Nýja skákblaðið - 01.08.1941, Blaðsíða 4
TAFLA YFIR MEISTARAFLOKK.
Keppendur 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. Vinn Röð
1. Baldur Möller . . X 1 1 1/2 1 1 y2 5 1—2.
2. Unnsteinn Stefánsson . . 0 X 1 0 1 1 0 3 4.
3. Óli Valdimarsson 0 0 X 0 y2 Vz 0 1 6—7.
4. Sturla Pétursson . . Vt 1 1 X í 1 y2 5 1—2.
5. Jóhann Snorrason . . . . 0 0 y2 0 X 0 y2 1 6—7.
6. Jón Þorsteoinsson 0 0 % 0 1 X y2 2 5.
7. Júlíus Bogason .. Vt 1 i Vz % y2 X 4 3.
Einvígi þetta, sem var svo
háð þegar í stað, varð að
margra dómi bæði spennandi
og harðvítug viðureign. Úrslit
þess urðu þau, að Baldur
Möller gekk með glæsilegan
sigur af hólmi, fekk 5 vinninga
af 7 (3 unnar, 4 jafntefli).
Sturla Pétursson fekk 2 vinn-
inga (4 jafntefli).
Baldur Möller cand. jur., nú-
verandi skákmeistari íslands,
er ungur maður, 26 ára að
aldri, sonur Jakobs Möllers,
fjármálaráðherra og alþingis-
manns. Kom fyrst fram á skák-
sviðið 1933. Má með réttu segja
að hann hafi síðan skipað
virðulegt sæti á meðal íslenzkra
skákmeistara.
Hinn glæsilegi skákferill
Baldurs hófst með því að hann
vann sig upp í I. flokk þegar í
stað. í I. flokki átti hann og
skamma viðdvöl, sem sjá má,
því 1934 keppir hann í meist-
araflokki og er þegar mjög
skeinuhættur andstæðingur
hinna eldri meistara og reynd-
ari. Hefir hann síðan skipað
þar sæti á fremsta bekk, sem
einn af beztu skákmönnum
þjóðar vorrar.
Skákferill Baldurs er í fæst-
um dráttum sem hér greinir:
1935—37 Skákmeistari Rvíkur
1938—39 — íslands
1941 — —
Sem fulltrúi íslands á erlend-
um skákmótum:
Kaupmannahöfn 1935
Miinchen 1936
Stokkhólmur 1937
Buenos Aires 1939
Alls staðar við ágætan orðs-
tír.
Vissulega væri það vel við-
eigandi að rekja öllu nánar
NÝJA SKÁKBLAÐIÐ
2