Nýja skákblaðið - 01.06.1940, Síða 15
Guðbjartur V. Vigfússon.
Minningarorð.
Guðbjartur Vilberg Vigfús-
son, skákmeistari, andaðist að
Kristneshæli 27. febrúar síðast-
liðinn, og var banamein hans
hjartalömun. Hann var fædd-
ur á Húsavík 4. febrúar 1912,
sonur hjónanna Helgu Þórar-
insdóttur og Vigfúsar Vigfús-
sonar trésmiðs. Eftir því, sem
mér hefir verið sagt, var Guð-
bjartur heitinn allt frá fæðingu
og til hins síðasta veill á heilsu,
enda svo bæklaður, að hann var
lítt fær til vinnu. Guðbjartur
var góðum gáfum gæddur, vel-
viljaður, réttsýnn og hvers
manns hugljúfi er honum
kynntist. Fyrstu kynni mín af
Guðbjarti, sem manni og skák-
manni, voru, er hann kom hing-
að til Akureyrar árið 1935 til
að taka þátt í skákþingi íslend-
inga, er þá var hér háð. Komu
þá þegar í ljós ágætir hæfileik-
ar hans sem skákmanns, enda
þótt hann næði ekki þeim á-
rangri, sem efni stóðu til. Eftir
þetta tók hann þátt í öllum
skákþingum, sem hér hafa ver-
ið haldin — og sótt voru af
utanbæjarmönnum. Var hann
jafnan með þeim efstu eða þá
efstur. Skákmeistari Norðlend-
inga var Guðbjartur 1938, en
er hann kom hingað 1939, til að
verja meistaratign sína, var
hann orðinn maður sárþjáður,
samt sem áður byrjaði hann
sem þátttakandi í þinginu og
vann allar þær skákir, er hann
tefldi, mjög glæsilega. Ekki gat
hann þó lokið þessari keppni,
sem var hans síðasta, þar sem
hann að læknisráði varð að
hætta og fara sem sjúklingur
að Kristneshæli, en þar andað-
ist hann, eins og áður er getið,
eftir eins árs dvöl. Við, sem
um nokkurra ára skeið höfðum
tækifæri til að kynnast Guð-
bjarti heitnum — og að þreyta
við hann kapp við skákborðið,
munum æfinlega geyma minn-
inguna um hann sem glæsileg-
an skákmann og hinn bezta
dreng í hvívetna.
Guðm. Guðlaugsson.
Skákin, sem hér birtist, var
tefld á Skákþingi íslands,
Akureyri 1937.
Hvítt L. Engels.
Svart: Guðbjartur Vigfússon.
25. Slavnesk vörn.
1. d2—d4 d7—d5
2. c2—c4 c7—c6
3. Rgl—f3 Rg8—f6
4. Rbl—c3 d5Xc4
5. e2—e4?
Betra er a2—a4.
43
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ