Nýja skákblaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 3

Nýja skákblaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 3
"^SKflKBLRÐlÐ 2. Árgangur. Reykjavík, mai-júní 1941 3. tölublað. Skákþing Islands 1941. Skákþing íslands 1941 var að þessu sinni háð á Akureyri dagana 10.—20. apríl. Þátttak- endur á þinginu voru 23. í meistaraflokki 7, I. flokki 6 og II. flokki 10. Meistaraflokkur. Sjá vinn- ingaskrá næstu síðu. Sigurvegari í I. flokki varð Jóhann L. Jóhannsson með 4 vinninga. 2.—3. verðlaun hlutu Margeir Steingrímsson og Guð- mundur Jónsson með 3 ¥2 vinn- ing hvor. 4. Jón Ingimarsson 2V2 v. 5. Stefán Sveinsson IV2 v. 6. Hallgrímur Benedikts- son 0. í öðrum flokki urðu úrslit þannig: 1. verðlaun Halldór Ól- afsson 7¥2 vinning, 2. verðl. Hörður Guðbrandsson 6¥2 v. 3. verðl. Zóphónías Benediktsson 6 v. 4. Haraldur Bogason 5¥2 v. 5. Sigurður Halldórsson 4 v. 6.—7. Jónas Stefánsson og Þór- hallur Jónsson 3Vá v. 8.—9. Al- bert Sigurðsson og Stefán Stef- ánsson 3 v. 10. Magnús Stef- ánsson 2¥2 vinning. Baldur Möller, cand jur., skákmeistari íslands 1941. Eins og taflan sýnir urðu þeir Baldur Möller og Sturla Pétursson jafnir að vinninga- tölu á mótinu og urðu því að heyja einvígi um titilinn „Skákmeistari íslands“. Lög Skáksambands íslands mæla svo fyrir að sá aðili, sem fyrr vinnur þrjár skákir, hafi þar með unnið einvígið og nafnbótina.

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.