Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi - 07.05.1941, Side 4

Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi - 07.05.1941, Side 4
4 ÞINGTIÐINDI Efefeí nóg í ílofekssjóöínn Spillingin í embættakerfi ríkisins er á flestra vitund. „Embætti eöa stöðu fær þú ekki karl minn, nema þú gerist minn maöur“ er viðkvæðf valdhafanna. Um hæfni manna í stöður og embætti er yfirleitt ekki lengur spurt. Borgirðu nóg í flokks- sjóð — sértu með þjóðstjórninni í gegnum þykkt og þunnt og sértu með í að ofsækja kommúnista — þá er allt í lagi. Nýjasta afhjúpunin á kerfi þess- arar spillingar er að finna í erindi sem Einar M. Einarsson fyrrv. skip- herra á Ægi, sendir Alþingismönn- um og dagsett er 21. apríl 1941. Á bls. 20 segir Einar meðal ann- ars: „Hinn 20. desember 1939 átti ég símasamtal við herra alþingismann Jónas Jónsson. Snerist samtalið um frávikningu mína úí skipherra- stöðu á varðskipinu „Ægi“. Vék hann meðal annars að tiiefninu til þeirrar ráðstöfunar og sagði að mér hlyti aö vera það ljóst, að „framkoma þeirra“ — eins og hann sagði orðrétt — gagnvart mér staf- aði af því einu, að ég hefði ekki viljað láta nóg í flokkssjóð þeirra af mínum háu launum. Með orðinu i þeirra, á síðari staðnum, getur þar sem alkunnugt er í hvaða stjórn- málaflokki Jónas Jónsson er, ekki verið átt við aðra en Framsóknar- flokksmenn. Ég lýsi því yfir að viðlögðum drengskap mínum, að ofangreind frásögn sé rétt í alla staði, enda er ég fús til að staðfesta hana með eiði fyrir rétti, ef þörf gerist“. Á bls. 2 segir svo: „Eftir því sem Pálmi Loftsson forstjóri talaði oftar við mig um að víkja af ,,Ægi“, varð sókn hans á- kveðnari og harðvítugri, og loks þegar ég aftók með öllu að fara af skipinu í kyrrþey t. d. með því, eins og forstjórinn ráðlagði mér, að látast vera veikur, eða biðja um tveggja til þriggja mánaða frí, hafði hann í hótunum við mig, meðal annars með því að stöðva launagreiðslu til mín o. fl.“ Einar M. Einarsson, skipherra hefur síðan í des. 1937, eða í rösk 3 ár setið í landi aðgerðarlaus og á eftir að sitja í önnur þrjú á full- um skipherralaunum, en krefst 1 bréfi sínu að fá að vinna fyrir launum sínum, þar eð hann af á- stæðulausu hafi verið látinn ganga úr skiprúmi. Auk þess að ríkið missir, við þetta tiltæki Jónasar og kumpána, með Einari einn sinna ötulustu og sam- vizkusömustu starfsmanna, verður ríkissjóður að greiða honum full laun 1 6 ár. Ríkið bíður stórtjón, en af erindi Einars verður ekki betur séð, en að það sé fyrir atbeina brezkra tog- araútgerðarfélaga, sem kvörtuðu við ríkisstjórnina undan því að Einar ynni þeim ógagn vegna trú- mennsku í starfi sínu, að hann var látinn hætta. Það spursmál er að- eins óupplýst hvort Framsóknar- flokkurinn og forsprakkar hans, hafa beðið fjárhagslegt tjón vegna mannaskiptanna. Enn þegja þjóðstjórnarblöðin um þetta mál. Hvað veldur? Fjárlög fyrír 1942 af- greídd fíl þrídju um- rasðu Annari umræðu fjárlaganna lauk í gær. Þingmenn Sósíalistaflokks- ins báru fram ýmsar breytingartil- lögur til hækkunar framlagi til verklegra framkvæmda, en þær voru allar kolfeldar. Mesta athygli vakti, að tillaga fjárveitinganefndar um dýrtíðar- uppbót á útgáfuíyrirtæki Þjóðvina- félagsins, fékk ekki nema 24 atkv., 11 greiddu atkvæði gegn, en aðrir þingmenn sátu hjá eða voru fjar- verandi. Túlka menn undirtektirn- ar við tillögu þessa á þann veg að gengi Jónasar frá Hriflu sé lækk- andi, jafnvel meðal þingmanna. Píngmenn Sósíalísta- flokksíns fara fram á útvarpsumræöur um fjárlögín Þingmenn Sósíalista hafa skrifaö forseta sameinaðs þings bréf,- þar sem þeir fara þess á leit að hann leiti samþykkis þingflokkanna fyrir því, að útvarpsumræður verði hafð- ar við 2. eða 3. umræðu fjárlag- anna. í bréfi þessu benda þeir á að þeir telji brotin lög á sér, ef þessar útvarpsumræöur verða ekki leyfðar, þar sem þingsköp Alþingis mæli svo fyrir að útvarpa skuli framhaldi 1. umræðu fjárlaga, en það var ekki gert að þessu sinni. Annari umræðu fjárlaganna er nú lokiö, en aðeins tveir flokkar hafa svarað, það eru Alþ.fl. og Bændaflokkurinn. Svar Alþýðufl. kemur engum á óvart, þar sem hann hefur gert það að einu aðal- áhugamáli sínu, að vama Sósíalist- um máls. „Þjóðviljinn“, blað Sósíalista- flokksins hefir nú verið bannað og blaðamenn þess fluttir úr landi, sem stríðsfangar. Alþingi hefir mót- mælt þessu mjög eindregið, og Morgunblaðiö heldur því fram, að með þessu tiltæki hafi lýðræöið hlotið svo þungt áfall, að frágang'- sök sé að hafa lýðræðislegar kosn- ingar að þessu sinni. Maður skyldi því ætla að þing- flokkunum væri ljúft, að gefa Só- síalistaflokknum tækifæri til að túlka málstað sinn í útvarpinu nokkrar mínútur, eins og hann hefir rétt til að lögum. Hitt mun öllum þeim, sem tekið hafa af heilum hug undir mótmæli Alþingis gegn banni „Þjóðviljans“ koma á óvart, ef hið sama Alþingi bætir nú gráu ofan á svart og svift- ir Sósíalista lagalegum rétti sínum til málfrelsis í útvarpi, eftir að þeir hafa verið rændir ritfrelsi því, sem þeim ber, samkvæmt stjómarskrá íslands. Víkingsprent h. f.

x

Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi um starf Sósíalistaflokksins á Alþingi
https://timarit.is/publication/1804

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.