frakklandi en flutti til Íslands
fyrir fjórum árum. Hún vinnur hjá leikmyndadeild
Þjóðleikhússins en notar frítímann til ferðast um landið
og mála myndir af vitum.
„Ég keypti landakort af Íslandi síðsumars 2018.
Við strandlengjuna voru merktar inn rauðar stjörnur
sem vöktu strax athygli mína. Þegar ég uppgötvaði að
stjörnurnar voru tákn fyrir vita ákvað ég að skoða þá
alla og teikna myndir af þeim, sem ég mála síðan með
vatnslitum,“ segir Mathilde, um tilurð þessa verkefnis
sem hún kallar Viti Project.
Kynnist landinu í gegnum vitana
Málar vatnslitamyndir af vitum
Franska listakonan Mathilde Morant hefur málað
vatnslitamyndir af nær öllum vitum landsins. Hún
fékk lista yfir vitana hjá Vegagerðinni áður en hún
dró fram pensilinn og hófst handa við verkefnið.
Hún hefur orð á því að tilgangurinn sé í raun tvíþættur;
að kynnast landinu og æfa sig í teikningu. Fyrsti vitinn
sem Mathilde málaði mynd af heitir Svörtuloftaviti en
hann stendur við sjávarhamrana Svörtuloft, vestast á
Snæfellsnesi. „Hver viti er einstakur. Þótt margir þeirra
séu líkir hvað arkitektúr varðar er landslagið í kringum
þá afar fjölbreytilegt. Það heillar mig að þeir eru úr
alfaraleið, jafnvel á stöðum þar sem aðstæður geta
verið hættulegar,“ segir hún.
Heimild: Vitar á Íslandi, Leiðarljós á landsins ströndum 1878-2002. Höfundar: Guðmundur Bernódusson, Guðmundur L. Hafsteinsson og
Kristján Sveinsson. Útgefandi: Siglingastofnun.
↓
Klofningsviti er á skerinu Klofningi vestan
við Flatey á Breiðafirði. Hann var byggður
árið 1926. Aðeins er hægt að komast að
honum sjóleiðina.