Nýja skákblaðið - 01.06.1940, Síða 7
Nýr skákmeistarí og
gamall.
Flestix íslendingar, sem að
einhverju leyti hafa fylgst með
og viljað fylgjast með viðburð-
um í athafnalífi þjóðarinnar,
hafa vafalaust ekki komist hjá
Eggert Gilfer.
því að veita skáklífinu talsverða
athygli, sérstaklega þegar þess
er gætt, að þjóðin sem heild, er
tilfinninganæm, listhneigð og
framgjörn, og skáklistin er
henni þar af leiðandi að nokkru
leyti meðfædd og hefir með
þróun sinni fest djúpar rætur
í sál íslenzku þjóðarinnar.
Meðal íslenzkra skákmanna
munu sjálfsagt fáir finnast,
sem eru jafn þekktir og vakað
hafa á vörum þjóðarinnar um
langt skeið og hinn gamli og
nýi skákmeistari Eggert G.
Gilfer, er nú um þessar mundir
á 25 ára afmæli sem skák-
meistari íslands, og hefir á því
tímabili unnið þann titil átta
sinnum, sem er alveg einstakt í
sinni röð.
Það væri vissulega of yfir-
gripsmikið að rekja allan skák-
feril Gilfers og lýsa skákstíl
hans hér svo nokkru nemi. Skal
því aðeins talið það helzta, þó
hitt væri sannarlega bæði æski-
legt og viðeigandi.
Tíu ára gamall byrjaði Gilf-
er fyrst að fást við skákiðkun.
Þegar hann var 23 ára, vann
hann titilinn „Skákmeistari ís-
lands“ í fyrsta sinn. Síðan hefir
hann unnið þann tilil árin
1917, 1918, 1920, 1925, 1927,
1929 og 1935 eða alls átta sinn-
um. Ennþá sem komið er, hefir
enginn unnið þennan titil eins
oft og Gilfer. Þeir, sem næstir
honum koma, hafa unnið hann
þrisvar. Má það tvímælalaust
kallast afreksverk og er óhætt
að fullyrða, að „fáir munu eftir
leika“.
Gilfer hefir sem fulltrúi fyrir
ísland á erlendum skákmótum
æfinlega haft það hlutverk að
tefla á I. borði. í Oslo
1928, Gautaborg 1929, Ham-
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ
35