Nýja skákblaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 5

Nýja skákblaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 5
skákferil Baldurs og lýsa skák- stíl hans, svo athyglisverð er þróun hans og hinn öri vöxtur á sviði skáklistarinnar, sem ekki einungis varpar bjarma á skjöld samtíðarinnar, heldur einnig gefur fagurt fordæmi þeim yngri til eftirbreytni. En hér mun þó staðar numið og látið nægja að benda á að stað- reyndirnar tala sínu máli og eru í hvívetna sterkasta sönn- unin um verk meistarans. Það orkar ekki tvímælis, að til þess að ná þeim árangri og þekkingu, sem Baldur Möller hefir margsinnis sýnt, þarf ýmsa kosti til að bera. Bæði gáfur, hugmyndaflug og þó einkum og sér í lagi einbeittan og sterkann vilja. Hver sá, sem Baldri kynnist, efast sjálfsagt ekki um það, að hann hefir ekki farið á mis við þessa eigin- leika. Hitt er þó sennilega meira um vert í fari hans og viðkynningu allri, hve einstakt prúðmenni hann er í hvívetna. Fer sannarlega vel á því hvar sem er, er slíkir kostir finnast samstilltir í eina heild og ekki hvað sízt hjá þeim, sem með athöfnum sínum vekja athygli samtíðarinnar bæði heima og heiman. Nýja skákblaðið vill ekki láta hjá líða að nota tækifærið og I NÝJA SKÁKBLAÐIÐ Ritstjórar: Óli Valdimarsson og Sturla Pétursson. Kemur út 5 sinnum á ári, 16 síður í hvert sinn. Verð kr. 7,00 árg. Gjalddagi 1. júlí. Utanáskrift blaðsins er: Nýja Skákblaðið. Pósthólf 232. Rvk. Blaðið er opinbert málgagn Skáksambands íslands. Alþýðuprentsmiðjan h.f. óska Baldri til hamingju með sæmdarheitið Skákmeistari ís- lands, sem hann hefir nú tekið aftur í sínar hendur. Það er skoðun þess og ósk, að hjá slík- um afburða snilling og prúð- menni megi það sæmdarheiti varðveitast sem allra lengst. nnnnnnnnnnKKí Útbreiðið Nýja Skákblaðið nnnnnnnnnnnn NÝJA SKÁKBLAÐIÐ

x

Nýja skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja skákblaðið
https://timarit.is/publication/1803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.