Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi - 07.05.1941, Síða 3

Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi - 07.05.1941, Síða 3
ÞINGTÍÐINDI 3 heimti ekki allt af öðrum, eins og því miður er allt of títt. Svo mörg eru þessi orð. Þó að langt sé liðið frá kosning- um, kann einhvern að reka minni til þess að kratarnir lofuðu kjós- endum sínum hátíðlega, að svo fremi sem vinstri flokkamir næðu méirihluta skyldi tollum á neyzlu- vörum almennings aflétt, en þeir efnuðu látnir bera uppi tekjur rík- issjóðs. Ekki er nóg með það, að þetta loforð hafi þéir gersamlega svikið með því að leggja blessun sína yfir tollskrána nýju, sem ekki sleppir einum einasta munnbita við toll eða verðtoll, heldur fitja þéir í félagi við aðra þjóðstjómarflokka upp á tveimur nýjum neyzluskött- um, sem enginn mun þó hafa lát- ið sig dreyma um þá. Og meðmælin, athugum þau ör- lítið. Iðnaðarvörur eru fluttar inn frá útlöndum „stundum þarflaus- ar“. Þær munu nú vera 2 eða 3 nefndimar, sem hafa eftirlit með innflutningnum til þess að tryggja að ekki séu fluttar inn óþarfa vör- ur, nefndir, sem flutningsmenn þessa frumvarps ráða takmarka- laust yfir. í landinu sjálfu morar af „iðnfyrirtækjum“, sem fram- leiða allskonar dót, svo sem snyrtl- vörur luxusiðnað af ýmsu tægi o. s. frv. Peningar þeir, sem inn koma fyrir þennan nýja neyzluskatt eiga að renna í sjóð til styrktar því að þessi „þörfu“ iðnfyrirtæki fái ó- dýrari rekstrarlán! þ. e. gefa þeim betri skilyrði til að okra á almenn- ingi. Meðmælin með 4. gr. eru bein- linis „klassiskt" íhaldskjörorð gegn kröfum atvinnuleysingja og þurfa- manna um að fá að lifa, en það er á þeirra máli „að he'imta allt af öðrum“. Væri nú svo vel að gjald það sem um ræðir í greininni væri tekið af atvinnurekendum sjálfum með skatti á þeirra gróöa mætti ef til vill til sanns vegar færa áð þeir legöu þetta fram frá sjálfum sér. En við nánari athug- un eru meðmælin ósvífin blekking, því skatturinn á að vera miðaður Huers ueona oreiddu heir ebki atkuœfli? Á lokuðum fundi sameinaðs þings mánudaginn 28. apríl var rædd tillaga sú, er þingið sam- þykkti samdægurs, um að mót- mæla handtöku og brottflutningi ritstjóra og blaðamanns Þjóðviljans og banninu á blaðinu. í byrjun lokaða fundarins voru þeir báðir vinimir, Ólafur Thors og Jónas frá Hriflu. En þegar til atkvæðagreiðsl- unnar kom, létu þeir sig vanta. Hvers vegna greiddu þéir ekki atkvæði? Áttu þeir svo annríkt, að þeir mættu ekki vera að því? Mjög ósennilegt að svo hafi verið. En hver var þá ástæðan? Ef þingmenn eru spurðir, hvers vegna Ólafur Thors atvinnumála- ráðherra láti svo sjaldan sjá sig í þinginu, eru svörin venjulega þau að það sé vegna þess að hann hafi mest vafstrið í samningum við Bretana. Þó er það opinberlega sér- grein Stefáns Jóhanns að fást við utanríkismál'in. Stefán er því orð- inn nokkurskonar leppur fyrir ann- an lepp og því lítils framtaks af honum að vænta, enda opnaði hann ekki sinn munn í umræðun- um um brottnámið, þegar tillagan var rædd og samþykkt, en honum bar auðvitað fyrst og fremst sem við verkalaun þau, sem iðnfyrir- tækið greiðir, og hljóta því að leggjast við framleiðslukostnað þeirra, svo það em ekki iðnrekend- ur, heldur neytendur, sem skattinn greiða. Við 2. umræðu frv. á þingi s. 1. laugardag afhjúpaði ísl. Högnason þetta eðli frv. Emil Jónsson vildi samt ekki láta sér segjast og lýst'i því hátíðlega yfir að tilgangurinn væri frekast sá, að gera vörumar ódýrari!!! Því lægri vextir af lán- um þýddi lægri framleiðslukostnað. En ef hækkaður framleiðslu- kostnaður er í lög leiddur til þess að lækka þennan sama kostnað til jafns við hækkunina, er ekki ann- utanríkismálaráðherra að mæla með þessari tillögu, hafi hún verið fram borin með hans vilja. Að Jónas hafi látið á sér bæra á fundinum er fráleitt, enda kemur hann upp um innræti sitt í síðustu greinum Tímans. Beinast liggur við að ætla, að þeir Ólafur Thors og Jónas Jónsson hafi báðir verið andvígir að hreyfa nokkrum mótmælum, að mótmælin séu á þingi beinlínis samþykkt þar gegn þeirra vilja og að mótmælin séu fyrsti vottur þess að áhrif þeirra hafi beðið hnekki í liði þjóð- st j órnarþingmanna. Þá verður það og dregið í efa hvort Quislingarnir við Alþýðublað- ið og varaleppui’inn, séu þeir elnu sem eru upphafs- og hvatamenn brottnámsins, eins og Mbl. og Vísir gefa fyllilega í skyn. Er ekki sennilegast að hinn þrí- höfðaði þurs Ólafur—Stefán—Jó- nas hafi allir sömu afstöðu í mál- inu? Morgunblaðið segir að öll þjóðin mótmæli, það er rétt að undan- teknu því, að ekki mótmælir Stefán Jóhann, ekki mótmælir Jónas frá Hriflu og enginn hefur heyrt Ólaf Thors hreyfa mótmælum. að vit hægt að finna út úr þessu frumvarpi en það, að fá iðnlána- sjóði og þeim bitlingamönnum. er honum stjórna, auk'in fjárforráð. Allt í allt á iðnlánasjóður að fá 50000 krónur í þessum sköttum og þar að auki, skv. öðru frumvarpi 40000 krónur úr ríkissjóði á ári hverju. Verður þá ekki annað sagt, en að vel sé búið að innlendum iðnaði (á kostnað neytenda í landinu), þar sem þeim er, auk þessara nýju fríð- inda, ætlað aö hafa hina nýju stór- hækkuðu verndartolla qg í ýmsum tilfellum er iðnaður þeirra vemd- aður með algerðu innflutnings- banni á vörum sem þeir framleiða.

x

Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi
https://timarit.is/publication/1804

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.